Ríkisstjórn leysi byggðavanda 2. júní 2005 00:01 Hátt í 140 manns hefur verið sagt upp eða verður sagt upp á næstunni hjá fjórum fyrirtækjum á landsbyggðinni. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, telur ríkisstjórnina þurfa að finna lausnir til að viðhalda byggð í landi. Bílddælingur á Bíldudal hefur sagt upp öllu sínu starfsfólki, um 50 talsins. Skinney Þinganes hefur tilkynnt lokun frystihússins á Reyðarfirði en þar hafa starfað hátt í 20 manns. 32 hefur verið sagt upp hjá Samherja á Stöðvarfirði og Skinnaiðnaður á Akureyri ætlar að segja upp um 40 manns frá og með næstu mánaðarmótum. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ástandið dapurlegt en bendir á að þetta sé ekki bara þróunin hér á landi. En hver er ástæðan fyrir þessum breytingum? Skúli segir að bæði á Íslandi og annars staðar í Evrópu séu fyrirtæki að stækka. Á Íslandi séu fiskvinnslufyrirtækin að stækka og þeim að fækka og það bitni á minni stoðum. Samkeppnin leiði til þess að sumir staðir verði undir en aðrir stækki og þar verði til fleiri störf. Skúli segir gott dæmi um breytingar vera á Austfjörðum. Hann bendir á að Norðfjörður, Reyðarfjörður og Egilsstaðir sé öflugur byggðarkjarni og fari vaxandi. Nú sé hins vegar ekki lengur að mestu um fisk að ræða eins og áður hefur verið. Þjóðfélagsbreytingarnar séu einfaldlega mjög örar. Einhæfari störfin flytjist annað og fataiðnaðurinn sé til að mynda nánast horfinn úr Evrópu austur til Asíu og þangað hafi skóiðnaðurinn líka farið. Þetta sé sá veruleiki sem við blasi. Skúli segir að auðvitað þurfi menn að hafa áhyggjur af málunum. Ekki sé hægt að sitja hjá aðgerðalaus því eitthvað þurfi að koma í staðinn. Skúli segir þó aðra möguleika vera til staðar, til dæmis sé landið orkuríkt. Hann telur möguleika í aukinni menntun og sérhæfingu í matvælaiðnaði eins og fiski. En er þetta þá kannski ekkert til að hafa áhyggjur af? Skúli segir alltaf dapurlegt þegar fólk missi störfin sín og við því verði að bregðast í þjóðfélaginu. Það sé Starfsgreinasambandsins að taka þátt í umræðum um það en það hafi engar einfaldar lausnir í þeim efnum. Það sé ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að halda byggð í landinu með einhverjum aðgerðum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Hátt í 140 manns hefur verið sagt upp eða verður sagt upp á næstunni hjá fjórum fyrirtækjum á landsbyggðinni. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, telur ríkisstjórnina þurfa að finna lausnir til að viðhalda byggð í landi. Bílddælingur á Bíldudal hefur sagt upp öllu sínu starfsfólki, um 50 talsins. Skinney Þinganes hefur tilkynnt lokun frystihússins á Reyðarfirði en þar hafa starfað hátt í 20 manns. 32 hefur verið sagt upp hjá Samherja á Stöðvarfirði og Skinnaiðnaður á Akureyri ætlar að segja upp um 40 manns frá og með næstu mánaðarmótum. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ástandið dapurlegt en bendir á að þetta sé ekki bara þróunin hér á landi. En hver er ástæðan fyrir þessum breytingum? Skúli segir að bæði á Íslandi og annars staðar í Evrópu séu fyrirtæki að stækka. Á Íslandi séu fiskvinnslufyrirtækin að stækka og þeim að fækka og það bitni á minni stoðum. Samkeppnin leiði til þess að sumir staðir verði undir en aðrir stækki og þar verði til fleiri störf. Skúli segir gott dæmi um breytingar vera á Austfjörðum. Hann bendir á að Norðfjörður, Reyðarfjörður og Egilsstaðir sé öflugur byggðarkjarni og fari vaxandi. Nú sé hins vegar ekki lengur að mestu um fisk að ræða eins og áður hefur verið. Þjóðfélagsbreytingarnar séu einfaldlega mjög örar. Einhæfari störfin flytjist annað og fataiðnaðurinn sé til að mynda nánast horfinn úr Evrópu austur til Asíu og þangað hafi skóiðnaðurinn líka farið. Þetta sé sá veruleiki sem við blasi. Skúli segir að auðvitað þurfi menn að hafa áhyggjur af málunum. Ekki sé hægt að sitja hjá aðgerðalaus því eitthvað þurfi að koma í staðinn. Skúli segir þó aðra möguleika vera til staðar, til dæmis sé landið orkuríkt. Hann telur möguleika í aukinni menntun og sérhæfingu í matvælaiðnaði eins og fiski. En er þetta þá kannski ekkert til að hafa áhyggjur af? Skúli segir alltaf dapurlegt þegar fólk missi störfin sín og við því verði að bregðast í þjóðfélaginu. Það sé Starfsgreinasambandsins að taka þátt í umræðum um það en það hafi engar einfaldar lausnir í þeim efnum. Það sé ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að halda byggð í landinu með einhverjum aðgerðum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira