Áfall fyrir Blair 6. maí 2005 00:01 Úrslit þingkosninganna í nótt eru nokkuð áfall fyrir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem það gerist að breski Verkamannaflokkurinn vinnur þrjár kosningar í röð en flokkurinn tapaði engu að síður miklu fylgi og mörgum þingmönnum. Þetta er ekki alveg sú afmælisgjöf sem Tony Blair hafði óskað sér frá bresku þjóðinni í dag, á fimmtugasta og öðrum afmælisdegi sínum. Fólk var varla vaknað í Bretlandi í morgun þegar samflokksmenn Blairs byrjuðu að koma fram í sjónvarpi og krefjast þess, í ljósi úrslitanna, að hann hætti sem forsætisráðherra og Gordon Brown fjármálaráðherra taki við stjórnartaumunum. Flokkurinn hlaut 36% atkvæða, sex prósentum minna en síðast og aðeins þremur prósentum meira en Íhaldsflokkurinn sem fékk 33% atkvæða og stendur í stað frá síðustu kosningum. Frjálslyndir demókratar bættu hins vegar við sig fjórum prósentum og fengu atkvæði tuttugu og þriggja prósenta Breta. Vegna breska kosningakerfisins, einmenningskjördæmanna, þá fá flokkarnir ekki þingmenn í samræmi við prósentuhlutfall sitt á landsvísu. Af því leiðir að Verkamannaflokkurinn er með mun fleiri þingmenn en Íhaldsflokkurinn og heldur um 64 sæta meirihluta. Í sögulegu samhengi eru úrslitin bara nokkuð góðar fréttir fyrir Verkamannaflokkinn sem aldrei áður hefur farið með völdin í Bretlandi þrjú kjörtímabil í röð. Hins vegar er þessi litli meirihluti áfall. Flokkurinn var með 161 sæta meirihluta síðasta kjörtímabil og var í aðdraganda kosninganna spáð um hundrað sæta meirihluta. 64 sæta meirihluti er á mörkum þess að vera ásættanlegur fyrir flokkinn sem að jafnaði þarf að glíma við um fimmtíu þingmenn innan eigin raða sem ekki kjósa eftir flokkslínunni. Þetta þýðir að Blair mun eiga erfitt með að koma stefnumálum sínum í gegnum breska þingið. Þetta þýðir einnig að þess verður ekki lengi að bíða að Blair standi upp úr forsætisráðherrastólnum og víki fyrir Gordon Brown. Hefði kosningasigur Blairs orðið meira afgerandi hefði honum verið stætt á því að sitja, jafnvel út þetta kjörtímabil. En vegna þessara úrslita, þó söguleg séu, þá eru pólitískir dagar Tony Blairs brátt taldir. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Úrslit þingkosninganna í nótt eru nokkuð áfall fyrir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem það gerist að breski Verkamannaflokkurinn vinnur þrjár kosningar í röð en flokkurinn tapaði engu að síður miklu fylgi og mörgum þingmönnum. Þetta er ekki alveg sú afmælisgjöf sem Tony Blair hafði óskað sér frá bresku þjóðinni í dag, á fimmtugasta og öðrum afmælisdegi sínum. Fólk var varla vaknað í Bretlandi í morgun þegar samflokksmenn Blairs byrjuðu að koma fram í sjónvarpi og krefjast þess, í ljósi úrslitanna, að hann hætti sem forsætisráðherra og Gordon Brown fjármálaráðherra taki við stjórnartaumunum. Flokkurinn hlaut 36% atkvæða, sex prósentum minna en síðast og aðeins þremur prósentum meira en Íhaldsflokkurinn sem fékk 33% atkvæða og stendur í stað frá síðustu kosningum. Frjálslyndir demókratar bættu hins vegar við sig fjórum prósentum og fengu atkvæði tuttugu og þriggja prósenta Breta. Vegna breska kosningakerfisins, einmenningskjördæmanna, þá fá flokkarnir ekki þingmenn í samræmi við prósentuhlutfall sitt á landsvísu. Af því leiðir að Verkamannaflokkurinn er með mun fleiri þingmenn en Íhaldsflokkurinn og heldur um 64 sæta meirihluta. Í sögulegu samhengi eru úrslitin bara nokkuð góðar fréttir fyrir Verkamannaflokkinn sem aldrei áður hefur farið með völdin í Bretlandi þrjú kjörtímabil í röð. Hins vegar er þessi litli meirihluti áfall. Flokkurinn var með 161 sæta meirihluta síðasta kjörtímabil og var í aðdraganda kosninganna spáð um hundrað sæta meirihluta. 64 sæta meirihluti er á mörkum þess að vera ásættanlegur fyrir flokkinn sem að jafnaði þarf að glíma við um fimmtíu þingmenn innan eigin raða sem ekki kjósa eftir flokkslínunni. Þetta þýðir að Blair mun eiga erfitt með að koma stefnumálum sínum í gegnum breska þingið. Þetta þýðir einnig að þess verður ekki lengi að bíða að Blair standi upp úr forsætisráðherrastólnum og víki fyrir Gordon Brown. Hefði kosningasigur Blairs orðið meira afgerandi hefði honum verið stætt á því að sitja, jafnvel út þetta kjörtímabil. En vegna þessara úrslita, þó söguleg séu, þá eru pólitískir dagar Tony Blairs brátt taldir.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira