Breska lögreglan með húsleitir 12. júlí 2005 00:01 MYND/AP Sérsveit bresku lögreglunnar gerði húsleit á fimm heimilum í borginni Leeds á Englandi í morgun í tengslum við leitina að Al-Qaida hryðjuverkamönnunum sem bera ábyrgð á sprengjutilræðunum í Lundúnum í síðustu viku. Fimmtíu og tveir létu lífið í árásunum og um 700 særðust, þar af margir alvarlega. Breska lögreglan segir aðgerðirnar mikilvægar en í Leeds er að finna eitt stærsta samfélag múslima á Bretlandseyjum. Samkvæmt Reuters-fréttastofunni eru aðgerðir lögreglunnar í morgun fyrstu skipulögðu aðgerðirnar frá því hryðjuverkaárásirnar voru framdar á neðanjarðarlestakerfi og strætisvagna Lundúnaborgar. Almenningur í Bretlandi hefur gagnrýnt yfirvöld fyrir að bregðast seint við árásunum og fyrir seinagang við að bera kennsl á lík fórnarlamba árásanna. Töluverð ólga er í landinu þótt lífið í Lundúnum sé að komast í fyrra horf. Frá því á fimmtudag hefur verið reynt að kveikja í fjórum moskum í Bretlandi og hefur gætt vaxandi spennu í garð múslima. Lögreglan hefur fengið fjölmargar tilkynningar um tilvik þar sem múslimar hafa verið áreittir á götum úti og bílar þeirra, fyrirtæki og heimili skemmd. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur heitið múslimum í landinu aðstoð sinni til að koma í veg fyrir þessar árásir. Gordon Brown fjármálaráðherra ætlar að hvetja fjármálaráðherra annarra aðildarríkja Evrópusambandsins til að taka höndum saman við að gera sjóði hryðjuverkamanna upptæka, hvar sem þeir finnast í bönkum aðildarríkjanna. Hann hittir fjármálaráðherra hinna ríkjanna í Brussel í dag. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira
Sérsveit bresku lögreglunnar gerði húsleit á fimm heimilum í borginni Leeds á Englandi í morgun í tengslum við leitina að Al-Qaida hryðjuverkamönnunum sem bera ábyrgð á sprengjutilræðunum í Lundúnum í síðustu viku. Fimmtíu og tveir létu lífið í árásunum og um 700 særðust, þar af margir alvarlega. Breska lögreglan segir aðgerðirnar mikilvægar en í Leeds er að finna eitt stærsta samfélag múslima á Bretlandseyjum. Samkvæmt Reuters-fréttastofunni eru aðgerðir lögreglunnar í morgun fyrstu skipulögðu aðgerðirnar frá því hryðjuverkaárásirnar voru framdar á neðanjarðarlestakerfi og strætisvagna Lundúnaborgar. Almenningur í Bretlandi hefur gagnrýnt yfirvöld fyrir að bregðast seint við árásunum og fyrir seinagang við að bera kennsl á lík fórnarlamba árásanna. Töluverð ólga er í landinu þótt lífið í Lundúnum sé að komast í fyrra horf. Frá því á fimmtudag hefur verið reynt að kveikja í fjórum moskum í Bretlandi og hefur gætt vaxandi spennu í garð múslima. Lögreglan hefur fengið fjölmargar tilkynningar um tilvik þar sem múslimar hafa verið áreittir á götum úti og bílar þeirra, fyrirtæki og heimili skemmd. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur heitið múslimum í landinu aðstoð sinni til að koma í veg fyrir þessar árásir. Gordon Brown fjármálaráðherra ætlar að hvetja fjármálaráðherra annarra aðildarríkja Evrópusambandsins til að taka höndum saman við að gera sjóði hryðjuverkamanna upptæka, hvar sem þeir finnast í bönkum aðildarríkjanna. Hann hittir fjármálaráðherra hinna ríkjanna í Brussel í dag.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira