Öryggissjónarmið ráði banni 9. ágúst 2005 00:01 Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að einungis öryggissjónarmið ráði því að synjað sé um leyfi til þess að flytja inn nautakjöt frá Argentínu þrátt fyrir að yfirdýralæknir hafi gefið á það grænt ljós. Grundvallarreglan er sú að það má ekki flytja hrátt kjöt til landsins. Landbúnaðarráðherra getur veitt undanþágu frá þessu og hefur raunar gert í þónokkrum tilfellum. Ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar fyrir að fá leyfi fyrir innflutningi á nautakjöti frá Suður-Ameríku, meðal annars frá sunnanverðri Argentínu. Yfirdýralæknir, sem er faglegur umsagnaraðili, hefur ekkert haft við það að athuga. Aðspurður hvers vegna hann hafi synjað innflytjendum kjötsins um leyfi segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra að aldrei hafi verið flutt inn kjöt frá Suður-Ameríku og það liggi fyrir að í Argentínu sé gin- og klaufaveiki til staðar. Skylda landbúnaðarráðuneytisins sé að verja dýr og menn hér á landi og ráðuneytið hafi einfaldlega talið innflutning áhættusaman. Spurður hvort þetta væri liður í að verja tekjur íslenskra bænda segir Guðni að innflytjendur þurfi að flytja inn frá öruggum löndum. Kjöt sé flutt inn frá nálægum löndum og Nýja-Sjálandi sem séu örugg. Þetta snúi þó ekki að því heldur því að það væri gríðarlegt áfall fyrir fólk og fénað hér á landi ef hingað bærist gin- og klaufaveiki. Guðni minnti á þau uppþot sem urðu þegar leyft var að flytja inn nautalundir frá Írlandi, en skömmu síðar kom upp kúariða í Evrópu. Hann sagðist nokkuð viss um að þjóðin vildi öll að varlega væri farið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að einungis öryggissjónarmið ráði því að synjað sé um leyfi til þess að flytja inn nautakjöt frá Argentínu þrátt fyrir að yfirdýralæknir hafi gefið á það grænt ljós. Grundvallarreglan er sú að það má ekki flytja hrátt kjöt til landsins. Landbúnaðarráðherra getur veitt undanþágu frá þessu og hefur raunar gert í þónokkrum tilfellum. Ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar fyrir að fá leyfi fyrir innflutningi á nautakjöti frá Suður-Ameríku, meðal annars frá sunnanverðri Argentínu. Yfirdýralæknir, sem er faglegur umsagnaraðili, hefur ekkert haft við það að athuga. Aðspurður hvers vegna hann hafi synjað innflytjendum kjötsins um leyfi segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra að aldrei hafi verið flutt inn kjöt frá Suður-Ameríku og það liggi fyrir að í Argentínu sé gin- og klaufaveiki til staðar. Skylda landbúnaðarráðuneytisins sé að verja dýr og menn hér á landi og ráðuneytið hafi einfaldlega talið innflutning áhættusaman. Spurður hvort þetta væri liður í að verja tekjur íslenskra bænda segir Guðni að innflytjendur þurfi að flytja inn frá öruggum löndum. Kjöt sé flutt inn frá nálægum löndum og Nýja-Sjálandi sem séu örugg. Þetta snúi þó ekki að því heldur því að það væri gríðarlegt áfall fyrir fólk og fénað hér á landi ef hingað bærist gin- og klaufaveiki. Guðni minnti á þau uppþot sem urðu þegar leyft var að flytja inn nautalundir frá Írlandi, en skömmu síðar kom upp kúariða í Evrópu. Hann sagðist nokkuð viss um að þjóðin vildi öll að varlega væri farið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira