Börnin stimpluð sem lyfjafíklar 7. maí 2005 00:01 Þingmenn fá ákúrur frá foreldri barns sem gefið er rítalín vegna hegðunarvanda. Faðir stúlku, sem átt hefur við mikla ofvirkni að stríða frá sjö ára aldri, segir umræður um lyfjanotkun barna í þingsölum stimpla fólk í hans stöðu og börn þeirra sem lyfjafíkla og sníkjudýr í þjóðfélaginu. Þingmenn voru slegnir á Alþingi í gær vegna upplýsinga um heimsmet íslenskra barna í notkun rítalíns sem gefið er við hegðunarröskun. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hvort ekki væri hægt að leita annarra leiða en að setja þjóðina nánast alla á geðdeyfðarlyf og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði meðal annars að foreldrar og kennarar barna með hegðunar- og geðraskanir hafi haft samband við sig og undrast hversu lítið þyrfti til að börn væru sett á sterk geðlyf. En fleiri hafa sett sig í samband við þingmenn vegna þessa, líkt og faðir ofvirkrar stúlku sem stríðir auk þess við lesblindu og athyglisbrest. Í bréfi til þingmanna varar hann við að umræðan stimpli alla foreldra sem eru með börn á slíkum lyfjum sem tóma aumingja sem nenni ekki að ala upp börnin sín. Hann segir að umræður þingmanna hafi verið óvarlega fram settar og af hugsunarleysi, án tillits til notenda þessara efna. Bendir hann á að þessi börn horfi á sjónvarp og hlusti á útvarp. Umræðan eins og hún hafi verið stimpli alla foreldra og börn þeirra sem lyfjafíkla og sníkjudýr. Þá ítrekar hann að lyfjagjöf til barna sé flestum foreldrum, ef ekki öllum, neyðarúrræði. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Þingmenn fá ákúrur frá foreldri barns sem gefið er rítalín vegna hegðunarvanda. Faðir stúlku, sem átt hefur við mikla ofvirkni að stríða frá sjö ára aldri, segir umræður um lyfjanotkun barna í þingsölum stimpla fólk í hans stöðu og börn þeirra sem lyfjafíkla og sníkjudýr í þjóðfélaginu. Þingmenn voru slegnir á Alþingi í gær vegna upplýsinga um heimsmet íslenskra barna í notkun rítalíns sem gefið er við hegðunarröskun. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hvort ekki væri hægt að leita annarra leiða en að setja þjóðina nánast alla á geðdeyfðarlyf og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði meðal annars að foreldrar og kennarar barna með hegðunar- og geðraskanir hafi haft samband við sig og undrast hversu lítið þyrfti til að börn væru sett á sterk geðlyf. En fleiri hafa sett sig í samband við þingmenn vegna þessa, líkt og faðir ofvirkrar stúlku sem stríðir auk þess við lesblindu og athyglisbrest. Í bréfi til þingmanna varar hann við að umræðan stimpli alla foreldra sem eru með börn á slíkum lyfjum sem tóma aumingja sem nenni ekki að ala upp börnin sín. Hann segir að umræður þingmanna hafi verið óvarlega fram settar og af hugsunarleysi, án tillits til notenda þessara efna. Bendir hann á að þessi börn horfi á sjónvarp og hlusti á útvarp. Umræðan eins og hún hafi verið stimpli alla foreldra og börn þeirra sem lyfjafíkla og sníkjudýr. Þá ítrekar hann að lyfjagjöf til barna sé flestum foreldrum, ef ekki öllum, neyðarúrræði.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira