Vaxandi yfirgangur framkvæmdavalds 10. september 2005 00:01 Formaður Vinstri - grænna segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um hvernig verja beri ágóðanum af símasölunni dæmi um vaxandi yfirgang framkvæmdavaldsins gagnvart Alþingi. Þarna sé verið að ráðstafa gríðarlegum fjármunum í eigu þjóðarinnar fram yfir næstu tvennar alþingiskosningar, án þess að málið sé rætt annars staðar en í stjórnarflokkunum. Steingrímur J. Sigfússon segir að þinginu sé sýnd vaxandi óvirðing og fjárlaganefnd sé varla til annars en að telja baunir. Allar stórar ákvarðanir séu teknar fyrirfram af framkvæmdavaldinu. Hann kveðst gagnrýna vinnubrögðin og aðferðirnar þótt verkefnin séu öll mjög þörf. „Mér finnst ansi langt gengið þegar framkvæmdavaldið tekur sér fjárveitingavald með þessum hætti og ákveður, jafnvel mörg kjörtímabil fram í tímann, að svo og svo miklir fjármunir skuli fara úr ríkissjóði í þetta verkefnið eða hitt,“ segir Steingrímur. Og hann segir lágmarkskurteisi við löggjafar- og fjárveitingavaldið að kalla þetta tillögur en tilkynna þetta ekki „með pompi og prakt“ eins og endanlegar ákvarðanir. Steingrímur segir að sú verkaskipting sem stjórnskipan landsins geri ráð fyrir sé sú að framkvæmdavaldinu beri að undirbúa og leggja fyrir Alþingi tillögur um útgjöld ríkisins og þingið sé því í aðstöðu til að hafa áhrif á tillögurnar og gera á þeim einhverjar breytingar. Stjórnarflokkarnir hafi hist í fimm mínútur til að stimpla ákvarðanir stjórnarherranna um hvernig Símafénu skyldi varið; þá þegar hafi verið búið að boða til blaðamannafundar til að kynna þær. Og Steingrímur spyr hvers vegna fjárlaganefnd sitji yfir því á haustin „að telja einhverjar baunir, færa til fimm eða tíu þúsund krónur hér eða þar, þegar stóru málin eru meðhöndluð af framkvæmdavaldinu með þessum hætti?“ Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Formaður Vinstri - grænna segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um hvernig verja beri ágóðanum af símasölunni dæmi um vaxandi yfirgang framkvæmdavaldsins gagnvart Alþingi. Þarna sé verið að ráðstafa gríðarlegum fjármunum í eigu þjóðarinnar fram yfir næstu tvennar alþingiskosningar, án þess að málið sé rætt annars staðar en í stjórnarflokkunum. Steingrímur J. Sigfússon segir að þinginu sé sýnd vaxandi óvirðing og fjárlaganefnd sé varla til annars en að telja baunir. Allar stórar ákvarðanir séu teknar fyrirfram af framkvæmdavaldinu. Hann kveðst gagnrýna vinnubrögðin og aðferðirnar þótt verkefnin séu öll mjög þörf. „Mér finnst ansi langt gengið þegar framkvæmdavaldið tekur sér fjárveitingavald með þessum hætti og ákveður, jafnvel mörg kjörtímabil fram í tímann, að svo og svo miklir fjármunir skuli fara úr ríkissjóði í þetta verkefnið eða hitt,“ segir Steingrímur. Og hann segir lágmarkskurteisi við löggjafar- og fjárveitingavaldið að kalla þetta tillögur en tilkynna þetta ekki „með pompi og prakt“ eins og endanlegar ákvarðanir. Steingrímur segir að sú verkaskipting sem stjórnskipan landsins geri ráð fyrir sé sú að framkvæmdavaldinu beri að undirbúa og leggja fyrir Alþingi tillögur um útgjöld ríkisins og þingið sé því í aðstöðu til að hafa áhrif á tillögurnar og gera á þeim einhverjar breytingar. Stjórnarflokkarnir hafi hist í fimm mínútur til að stimpla ákvarðanir stjórnarherranna um hvernig Símafénu skyldi varið; þá þegar hafi verið búið að boða til blaðamannafundar til að kynna þær. Og Steingrímur spyr hvers vegna fjárlaganefnd sitji yfir því á haustin „að telja einhverjar baunir, færa til fimm eða tíu þúsund krónur hér eða þar, þegar stóru málin eru meðhöndluð af framkvæmdavaldinu með þessum hætti?“
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira