Fundu rústir klaustursins 13. júlí 2006 06:45 ein beinagrindanna sem fundist hafa Ummerki um stiga hafa fundist í húsinu, sem er mjög óvenjulegt fyrir torfhús. Klaustrið var um tólf hundruð fermetrar að stærð og rústirnar mjög heillegar. Merkur fornleifauppgröftur stendur nú yfir á Skriðu við Lagarfljót, en þar stóð stórt klaustur fyrr á öldum. Uppgröfturinn hefur staðið yfir síðan árið 2002 og er þetta því fimmta sumarið sem þarna er grafið. Dr. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur stendur fyrir uppgreftrinum. "Við fórum af stað með litla könnnun árið 2000 með það markmið að finna rústir klaustursins," segir Steinunn. "Við vissum ekki hvar það var heldur bara að það hefði verið klaustur á þessu svæði. Þegar við fundum það að lokum kom í ljós að það var nokkuð langt frá þeim stað sem við bjuggumst við upphaflega. Nú erum við búin að afhjúpa um sex hundruð fermetra af rústunum, en það er ljóst að það var um tólf hundruð fermetrar að stærð." Klaustrið var sérstakt að því leyti að hönnun þess virðist hafa fylgt alþjóðlegum reglum um uppbyggingu klaustra á þeim tíma sem það var stofnað, eða árið 1493. Byggingin var ferningslaga með klausturgarð fyrir miðju og gosbrunni í miðjunni. Steinunn segir að starfsemi klaustursins hafi einnig samræmst því sem þekktist í öðrum klaustrum, en þar hafi verið rekið eins konar sjúkrahús. "Við höfum fundið áhöld til lækninga ásamt plöntuleifum sem benda til þess að læknandi jurtir hafi verið ræktaðar hérna. Svo erum við búin að grafa upp fjörutíu grafir sem virðast allar vera af sjúklingum sem dvalið hafa hér." Athygli vekur að ummerki um stiga hafa fundist í húsinu sem bendir til þess að það hafi verið á tveimur hæðum. Mjög sjaldgæft er að torfhús hafi verið á fleiri en einni hæð, en líkt og flest önnur hús á þessum tíma var klaustrið byggt úr grjóti og torfi. Fá klaustur hafa fundist á Íslandi, en tvö slík hafa verið grafin upp í Viðey og á Kirkjubæjarklaustri. Steinunn segir staðsetningu klaustursins á Skriðu vera mjög heppilega vegna þess að rústirnar hafi verið ósnertar síðan húsið var yfirgefið um siðaskiptin. Staðurinn þar sem rústirnar standa sé afskekktur nú þótt hann hafi verið í alfaraleið þegar klaustrið var stofnað. Steinunn fékk fjárveitingu til fimm ára vegna verkefnisins, og er þetta því síðasta sumarið sem grafið verður á því tímabili. Hún segist þó vona að fjárveiting fáist til að halda verkefninu áfram, enda rústirnar heillegar og uppgröfturinn langt kominn. Innlent Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Merkur fornleifauppgröftur stendur nú yfir á Skriðu við Lagarfljót, en þar stóð stórt klaustur fyrr á öldum. Uppgröfturinn hefur staðið yfir síðan árið 2002 og er þetta því fimmta sumarið sem þarna er grafið. Dr. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur stendur fyrir uppgreftrinum. "Við fórum af stað með litla könnnun árið 2000 með það markmið að finna rústir klaustursins," segir Steinunn. "Við vissum ekki hvar það var heldur bara að það hefði verið klaustur á þessu svæði. Þegar við fundum það að lokum kom í ljós að það var nokkuð langt frá þeim stað sem við bjuggumst við upphaflega. Nú erum við búin að afhjúpa um sex hundruð fermetra af rústunum, en það er ljóst að það var um tólf hundruð fermetrar að stærð." Klaustrið var sérstakt að því leyti að hönnun þess virðist hafa fylgt alþjóðlegum reglum um uppbyggingu klaustra á þeim tíma sem það var stofnað, eða árið 1493. Byggingin var ferningslaga með klausturgarð fyrir miðju og gosbrunni í miðjunni. Steinunn segir að starfsemi klaustursins hafi einnig samræmst því sem þekktist í öðrum klaustrum, en þar hafi verið rekið eins konar sjúkrahús. "Við höfum fundið áhöld til lækninga ásamt plöntuleifum sem benda til þess að læknandi jurtir hafi verið ræktaðar hérna. Svo erum við búin að grafa upp fjörutíu grafir sem virðast allar vera af sjúklingum sem dvalið hafa hér." Athygli vekur að ummerki um stiga hafa fundist í húsinu sem bendir til þess að það hafi verið á tveimur hæðum. Mjög sjaldgæft er að torfhús hafi verið á fleiri en einni hæð, en líkt og flest önnur hús á þessum tíma var klaustrið byggt úr grjóti og torfi. Fá klaustur hafa fundist á Íslandi, en tvö slík hafa verið grafin upp í Viðey og á Kirkjubæjarklaustri. Steinunn segir staðsetningu klaustursins á Skriðu vera mjög heppilega vegna þess að rústirnar hafi verið ósnertar síðan húsið var yfirgefið um siðaskiptin. Staðurinn þar sem rústirnar standa sé afskekktur nú þótt hann hafi verið í alfaraleið þegar klaustrið var stofnað. Steinunn fékk fjárveitingu til fimm ára vegna verkefnisins, og er þetta því síðasta sumarið sem grafið verður á því tímabili. Hún segist þó vona að fjárveiting fáist til að halda verkefninu áfram, enda rústirnar heillegar og uppgröfturinn langt kominn.
Innlent Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira