San Antonio 3 - Detroit 3 22. júní 2005 00:01 Flestir voru búnir að afskrifa meistara Detroit Pistons fyrir sjötta leikinn í San Antonio í lokaúrslitum NBA í gærkvöldi, en meistararnir sýndu og sönnuðu með góðum 95-86 útisigri, af hverju þeir unnu deildina í fyrra. Það verður því hreinn úrslitaleikur milli liðanna á fimmtudagskvöldið. Pistons hafa hvað eftir annað verið komnir með bakið upp að vegg í úrslitakeppninni í ár, en þeir lentu m.a. undir í einvíginu við Indiana Pacers og Miami Heat. Það sama var uppi á teningnum í móti San Antonio, Pistons lentu undir 2-0 og 3-2, en virðast alltaf tvíeflast við mótlætið. "Ég hef verið með þetta lið í tvö ár og þeir valda mér aldrei vonbrigðum hvað varðar viljann til að vinna og traust á hver öðrum," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem nú stefnir á að hætta á toppnum með liðið á fimmtudagskvöld. Brown varð í nótt þriðji sigursælasti þjálfari NBA sögunnar þegar hann vann sinn 100. leik í úrslitakeppni á ferlinum og skaut þar með engum öðrum en Red Auerbach á bak við sig. Leikurinn í gær var hnífjafn í þremur fyrstu fjórðungunum, en í lokaleikhlutanum voru Pistons einfaldlega skrefinu á undan allan tímann og sýndu fádæma karakter að ná að sigra í húsi þar sem þeir höfðu ekki sigrað síðan það var reist. Þetta verður í fyrsta sinn í rúman áratug sem úrslitaeinvígið í NBA fer alla leið í sjö leiki og því verður væntanlega barist til síðasta blóðdropa. "Við komum alltaf á óvart. Ég veit að allir voru búnir að afskrifa okkur í kvöld og heimamenn voru búnir að kaupa kampavínið - en það verðum við sem skálum á fimmtudagskvöldið," sagði Rasheed Wallace hjá Detroit, sem hefur oft verið sannspár í úrslitakeppninni. "Ég klúðraði vörninni á lokasekúndunum í síðasta leik, svo mér fannst ég þurfa að spýta í lófana í kvöld," sagði Wallace, sem var frábær þegar mest lá við hjá Pistons. DETROITSAN ANTONIOStig9586Skot-skot reynd,%37-79 (.468)31-75 (.413)3ja stiga skot-skot reynd,%8-17 (.471)8-28 (.286)Víti-víti reynd,%13-19 (.684)16-26 (.615)Fráköst (í sókn/heildar)13-4013-43Stoðsendingar1915Tapaðir boltar511Stolnir boltar63Varin skot82Stig úr hraðaupphlaupum106Villur (tækni/ásetnings)21 (1/0)18 (0/0)Mesta forysta í leik93Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 21 stig (15 frák), Manu Ginobili 21 stig (10 frák), Tony Parker 15 stig, Brent Barry 11 stig, Robert Horry 8 stig, Bruce Bowen 6 stig, Nazr Mohammed 4 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 23 stig, Chauncey Billups 21 stig (6 frák, 6 stoðs), Rasheed Wallace 16 stig, Tayshaun Prince 13 stig (7 frák), Antonio McDyess 10 stig (8 frák), Ben Wallace 8 stig (9 frák). NBA Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Flestir voru búnir að afskrifa meistara Detroit Pistons fyrir sjötta leikinn í San Antonio í lokaúrslitum NBA í gærkvöldi, en meistararnir sýndu og sönnuðu með góðum 95-86 útisigri, af hverju þeir unnu deildina í fyrra. Það verður því hreinn úrslitaleikur milli liðanna á fimmtudagskvöldið. Pistons hafa hvað eftir annað verið komnir með bakið upp að vegg í úrslitakeppninni í ár, en þeir lentu m.a. undir í einvíginu við Indiana Pacers og Miami Heat. Það sama var uppi á teningnum í móti San Antonio, Pistons lentu undir 2-0 og 3-2, en virðast alltaf tvíeflast við mótlætið. "Ég hef verið með þetta lið í tvö ár og þeir valda mér aldrei vonbrigðum hvað varðar viljann til að vinna og traust á hver öðrum," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem nú stefnir á að hætta á toppnum með liðið á fimmtudagskvöld. Brown varð í nótt þriðji sigursælasti þjálfari NBA sögunnar þegar hann vann sinn 100. leik í úrslitakeppni á ferlinum og skaut þar með engum öðrum en Red Auerbach á bak við sig. Leikurinn í gær var hnífjafn í þremur fyrstu fjórðungunum, en í lokaleikhlutanum voru Pistons einfaldlega skrefinu á undan allan tímann og sýndu fádæma karakter að ná að sigra í húsi þar sem þeir höfðu ekki sigrað síðan það var reist. Þetta verður í fyrsta sinn í rúman áratug sem úrslitaeinvígið í NBA fer alla leið í sjö leiki og því verður væntanlega barist til síðasta blóðdropa. "Við komum alltaf á óvart. Ég veit að allir voru búnir að afskrifa okkur í kvöld og heimamenn voru búnir að kaupa kampavínið - en það verðum við sem skálum á fimmtudagskvöldið," sagði Rasheed Wallace hjá Detroit, sem hefur oft verið sannspár í úrslitakeppninni. "Ég klúðraði vörninni á lokasekúndunum í síðasta leik, svo mér fannst ég þurfa að spýta í lófana í kvöld," sagði Wallace, sem var frábær þegar mest lá við hjá Pistons. DETROITSAN ANTONIOStig9586Skot-skot reynd,%37-79 (.468)31-75 (.413)3ja stiga skot-skot reynd,%8-17 (.471)8-28 (.286)Víti-víti reynd,%13-19 (.684)16-26 (.615)Fráköst (í sókn/heildar)13-4013-43Stoðsendingar1915Tapaðir boltar511Stolnir boltar63Varin skot82Stig úr hraðaupphlaupum106Villur (tækni/ásetnings)21 (1/0)18 (0/0)Mesta forysta í leik93Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 21 stig (15 frák), Manu Ginobili 21 stig (10 frák), Tony Parker 15 stig, Brent Barry 11 stig, Robert Horry 8 stig, Bruce Bowen 6 stig, Nazr Mohammed 4 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 23 stig, Chauncey Billups 21 stig (6 frák, 6 stoðs), Rasheed Wallace 16 stig, Tayshaun Prince 13 stig (7 frák), Antonio McDyess 10 stig (8 frák), Ben Wallace 8 stig (9 frák).
NBA Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira