Hvert stefnir Evrópa? Auðunn Arnórsson skrifar 24. júní 2005 00:01 "Þetta er ekki spurning um Evrópu frjáls markaðar annars vegar og Evrópu félagslegra gilda hins vegar; um þá sem vilja hörfa aftur til fríverzlunarsvæðis og þá sem trúa á Evrópusamrunann sem pólitískt hugsjónaverkefni.”Þetta sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í ræðu í Evrópuþinginu í Brussel á fimmtudag, en í henni lýsti hann þeim áherzlum sem hann hyggst fylgja næsta hálfa árið, er Bretar gegna formennskunni í Evrópusambandinu. Á ræðu hans var vandlega hlustað í öllum höfuðborgum ESB. Hún var öðrum þræði nýjasta útspilið í skærunum sem staðið hafa milli Blairs, Chiracs Frakklandsforseta og Schröders Þýzkalandskanzlara frá því í aðdraganda leiðtogafundarins sem svo fór fram dagana 16. og 17. júní og lyktaði með nær algeru niðurstöðuleysi. Chirac og Schröder kenna Blair um að hafa með óbilgirni valdið niðurstöðuleysinu. Að leiðtogunum skyldi ekki hafa auðnazt að ná málamiðlunarsamkomulagi um útgjaldaramma sambandsins fyrir tímabilið 2007-2013. Blair stóð nefnilega fast á því að ef minnka á “brezka afsláttinn” svonefnda – endurgreiðslur sem Bretar hafa fengið úr sameiginlegum sjóðum ESB frá því Margaret Thatcher samdi um þær fyrir tveimur áratugum - verði að stokka fjárlög sambandsins upp, einkum og sér í lagi skera landbúnaðarstyrkina niður. En þótt Chirac og Schröder væru ekki sammála Blair á hann sér nokkra bandamenn innan sambandsins sem styðja uppstokkunarkröfu hans. Önnur aðildarríki, sem eins og Bretar greiða umtalsvert meira í sameiginlega sjóði sambandsins en þau fá úr þeim, kalla á slíka uppstokkun – ekki sízt Holland og Svíþjóð. Þetta er kunnugleg átakalína innan sambandsins. Hér er jafnvel hægt að snúa stimplunum “gamla” og “nýja Evrópa” upp á þessar fylkingar. Blair og þeir sem eru honum sammála telja að ESB-fjárlögin séu í fjötrum fortíðar eins lengi og megninu af þeim er varið í landbúnaðarstyrki sem þar að auki grafa undan samkeppnishæfni og loka Evrópumarkaðnum fyrir afurðum fátækra ríkja, ekki sízt í Afríku. Þessi fylking vill verja meiru til málaflokka sem horfa til áþreifanlegri framfara, vill “framtíðarmiðuð” fjárlög. Málaflokka sem bæta samkeppnishæfni efnahagslífs gömlu álfunnar, og þar með bæta hagvöxt og atvinnusköpun. Blair gerir slíka áherzlubreytingu að skilyrði, eigi að hrófla við “brezka afslættinum”. Höfuðmótherji Blairs í þessum slag, Chirac Frakklandsforseti, lítur málið allt öðrum augum. Að hans mati eru landbúnaðarkerfið “nútímalegt” og “framtíðarmiðað”, en brezki afslátturinn sé það alls ekki. Í þessu má greina það sem kalla má glímu milli “gömlu” og “nýju” Evrópu. Glímu milli þeirra sem vilja sem minnst hrófla við því kerfi sem mótazt hefur á liðnum áratugum og hinna sem vilja gera Evrópu markaðsmiðaðri. Fyrir fyrri fylkingunni fara meginlandsveldin Frakkland og Þýzkaland. En í síðasta lagi síðan Frakkar höfnuðu stjórnarskrársáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu í lok maí er staða Chiracs veik. Hann getur að minnsta kosti gleymt þeim draumum sem hann hafði gert sér um að sækjast eftir endurkjöri í næstu forsetakosningum árið 2007. Og staða Schröders er í raun enn veikari þar sem hann er að öllum líkindum á útleið úr kanzlaraembættinu strax í haust. Blair er aftur á móti nýendurkjörinn og vill nú láta hendur standa fram úr ermum til að tryggja pólitíska arfleifð sína. Hann trúir því sannarlega að Evrópa hafi gott af vænum skammti af “Blairisma”. Hann vill nýta tækifærið, nú þegar greinileg þörf er á því að einhver vísi áttavilltu Evrópusambandinu hvert skuli stefna, og sveigja það inn á sína stefnu. Stefnu “félagslega ábyrgrar markaðshyggju”, ef svo má segja. Árás hans á gamla ESB-landbúnaðarkerfið er liður í þessari stefnu. En hvort honum sé fært að sveigja sambandið inn á stefnu sína er annað mál. Það er allsendis óvíst að horfurnar á því að það takist batni þótt stjórnar- og leiðtogaskipti verði í París og Berlín. “Ég trúi á Evrópu[samrunann] sem pólitískt hugsjónaverkefni. Ég trúi á Evrópu með sterka og umhyggjusama félagslega vídd. Ég myndi aldrei sætta mig við Evrópu sem væri ekkert meira en efnahagslegur markaður,” sagði Blair í ræðunni á fimmtudaginn og lagði áherzlu á að það væri einfaldlega rangt að láta eins og þetta tvennt væri ekki samræmanlegt, hin markaðslega og félagslega vídd Evrópusamstarfsins. Tilgangur beggja ætti að vera að styðja við hvora aðra. Í ræðunni bar Blair af sér þá ásökun, sem meðal annars hafði komið fram í máli Jean-Claudes Junckers, forsætisráðherra Lúxemborgar sem lætur af ESB-formennskunni um mánaðamótin, að eftir hinn misheppnaða leiðtogafund væri Evrópusambandið klofið í fylkingar fylgismanna fríverzlunarsvæðis annars vegar og náins pólitísks samruna hins vegar. “Þetta er ekki aðeins rangt, heldur er ætlunin [með slíkum ásökunum] að tukta þá til, sem vilja breyta Evrópu[sambandinu],” sagði Blair. Sagði hann slíkar ásakanir sprottnar úr hugsunarhætti sem hann hefði barizt gegn allan sinn pólitíska feril. “Það eru breytingar sem gera hugsjónum kleift að lifa af. Það er aðgerðaleysi gagnvart áskorunum tímans sem drepur þær,“ sagði hann. Ein kjarnasetningin í ræðu Blairs var þessi: “Ef Evrópa skyldi hrökkva í baklás efahyggju, eða ef þjóðir Evrópu myndu andspænis þessum miklu áskorunum, ákveða að draga sig inn í skel í von um að komast hjá afleiðingum hnattvæðingarinnar, ekki þora að takast á við breytingarnar í umheiminum, leita hælis í óbreyttum stefnumiðum ESB ... hættum við á skipbrot. ... Þetta er ekki tíminn til að saka þá sem vilja breytingar um að svíkja Evrópu[hugsjónina]. Þetta er tími til að viðurkenna að eingöngu með breytingum mun Evrópa endurheimta styrk sinn, vægi, hugsjónaeld og þar með stuðning fólksins.”Auðunn Arnórsson - audunn@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Í brennidepli Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
"Þetta er ekki spurning um Evrópu frjáls markaðar annars vegar og Evrópu félagslegra gilda hins vegar; um þá sem vilja hörfa aftur til fríverzlunarsvæðis og þá sem trúa á Evrópusamrunann sem pólitískt hugsjónaverkefni.”Þetta sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í ræðu í Evrópuþinginu í Brussel á fimmtudag, en í henni lýsti hann þeim áherzlum sem hann hyggst fylgja næsta hálfa árið, er Bretar gegna formennskunni í Evrópusambandinu. Á ræðu hans var vandlega hlustað í öllum höfuðborgum ESB. Hún var öðrum þræði nýjasta útspilið í skærunum sem staðið hafa milli Blairs, Chiracs Frakklandsforseta og Schröders Þýzkalandskanzlara frá því í aðdraganda leiðtogafundarins sem svo fór fram dagana 16. og 17. júní og lyktaði með nær algeru niðurstöðuleysi. Chirac og Schröder kenna Blair um að hafa með óbilgirni valdið niðurstöðuleysinu. Að leiðtogunum skyldi ekki hafa auðnazt að ná málamiðlunarsamkomulagi um útgjaldaramma sambandsins fyrir tímabilið 2007-2013. Blair stóð nefnilega fast á því að ef minnka á “brezka afsláttinn” svonefnda – endurgreiðslur sem Bretar hafa fengið úr sameiginlegum sjóðum ESB frá því Margaret Thatcher samdi um þær fyrir tveimur áratugum - verði að stokka fjárlög sambandsins upp, einkum og sér í lagi skera landbúnaðarstyrkina niður. En þótt Chirac og Schröder væru ekki sammála Blair á hann sér nokkra bandamenn innan sambandsins sem styðja uppstokkunarkröfu hans. Önnur aðildarríki, sem eins og Bretar greiða umtalsvert meira í sameiginlega sjóði sambandsins en þau fá úr þeim, kalla á slíka uppstokkun – ekki sízt Holland og Svíþjóð. Þetta er kunnugleg átakalína innan sambandsins. Hér er jafnvel hægt að snúa stimplunum “gamla” og “nýja Evrópa” upp á þessar fylkingar. Blair og þeir sem eru honum sammála telja að ESB-fjárlögin séu í fjötrum fortíðar eins lengi og megninu af þeim er varið í landbúnaðarstyrki sem þar að auki grafa undan samkeppnishæfni og loka Evrópumarkaðnum fyrir afurðum fátækra ríkja, ekki sízt í Afríku. Þessi fylking vill verja meiru til málaflokka sem horfa til áþreifanlegri framfara, vill “framtíðarmiðuð” fjárlög. Málaflokka sem bæta samkeppnishæfni efnahagslífs gömlu álfunnar, og þar með bæta hagvöxt og atvinnusköpun. Blair gerir slíka áherzlubreytingu að skilyrði, eigi að hrófla við “brezka afslættinum”. Höfuðmótherji Blairs í þessum slag, Chirac Frakklandsforseti, lítur málið allt öðrum augum. Að hans mati eru landbúnaðarkerfið “nútímalegt” og “framtíðarmiðað”, en brezki afslátturinn sé það alls ekki. Í þessu má greina það sem kalla má glímu milli “gömlu” og “nýju” Evrópu. Glímu milli þeirra sem vilja sem minnst hrófla við því kerfi sem mótazt hefur á liðnum áratugum og hinna sem vilja gera Evrópu markaðsmiðaðri. Fyrir fyrri fylkingunni fara meginlandsveldin Frakkland og Þýzkaland. En í síðasta lagi síðan Frakkar höfnuðu stjórnarskrársáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu í lok maí er staða Chiracs veik. Hann getur að minnsta kosti gleymt þeim draumum sem hann hafði gert sér um að sækjast eftir endurkjöri í næstu forsetakosningum árið 2007. Og staða Schröders er í raun enn veikari þar sem hann er að öllum líkindum á útleið úr kanzlaraembættinu strax í haust. Blair er aftur á móti nýendurkjörinn og vill nú láta hendur standa fram úr ermum til að tryggja pólitíska arfleifð sína. Hann trúir því sannarlega að Evrópa hafi gott af vænum skammti af “Blairisma”. Hann vill nýta tækifærið, nú þegar greinileg þörf er á því að einhver vísi áttavilltu Evrópusambandinu hvert skuli stefna, og sveigja það inn á sína stefnu. Stefnu “félagslega ábyrgrar markaðshyggju”, ef svo má segja. Árás hans á gamla ESB-landbúnaðarkerfið er liður í þessari stefnu. En hvort honum sé fært að sveigja sambandið inn á stefnu sína er annað mál. Það er allsendis óvíst að horfurnar á því að það takist batni þótt stjórnar- og leiðtogaskipti verði í París og Berlín. “Ég trúi á Evrópu[samrunann] sem pólitískt hugsjónaverkefni. Ég trúi á Evrópu með sterka og umhyggjusama félagslega vídd. Ég myndi aldrei sætta mig við Evrópu sem væri ekkert meira en efnahagslegur markaður,” sagði Blair í ræðunni á fimmtudaginn og lagði áherzlu á að það væri einfaldlega rangt að láta eins og þetta tvennt væri ekki samræmanlegt, hin markaðslega og félagslega vídd Evrópusamstarfsins. Tilgangur beggja ætti að vera að styðja við hvora aðra. Í ræðunni bar Blair af sér þá ásökun, sem meðal annars hafði komið fram í máli Jean-Claudes Junckers, forsætisráðherra Lúxemborgar sem lætur af ESB-formennskunni um mánaðamótin, að eftir hinn misheppnaða leiðtogafund væri Evrópusambandið klofið í fylkingar fylgismanna fríverzlunarsvæðis annars vegar og náins pólitísks samruna hins vegar. “Þetta er ekki aðeins rangt, heldur er ætlunin [með slíkum ásökunum] að tukta þá til, sem vilja breyta Evrópu[sambandinu],” sagði Blair. Sagði hann slíkar ásakanir sprottnar úr hugsunarhætti sem hann hefði barizt gegn allan sinn pólitíska feril. “Það eru breytingar sem gera hugsjónum kleift að lifa af. Það er aðgerðaleysi gagnvart áskorunum tímans sem drepur þær,“ sagði hann. Ein kjarnasetningin í ræðu Blairs var þessi: “Ef Evrópa skyldi hrökkva í baklás efahyggju, eða ef þjóðir Evrópu myndu andspænis þessum miklu áskorunum, ákveða að draga sig inn í skel í von um að komast hjá afleiðingum hnattvæðingarinnar, ekki þora að takast á við breytingarnar í umheiminum, leita hælis í óbreyttum stefnumiðum ESB ... hættum við á skipbrot. ... Þetta er ekki tíminn til að saka þá sem vilja breytingar um að svíkja Evrópu[hugsjónina]. Þetta er tími til að viðurkenna að eingöngu með breytingum mun Evrópa endurheimta styrk sinn, vægi, hugsjónaeld og þar með stuðning fólksins.”Auðunn Arnórsson - audunn@frettabladid.is
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun