Sveitarfélögum fækkað um helming 9. ágúst 2005 00:01 Nefnd sem fjallar um eflingu sveitarstjórnarstigsins hefur lagt fram tillögur sem fela í sér sameiningu 62 sveitarfélaga í landinu í sexán. Kosið verður um tillögurnar 8. október næstkomandi. Sveitarfélög á landinu eru nú 101, en að teknu tilliti til þess að tólf sveitarfélög til viðbótar hafa samþykkt sameiningu verða þau 92 í kjölfar sveitarstjórnarkosningannna næsta vor. Víðtækust er tillagan um sameiningu allra sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu frá Siglufirði til Grenivíkur. Alls er ráðgert að sameina þar níu sveitarfélög í eitt með liðlega 23 þúsund íbúa. Þá er einnig um víðtæka sameiningu að ræða á Austfjörðum en allir firðirnir frá Mjóafirði í norðri að Breiðdalsvík í suðri verða eitt sveitarfélag verði sameiningartillaga samþykkt. Á fjórtánda þúsund íbúar verða í sama sveitarfélaginu verði samþykkt tillaga um sameiningu Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs. Nærri 10.800 íbúar verða í einu sveitarfélagi í Ölfusi og Flóa verði samþykkt tillaga um sameiningu Selfoss, Hveragerðis, Þorlákshafnar og nágrannabyggða. Tillaga er gerð um að sameina Akrahrepp sveitarfélaginu Skagafirði, en hreppurinn er sá eini sem stendur utan sameinaðs héraðsins. Liðlega 200 manns búa í Akrahreppi. Sameining sveitarfélaga hefur oft farið út um þúfur vegna andstöðu í fámennustu sveitarfélögunum. Skemmst er að minnast sameiningar alls Fljótsdalshéraðs utan Fljótsdalshrepps og andstöðu í Skorradalshreppi við sameiningaráform. Fámennustu hrepparnir í sameiningartillögunum nú eru Mjóifjörður með 38 íbúa, Helgafellssveit með 47, Broddaneshreppur með 53 og Árneshreppur með 57 íbúa. Þeir sem geta ekki kosið um sameiningu sveitarfélaga heima í héraði 8. október næstkomandi geta greitt atkvæði utan kjörfundar hjá sýslumannsembættum frá og með laugardeginum 13. ágúst. Einnig er unnt að greiða atkvæði í íslenskum sendiráðum eða öðrum stöðum erlendis samkvæmt nánari ákvörðun. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Nefnd sem fjallar um eflingu sveitarstjórnarstigsins hefur lagt fram tillögur sem fela í sér sameiningu 62 sveitarfélaga í landinu í sexán. Kosið verður um tillögurnar 8. október næstkomandi. Sveitarfélög á landinu eru nú 101, en að teknu tilliti til þess að tólf sveitarfélög til viðbótar hafa samþykkt sameiningu verða þau 92 í kjölfar sveitarstjórnarkosningannna næsta vor. Víðtækust er tillagan um sameiningu allra sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu frá Siglufirði til Grenivíkur. Alls er ráðgert að sameina þar níu sveitarfélög í eitt með liðlega 23 þúsund íbúa. Þá er einnig um víðtæka sameiningu að ræða á Austfjörðum en allir firðirnir frá Mjóafirði í norðri að Breiðdalsvík í suðri verða eitt sveitarfélag verði sameiningartillaga samþykkt. Á fjórtánda þúsund íbúar verða í sama sveitarfélaginu verði samþykkt tillaga um sameiningu Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs. Nærri 10.800 íbúar verða í einu sveitarfélagi í Ölfusi og Flóa verði samþykkt tillaga um sameiningu Selfoss, Hveragerðis, Þorlákshafnar og nágrannabyggða. Tillaga er gerð um að sameina Akrahrepp sveitarfélaginu Skagafirði, en hreppurinn er sá eini sem stendur utan sameinaðs héraðsins. Liðlega 200 manns búa í Akrahreppi. Sameining sveitarfélaga hefur oft farið út um þúfur vegna andstöðu í fámennustu sveitarfélögunum. Skemmst er að minnast sameiningar alls Fljótsdalshéraðs utan Fljótsdalshrepps og andstöðu í Skorradalshreppi við sameiningaráform. Fámennustu hrepparnir í sameiningartillögunum nú eru Mjóifjörður með 38 íbúa, Helgafellssveit með 47, Broddaneshreppur með 53 og Árneshreppur með 57 íbúa. Þeir sem geta ekki kosið um sameiningu sveitarfélaga heima í héraði 8. október næstkomandi geta greitt atkvæði utan kjörfundar hjá sýslumannsembættum frá og með laugardeginum 13. ágúst. Einnig er unnt að greiða atkvæði í íslenskum sendiráðum eða öðrum stöðum erlendis samkvæmt nánari ákvörðun.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira