Fótbolti

Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópu­keppni fé­lags­liða

Árni Jóhannsson skrifar
Oliver Glasner með Samfélagsskjöldinn á lofti. Hann myndi ekki vilja skipta á honum og sæti í Evrópukeppni félagsliða.
Oliver Glasner með Samfélagsskjöldinn á lofti. Hann myndi ekki vilja skipta á honum og sæti í Evrópukeppni félagsliða. Paul Harding - The FA/Getty

Crystal Palace, sem unnu Samfélagsskjöldinn fyrr í dag, komast að því á morgun hvort þeir spili í Europa League eða Sambandsdeildinni. Þjálfari liðsins myndi ekki skipta á skildinum fyrir sætið í efri keppninni.

Crystal Palace vann sér inn keppnisrétt í Evrópukeppni félagsliða (Europa League) með því að vinna enska bikarinn á síðustu leiktíð. Þeim var hinsvegar refsað fyrir það að eigandi liðsins, John Textor, á hlut í franska liðinu Lyon sem einnig komst í Evrópukeppni félagsliða. Crystal Palace var sent niður í Sambandsdeildina vegna þessa og Nottinham Forest taka sæti í þeirra stað í Evrópukeppni félagsliða.

Crystal Palace sætti sig alls ekki við þetta og kærðu ákvörðunina til Íþróttadómstólsins í Sviss. Dómstóllinn mun taka ákvörðun á morgun en þjálfari Crystal Palace var spurður að því eftir sigurinn í Samfélagsskildinum hvort hann myndi skipta á sigrinum í dag og sæti í réttri keppni.

„Nei, leikmenn mínir létu þessi læti sem eru utan vallar ekki hafa áhrif á sig. Á morgun þá höfum við engin áhrif og við getum ekki verið að hugsa um þetta.“

Dean Henderson lagði einnig orð í belg varðandi stöðuna og mögulega útkomu.

„Við unnum FA bikarinn og eigum að vera réttilega í Evrópukeppni félagsliða. Af fótboltalegum ástæðum eigum við að vera í Evrópukeppni félagsliða. Hlutir sem unnir eru á vellinum eiga að standa og ég hugsa að allir fótbolta aðdáendur hljóti að vera sammála því. Við verðum að sjá hvernig þetta fer á morgun. Ef þetta verður tekið af okkur þá er það ekki rétt fyrir fótboltann en ég held að þeir hljóti að sjá þetta og dæma okkur í vil.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×