Fundu rústir klaustursins 13. júlí 2006 06:45 ein beinagrindanna sem fundist hafa Ummerki um stiga hafa fundist í húsinu, sem er mjög óvenjulegt fyrir torfhús. Klaustrið var um tólf hundruð fermetrar að stærð og rústirnar mjög heillegar. Merkur fornleifauppgröftur stendur nú yfir á Skriðu við Lagarfljót, en þar stóð stórt klaustur fyrr á öldum. Uppgröfturinn hefur staðið yfir síðan árið 2002 og er þetta því fimmta sumarið sem þarna er grafið. Dr. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur stendur fyrir uppgreftrinum. "Við fórum af stað með litla könnnun árið 2000 með það markmið að finna rústir klaustursins," segir Steinunn. "Við vissum ekki hvar það var heldur bara að það hefði verið klaustur á þessu svæði. Þegar við fundum það að lokum kom í ljós að það var nokkuð langt frá þeim stað sem við bjuggumst við upphaflega. Nú erum við búin að afhjúpa um sex hundruð fermetra af rústunum, en það er ljóst að það var um tólf hundruð fermetrar að stærð." Klaustrið var sérstakt að því leyti að hönnun þess virðist hafa fylgt alþjóðlegum reglum um uppbyggingu klaustra á þeim tíma sem það var stofnað, eða árið 1493. Byggingin var ferningslaga með klausturgarð fyrir miðju og gosbrunni í miðjunni. Steinunn segir að starfsemi klaustursins hafi einnig samræmst því sem þekktist í öðrum klaustrum, en þar hafi verið rekið eins konar sjúkrahús. "Við höfum fundið áhöld til lækninga ásamt plöntuleifum sem benda til þess að læknandi jurtir hafi verið ræktaðar hérna. Svo erum við búin að grafa upp fjörutíu grafir sem virðast allar vera af sjúklingum sem dvalið hafa hér." Athygli vekur að ummerki um stiga hafa fundist í húsinu sem bendir til þess að það hafi verið á tveimur hæðum. Mjög sjaldgæft er að torfhús hafi verið á fleiri en einni hæð, en líkt og flest önnur hús á þessum tíma var klaustrið byggt úr grjóti og torfi. Fá klaustur hafa fundist á Íslandi, en tvö slík hafa verið grafin upp í Viðey og á Kirkjubæjarklaustri. Steinunn segir staðsetningu klaustursins á Skriðu vera mjög heppilega vegna þess að rústirnar hafi verið ósnertar síðan húsið var yfirgefið um siðaskiptin. Staðurinn þar sem rústirnar standa sé afskekktur nú þótt hann hafi verið í alfaraleið þegar klaustrið var stofnað. Steinunn fékk fjárveitingu til fimm ára vegna verkefnisins, og er þetta því síðasta sumarið sem grafið verður á því tímabili. Hún segist þó vona að fjárveiting fáist til að halda verkefninu áfram, enda rústirnar heillegar og uppgröfturinn langt kominn. Innlent Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Merkur fornleifauppgröftur stendur nú yfir á Skriðu við Lagarfljót, en þar stóð stórt klaustur fyrr á öldum. Uppgröfturinn hefur staðið yfir síðan árið 2002 og er þetta því fimmta sumarið sem þarna er grafið. Dr. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur stendur fyrir uppgreftrinum. "Við fórum af stað með litla könnnun árið 2000 með það markmið að finna rústir klaustursins," segir Steinunn. "Við vissum ekki hvar það var heldur bara að það hefði verið klaustur á þessu svæði. Þegar við fundum það að lokum kom í ljós að það var nokkuð langt frá þeim stað sem við bjuggumst við upphaflega. Nú erum við búin að afhjúpa um sex hundruð fermetra af rústunum, en það er ljóst að það var um tólf hundruð fermetrar að stærð." Klaustrið var sérstakt að því leyti að hönnun þess virðist hafa fylgt alþjóðlegum reglum um uppbyggingu klaustra á þeim tíma sem það var stofnað, eða árið 1493. Byggingin var ferningslaga með klausturgarð fyrir miðju og gosbrunni í miðjunni. Steinunn segir að starfsemi klaustursins hafi einnig samræmst því sem þekktist í öðrum klaustrum, en þar hafi verið rekið eins konar sjúkrahús. "Við höfum fundið áhöld til lækninga ásamt plöntuleifum sem benda til þess að læknandi jurtir hafi verið ræktaðar hérna. Svo erum við búin að grafa upp fjörutíu grafir sem virðast allar vera af sjúklingum sem dvalið hafa hér." Athygli vekur að ummerki um stiga hafa fundist í húsinu sem bendir til þess að það hafi verið á tveimur hæðum. Mjög sjaldgæft er að torfhús hafi verið á fleiri en einni hæð, en líkt og flest önnur hús á þessum tíma var klaustrið byggt úr grjóti og torfi. Fá klaustur hafa fundist á Íslandi, en tvö slík hafa verið grafin upp í Viðey og á Kirkjubæjarklaustri. Steinunn segir staðsetningu klaustursins á Skriðu vera mjög heppilega vegna þess að rústirnar hafi verið ósnertar síðan húsið var yfirgefið um siðaskiptin. Staðurinn þar sem rústirnar standa sé afskekktur nú þótt hann hafi verið í alfaraleið þegar klaustrið var stofnað. Steinunn fékk fjárveitingu til fimm ára vegna verkefnisins, og er þetta því síðasta sumarið sem grafið verður á því tímabili. Hún segist þó vona að fjárveiting fáist til að halda verkefninu áfram, enda rústirnar heillegar og uppgröfturinn langt kominn.
Innlent Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira