Skerjafjarðarbraut þótti óhagkvæm 8. júní 2005 00:01 Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu höfnuðu tengingu miðborgar Reykjavíkur og Álftaness með Skerjafjarðarbraut fyrir þremur árum þar sem hún var talin óhagkvæm. Menn hafa áður litið til Álftaness við lausn á skipulagsmálum Reykjavíkur. Ekki eru nema tveir kílómetrar úr Vatnsmýrinni yfir á Bessastaðanes sem er enn óbyggt og hefur verið nefnt sem mögulegt flugvallarstæði. Reyndar var lengi vel bannað að byggja á Álftanesi, þar sem byggðin er nú, þar sem svæðið var frátekið undir millilandaflugvöll allt til ársins 1973. Að sögn Gunnars Vals Gíslasonar, bæjarstjóra Álftaness, segir sagan að eftir það hafi byggðin þróast þannig að þáverandi íbúar nessins hafi einfaldlega byggt ofan í gömlu flugvallarstæðin svo hugmyndin kæmi ekki upp. Hann furðar sig því á því að Reykvíkingar nálgist nú Álftanes á þennan hátt. Í borgarstjórn Reykjavíkur í gær kynnti Stefán Jón Hafstein tillögu um vegtengingu yfir Skerjafjörð en hann vill að Vatnsmýrin og Álftanes verði þróuð saman í einni skipulagsheild. Hugmynd um Skerjafjarðarbrú kom reyndar einnig fram í skipulagssamkeppni fyrir þrettán árum en höfundar hennar lögðu jafnframt til að Stjórnarráð Íslands yrði byggt upp á Bessastaðanesi. Bæjarstjóri Álftaness bendir hins vegar á að við gerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðis fyrir þremur árum hafi Skerjafjarðarbraut verið hafnað. Þá hafi niðurstaðan verið sú að brautin yrði ekki hagkvæm fyrr en hún væri komin upp undir Kársnes í Kópavogi og suður undir Engidal í Hafnarfirði. Hugmyndir hafa verið nefndar um sameiningu Álftaness við Reykjavík en bæjarstjórinn segir það skýran vilja íbúanna að vera áfram í sjálfstæðu sveitarfélagi. Þeir kæri sig heldur ekki um stórfellda byggð. Núverandi stefna er að byggðin skuli vera dreifð og fólki líða vel í sveitamenningu að sögn Gunnars bæjarstjóra. Hann segist þó ekki vita hvort sú stefna sé til eilífðar. Hann telur raunar meinbugi á mikilli aukningu byggðar, einkum með hliðsjón af því að nesið sé láglent, hæsti punktur aðeins um 7-8 metra yfir sjó, og spáð er hækkun sjávar á næstu hundrað árum Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu höfnuðu tengingu miðborgar Reykjavíkur og Álftaness með Skerjafjarðarbraut fyrir þremur árum þar sem hún var talin óhagkvæm. Menn hafa áður litið til Álftaness við lausn á skipulagsmálum Reykjavíkur. Ekki eru nema tveir kílómetrar úr Vatnsmýrinni yfir á Bessastaðanes sem er enn óbyggt og hefur verið nefnt sem mögulegt flugvallarstæði. Reyndar var lengi vel bannað að byggja á Álftanesi, þar sem byggðin er nú, þar sem svæðið var frátekið undir millilandaflugvöll allt til ársins 1973. Að sögn Gunnars Vals Gíslasonar, bæjarstjóra Álftaness, segir sagan að eftir það hafi byggðin þróast þannig að þáverandi íbúar nessins hafi einfaldlega byggt ofan í gömlu flugvallarstæðin svo hugmyndin kæmi ekki upp. Hann furðar sig því á því að Reykvíkingar nálgist nú Álftanes á þennan hátt. Í borgarstjórn Reykjavíkur í gær kynnti Stefán Jón Hafstein tillögu um vegtengingu yfir Skerjafjörð en hann vill að Vatnsmýrin og Álftanes verði þróuð saman í einni skipulagsheild. Hugmynd um Skerjafjarðarbrú kom reyndar einnig fram í skipulagssamkeppni fyrir þrettán árum en höfundar hennar lögðu jafnframt til að Stjórnarráð Íslands yrði byggt upp á Bessastaðanesi. Bæjarstjóri Álftaness bendir hins vegar á að við gerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðis fyrir þremur árum hafi Skerjafjarðarbraut verið hafnað. Þá hafi niðurstaðan verið sú að brautin yrði ekki hagkvæm fyrr en hún væri komin upp undir Kársnes í Kópavogi og suður undir Engidal í Hafnarfirði. Hugmyndir hafa verið nefndar um sameiningu Álftaness við Reykjavík en bæjarstjórinn segir það skýran vilja íbúanna að vera áfram í sjálfstæðu sveitarfélagi. Þeir kæri sig heldur ekki um stórfellda byggð. Núverandi stefna er að byggðin skuli vera dreifð og fólki líða vel í sveitamenningu að sögn Gunnars bæjarstjóra. Hann segist þó ekki vita hvort sú stefna sé til eilífðar. Hann telur raunar meinbugi á mikilli aukningu byggðar, einkum með hliðsjón af því að nesið sé láglent, hæsti punktur aðeins um 7-8 metra yfir sjó, og spáð er hækkun sjávar á næstu hundrað árum
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira