Tengja árásir stríðsrekstri 19. júlí 2005 00:01 Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverkaárásunum á Lundúnir, samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian sem birt var í morgun. Í skýrslu breskrar rannsóknarstofnunar frá í gær var komist að sömu niðurstöðu, en breskir ráðamenn vísa þessu með öllu á bug og benda á að árásirnar ellefta september 2001 hafi verið gerðar áður en nokkur stríðsrekstur hófst. Almenningur virðist líta málið öðrum augum. Þá sýnir könnun Guardian að þrír af hverjum fjórum telja líklegt að fleiri árásir af þessum toga verði gerðar á Bretland í nánustu framtíð. Í skýrslu Chatham House stofnunarinnar í gær voru yfirvöld gagnrýnd fyrir að hafa sofið á verðinum gagnvart íslömskum hryðjuverkamönnum þar til seint á síðasta áratug, en uppljóstranir New York Times í dag benda til þess að blundað hafi verið þar til fyrir nokkrum vikum. Í blaðinu er fullyrt að breska leyniþjónustan hafi komist að þeirri niðurstöðu aðeins mánuði fyrir árásirnar í London að enginn hópur hefði bæði getu og vilja til að gera stóra hryðjuverkaárás á Bretland. Í kjölfarið var hættuástand lækkað um eitt þrep. New York Times vitnar í trúnaðarskýrslu leyniþjónustunnar máli sínu til stuðnings. Yfirmenn leyniþjónustunnar neita að tjá sig um málið. Leitin að sökudólgunum og höfuðpaurum hryðjuverkahópsins í London heldur áfram. Tuttugu og fimm voru handteknir í Pakistan í nótt í tengslum við rannsókn á aðild pakistanskra borgara að hryðjuverkunum. Flestir voru mennirnir handteknir í Punjab og eru þeir sagðir tilheyra bönnuðum hópum harðlínu-íslamista. Hryðjuverkamennirnir í London höfðu flestir dvalið í Pakistan einhvern tíma undanfarin tvö ár og er talið víst að þeir hafi þar átt samskipti við þekkta öfgamenn. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretands hefur ákveðið að verja röskum tveim milljörðum króna aukalega í baráttuna gegn hryðjuverkum. Helmingur peninganna fer beint til fórnarlamba árásanna, en hinn helmingurinn fer í að efla löggæslu. Þá hefur náðst samkomulag milli Verkamannaflokksins og stjórnarandstöðu flokkanna í Bretlandi um aðgerðir gegn hryðjuverkum í framtíðinni og vonast er til að ný lög um hryðjuverk fari í gegnum breska þingið í desember. Almenningur virðist vera á því að taka eigi hart á öfgamönnum sem hvetja til illra verka. Í könnun Guardian voru yfir sjötíu prósent á því að vísa ætti múslímum, sem stunda haturssáróður, úr landi. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Sjá meira
Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverkaárásunum á Lundúnir, samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian sem birt var í morgun. Í skýrslu breskrar rannsóknarstofnunar frá í gær var komist að sömu niðurstöðu, en breskir ráðamenn vísa þessu með öllu á bug og benda á að árásirnar ellefta september 2001 hafi verið gerðar áður en nokkur stríðsrekstur hófst. Almenningur virðist líta málið öðrum augum. Þá sýnir könnun Guardian að þrír af hverjum fjórum telja líklegt að fleiri árásir af þessum toga verði gerðar á Bretland í nánustu framtíð. Í skýrslu Chatham House stofnunarinnar í gær voru yfirvöld gagnrýnd fyrir að hafa sofið á verðinum gagnvart íslömskum hryðjuverkamönnum þar til seint á síðasta áratug, en uppljóstranir New York Times í dag benda til þess að blundað hafi verið þar til fyrir nokkrum vikum. Í blaðinu er fullyrt að breska leyniþjónustan hafi komist að þeirri niðurstöðu aðeins mánuði fyrir árásirnar í London að enginn hópur hefði bæði getu og vilja til að gera stóra hryðjuverkaárás á Bretland. Í kjölfarið var hættuástand lækkað um eitt þrep. New York Times vitnar í trúnaðarskýrslu leyniþjónustunnar máli sínu til stuðnings. Yfirmenn leyniþjónustunnar neita að tjá sig um málið. Leitin að sökudólgunum og höfuðpaurum hryðjuverkahópsins í London heldur áfram. Tuttugu og fimm voru handteknir í Pakistan í nótt í tengslum við rannsókn á aðild pakistanskra borgara að hryðjuverkunum. Flestir voru mennirnir handteknir í Punjab og eru þeir sagðir tilheyra bönnuðum hópum harðlínu-íslamista. Hryðjuverkamennirnir í London höfðu flestir dvalið í Pakistan einhvern tíma undanfarin tvö ár og er talið víst að þeir hafi þar átt samskipti við þekkta öfgamenn. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretands hefur ákveðið að verja röskum tveim milljörðum króna aukalega í baráttuna gegn hryðjuverkum. Helmingur peninganna fer beint til fórnarlamba árásanna, en hinn helmingurinn fer í að efla löggæslu. Þá hefur náðst samkomulag milli Verkamannaflokksins og stjórnarandstöðu flokkanna í Bretlandi um aðgerðir gegn hryðjuverkum í framtíðinni og vonast er til að ný lög um hryðjuverk fari í gegnum breska þingið í desember. Almenningur virðist vera á því að taka eigi hart á öfgamönnum sem hvetja til illra verka. Í könnun Guardian voru yfir sjötíu prósent á því að vísa ætti múslímum, sem stunda haturssáróður, úr landi.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Sjá meira