Ekki áfall segir bæjarstjóri 26. júní 2005 00:01 Íbúar Seltjarnarness höfnuðu skipulagsáformum bæjaryfirvalda á Hrólfsstaðamel og Suðurströnd í íbúakosningu í gær. Sú tillaga sem gerði ráð fyrir lítilli aukningu byggðar, S-tillaga, sigraði H-tillögu sem gerði ráð fyrir meiri aukningu byggðar. S-tillagan hlaut 944 atkvæði, eða 55% gildra atkvæða, en H-tillaga fékk 768 atkvæði, eða 45%. Alls voru 3.314 íbúar á kjörskrá og greiddu 1.727 atkvæði sem þýðir að kosningaþátttaka var 52%. Auðir seðlar og ógildir voru 15. H-tillagan, sem varð undir, var svipuð tillögu sem áður hafði verið samþykkt í bæjarstjórn en mætt mikilli andspyrnu meðal bæjarbúa. Bæjarstjóri Seltjarnarness, Jónmundur Guðmarsson, segir niðurstöðuna afgerandi og skýra. Hann kveðst hins vegar gleðjast yfir því að niðurstaða hafi fengist í málinu. Verkefnið hafi lengi verið á döfinni og gengið hafi illa sl. tíu ár eða svo að fá úr því skorið hvað skuli gert á svæðinu. Jónmundur telur niðurstöðuna horfa til framfara og stjórnin komist með auðveldum hætti yfir í næsta skef verkefnisins sem sé að fylgja hinu formlega skipulagsferli eftir og hefja svo framkvæmdir í kjölfarið. Jónmundur segist ekki líta á þetta sem áfall fyrir bæjaryfirvöld, þrátt fyrir að þau hafi viljað stefna í hina áttina, því afgerandi afstaða stjórnarinnar hafi verið að leggja málið í dóm íbúa Seltjarnarness. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst sigur fyrir bæjarbúa og fyrir íbúalýðræðið,“ segir Jónmundur og bætir við að aðferðafræði af þessu tagi geti mjög auðveldlega átt við í skipulagstengdum málum í öllum sveitarfélögum. Þór Whitehead var í forystu þeirra sem börðust gegn áformum bæjaryfirvalda. Þeir fagna nú sigri að sögn Þórs. Hann segir hópinn hafa álitið sig tala fyrir sjónarmiðum meirihluta íbúa allan tímann sem baráttan hafi staðið yfir og það hafi nú verið rækilega staðfest með kosningunni í gær. Hann segist ekki líta á þetta sem áfall fyrir bæjaryfirvöld en áfall fyrir áform um að knýja í gegn skipulag, gegn vilja meirihluta bæjarbúa. Stóra spurning núna sé hvernig unnið verði úr þessu. „Nú reynir á hvort að meirihluti bæjarstjórnar vill vinna með meirihluta fólksins eða ætlar sér með einhverjum undanbrögðum eða viðbrögðum sem ganga þvert á þessi úrslit að halda áfram,“ segir Þór. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Íbúar Seltjarnarness höfnuðu skipulagsáformum bæjaryfirvalda á Hrólfsstaðamel og Suðurströnd í íbúakosningu í gær. Sú tillaga sem gerði ráð fyrir lítilli aukningu byggðar, S-tillaga, sigraði H-tillögu sem gerði ráð fyrir meiri aukningu byggðar. S-tillagan hlaut 944 atkvæði, eða 55% gildra atkvæða, en H-tillaga fékk 768 atkvæði, eða 45%. Alls voru 3.314 íbúar á kjörskrá og greiddu 1.727 atkvæði sem þýðir að kosningaþátttaka var 52%. Auðir seðlar og ógildir voru 15. H-tillagan, sem varð undir, var svipuð tillögu sem áður hafði verið samþykkt í bæjarstjórn en mætt mikilli andspyrnu meðal bæjarbúa. Bæjarstjóri Seltjarnarness, Jónmundur Guðmarsson, segir niðurstöðuna afgerandi og skýra. Hann kveðst hins vegar gleðjast yfir því að niðurstaða hafi fengist í málinu. Verkefnið hafi lengi verið á döfinni og gengið hafi illa sl. tíu ár eða svo að fá úr því skorið hvað skuli gert á svæðinu. Jónmundur telur niðurstöðuna horfa til framfara og stjórnin komist með auðveldum hætti yfir í næsta skef verkefnisins sem sé að fylgja hinu formlega skipulagsferli eftir og hefja svo framkvæmdir í kjölfarið. Jónmundur segist ekki líta á þetta sem áfall fyrir bæjaryfirvöld, þrátt fyrir að þau hafi viljað stefna í hina áttina, því afgerandi afstaða stjórnarinnar hafi verið að leggja málið í dóm íbúa Seltjarnarness. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst sigur fyrir bæjarbúa og fyrir íbúalýðræðið,“ segir Jónmundur og bætir við að aðferðafræði af þessu tagi geti mjög auðveldlega átt við í skipulagstengdum málum í öllum sveitarfélögum. Þór Whitehead var í forystu þeirra sem börðust gegn áformum bæjaryfirvalda. Þeir fagna nú sigri að sögn Þórs. Hann segir hópinn hafa álitið sig tala fyrir sjónarmiðum meirihluta íbúa allan tímann sem baráttan hafi staðið yfir og það hafi nú verið rækilega staðfest með kosningunni í gær. Hann segist ekki líta á þetta sem áfall fyrir bæjaryfirvöld en áfall fyrir áform um að knýja í gegn skipulag, gegn vilja meirihluta bæjarbúa. Stóra spurning núna sé hvernig unnið verði úr þessu. „Nú reynir á hvort að meirihluti bæjarstjórnar vill vinna með meirihluta fólksins eða ætlar sér með einhverjum undanbrögðum eða viðbrögðum sem ganga þvert á þessi úrslit að halda áfram,“ segir Þór.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira