Þörf á varanlegri lausn 10. maí 2005 00:01 Hjúkrunarfræðingur sem starfaði á geðdeild Landspítalans telur samfélaginu stafa hætta af sjúku fólki sem útskrifað hefur verið af geðdeild. Lögreglan í Reykjavík segir úrbóta þörf því oft lendi lögreglumenn í hættu í samskiptum við veikt fólk sem þurfi varanlegri lausn á sínum vanda en vist í fangaklefa. Hjúkrunarfræðingurinn sem starfaði á geðdeild Landspítalans segir að sjúklingarnir sem voru mest veikir, þ.e. þeir hættulegu, hafi að hennar mati, ekki fengið þá meðferð sem þeir þarfnist. Starfsfólkið hafi óttast þá á meðan þeir voru á deildinni. Hjúkrunarfræðingurinn hætti störfum á geðdeildinni vegna óánægju með úrræðaleysi kerfisins. Hún segir það einungis tímaspursmál hvenær þessir bráðveiku og hættulegu einstaklingar valdi stórkostlegum skaða. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lögreglan hafi oft afskipti af einstaklingum sem séu veikir á geði. Yfirleitt sé farið með þá á geðdeild Landspítalans en ekki sé alltaf tekið við þeim. Karl segir að mismunandi skoðanir séu á því innan kerfisins hvað teljist hættulegir einstaklingar. Aðalatriðið sé að finna lausn. Einungis þurfi að horfa til atburða undanfarið til að sjá hve málið er alvarlegt. Þeir sem koma að umönnun geðsjúkra segja að um tuttugu manns sem telja megi hættulegt fái ekki viðeigandi meðferð og gangi því lausir. Karl Steinar segir að lögreglan hafi afskipti af sömu einstaklingum aftur og aftur þannig að út frá sjónarhóli lögreglunnar virðist þurfa ansi mikið til til þess að það sé fundin varanleg lausn þeim vanda sem einstaklingar glíma við. Aðspurður hvort lögreglumenn hafi lent í aðstæðum sem séu beinlínis hættulegar þegar þeir hafi nálgast geðsjúka menn segir Karl Steinar að það hafi þeir gert, ekki sé hægt að leyna því. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur sem starfaði á geðdeild Landspítalans telur samfélaginu stafa hætta af sjúku fólki sem útskrifað hefur verið af geðdeild. Lögreglan í Reykjavík segir úrbóta þörf því oft lendi lögreglumenn í hættu í samskiptum við veikt fólk sem þurfi varanlegri lausn á sínum vanda en vist í fangaklefa. Hjúkrunarfræðingurinn sem starfaði á geðdeild Landspítalans segir að sjúklingarnir sem voru mest veikir, þ.e. þeir hættulegu, hafi að hennar mati, ekki fengið þá meðferð sem þeir þarfnist. Starfsfólkið hafi óttast þá á meðan þeir voru á deildinni. Hjúkrunarfræðingurinn hætti störfum á geðdeildinni vegna óánægju með úrræðaleysi kerfisins. Hún segir það einungis tímaspursmál hvenær þessir bráðveiku og hættulegu einstaklingar valdi stórkostlegum skaða. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lögreglan hafi oft afskipti af einstaklingum sem séu veikir á geði. Yfirleitt sé farið með þá á geðdeild Landspítalans en ekki sé alltaf tekið við þeim. Karl segir að mismunandi skoðanir séu á því innan kerfisins hvað teljist hættulegir einstaklingar. Aðalatriðið sé að finna lausn. Einungis þurfi að horfa til atburða undanfarið til að sjá hve málið er alvarlegt. Þeir sem koma að umönnun geðsjúkra segja að um tuttugu manns sem telja megi hættulegt fái ekki viðeigandi meðferð og gangi því lausir. Karl Steinar segir að lögreglan hafi afskipti af sömu einstaklingum aftur og aftur þannig að út frá sjónarhóli lögreglunnar virðist þurfa ansi mikið til til þess að það sé fundin varanleg lausn þeim vanda sem einstaklingar glíma við. Aðspurður hvort lögreglumenn hafi lent í aðstæðum sem séu beinlínis hættulegar þegar þeir hafi nálgast geðsjúka menn segir Karl Steinar að það hafi þeir gert, ekki sé hægt að leyna því.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira