Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2025 14:03 Títan er tungl Satúrnusar og það næst stærsta í sólkerfinu. Til stendur að senda kjarnorkuknúinn dróna af stað til tunglsins á næstu árum til að leita ummerkja lífs. AP/NASA og JPL Vísindamenn hafa í þó nokkur ár talið að undir yfirborði Títans, tungls Satúrnusar, megi finna umfangsmikið haf. Vonir hafa verið bundnar við að mögulega mætti finna líf í þessu hafi sem ætti að hafa verið varið af yfirborði tunglsins gegn hættulegum geislum í geimnum. Ný rannsókn sem leidd var af vísindamönnum Jet Propulsion Laboratory hjá NASA, bendir til þess að þessi gamla ályktun gæti verið röng. Í stað hafs megi finna lítið annað en lög af ís, vatni og krapa undir yfirborðinu, ekki ólíkt því sem finnst í sjónum á nærri pólum jarðarinnar. Títan er eitt af 274 tunglum Satúrnusar og næststærsta tungl sólkerfisins, á eftir Ganýmedes sem er á braut um Júpíter, en finna má fljótandi metan á yfirborði þess. Rannsóknin byggir á gömlum myndum frá geimfarinu Cassini sem flaug á árum áður kringum Satúrnus og ítreka vísindamennirnir sem framkvæmdu rannsóknina að þó engin ummerki lífs hafi fundist, gætu örverur fundist í því vatni sem finna má á Títan. Árið 2008 gáfu gögn úr Cassini til kynna að undir yfirborði tunglsins mætti finna neðanjarðarhaf úr vatni og ammoníaki. Til stendur að senda kjarnorkuknúinn dróna af stað til Títans, í fyrsta lagi árið 2028 en ferðalagið sjálft myndi síðan taka sex ár. Dragonfly er kjarnorkuknúinn þyrludróni sem verður á stærð við lítinn bíl og á hann að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs á Títan. Ekki er hægt að reiða á sólarorku á Títan, vegna þykktar andrúmsloftsins og þarf dróninn því að vera kjarnorkuknúinn. Byggðu niðurstöður á afmyndun Títans Niðurstöður nýju rannsóknarinnar byggja á þeim mikla þyngdarkrafti sem Títan verður fyrir frá Satúrnus. Sama hlið Títans snýr alltaf að Satúrnus, eins og á við okkar eigið tungl, en vegna þessa mikla þyngdarkrafts frá Satúrnus teygist á tunglinu. Þegar mest er nær þessi afmyndun tíu metrum. Með því að greina þessa afmyndun á Títan og tímasetningar hennar í tengslum við hvenær tunglið verður fyrir mestum áhrifum frá Satúrnus, fengu vísindamennirnir þá niðurstöðu að ekki megi finna neðanjarðarhaf á Títan. Ef hafið væri þarna ætti enginn tímamunur að vera á því þegar Títan verður fyrir mestum áhrifum af þyngdarkröftum Satúrnusar og afmynduninni. Vísindamennirnir komust hins vegar að því að fimmtán klukkustunda tímamismunur var á þessu. Tölvulíkön gefa til kynna að áðurnefnd lög af ís, vatni og krapa nái á rúmlega 550 kílómetra dýpi. Að ysta íslagið sé um 170 kílómetrar að þykkt, áður en krapinn tekur við. Neðst er svo vatn sem gæti verið allt að tuttugu gráðu heitt, samkvæmt þessum líkönum. AP fréttaveitan hefur eftir Flavio Petricca, sem leiddi rannsóknina, að mögulegt sé að ísinn á Títan hafi verið frosinn og sé nú að þiðna, eða öfugt. Ekki sannfærður Fréttaveitan hefur þó einnig eftir Luciano Iess, sem leiddi rannsóknina úr upprunalegu gögnum Cassini, að honum þyki nýja rannsóknin ekki nægilega sannfærandi. Hún sé sannarlega áhugaverð en dugi ekki til svo hægt sé að segja almennilega til um að ekki megi finna haf undir yfirborðinu. Vísindamenn telja einnig að finna megi neðanjarðarhöf undir yfirborði Evrópu, tungls Júpíters, og Enkeladusar, annars tungls Satúrnusar. Geimurinn Satúrnus Vísindi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Ný rannsókn sem leidd var af vísindamönnum Jet Propulsion Laboratory hjá NASA, bendir til þess að þessi gamla ályktun gæti verið röng. Í stað hafs megi finna lítið annað en lög af ís, vatni og krapa undir yfirborðinu, ekki ólíkt því sem finnst í sjónum á nærri pólum jarðarinnar. Títan er eitt af 274 tunglum Satúrnusar og næststærsta tungl sólkerfisins, á eftir Ganýmedes sem er á braut um Júpíter, en finna má fljótandi metan á yfirborði þess. Rannsóknin byggir á gömlum myndum frá geimfarinu Cassini sem flaug á árum áður kringum Satúrnus og ítreka vísindamennirnir sem framkvæmdu rannsóknina að þó engin ummerki lífs hafi fundist, gætu örverur fundist í því vatni sem finna má á Títan. Árið 2008 gáfu gögn úr Cassini til kynna að undir yfirborði tunglsins mætti finna neðanjarðarhaf úr vatni og ammoníaki. Til stendur að senda kjarnorkuknúinn dróna af stað til Títans, í fyrsta lagi árið 2028 en ferðalagið sjálft myndi síðan taka sex ár. Dragonfly er kjarnorkuknúinn þyrludróni sem verður á stærð við lítinn bíl og á hann að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs á Títan. Ekki er hægt að reiða á sólarorku á Títan, vegna þykktar andrúmsloftsins og þarf dróninn því að vera kjarnorkuknúinn. Byggðu niðurstöður á afmyndun Títans Niðurstöður nýju rannsóknarinnar byggja á þeim mikla þyngdarkrafti sem Títan verður fyrir frá Satúrnus. Sama hlið Títans snýr alltaf að Satúrnus, eins og á við okkar eigið tungl, en vegna þessa mikla þyngdarkrafts frá Satúrnus teygist á tunglinu. Þegar mest er nær þessi afmyndun tíu metrum. Með því að greina þessa afmyndun á Títan og tímasetningar hennar í tengslum við hvenær tunglið verður fyrir mestum áhrifum frá Satúrnus, fengu vísindamennirnir þá niðurstöðu að ekki megi finna neðanjarðarhaf á Títan. Ef hafið væri þarna ætti enginn tímamunur að vera á því þegar Títan verður fyrir mestum áhrifum af þyngdarkröftum Satúrnusar og afmynduninni. Vísindamennirnir komust hins vegar að því að fimmtán klukkustunda tímamismunur var á þessu. Tölvulíkön gefa til kynna að áðurnefnd lög af ís, vatni og krapa nái á rúmlega 550 kílómetra dýpi. Að ysta íslagið sé um 170 kílómetrar að þykkt, áður en krapinn tekur við. Neðst er svo vatn sem gæti verið allt að tuttugu gráðu heitt, samkvæmt þessum líkönum. AP fréttaveitan hefur eftir Flavio Petricca, sem leiddi rannsóknina, að mögulegt sé að ísinn á Títan hafi verið frosinn og sé nú að þiðna, eða öfugt. Ekki sannfærður Fréttaveitan hefur þó einnig eftir Luciano Iess, sem leiddi rannsóknina úr upprunalegu gögnum Cassini, að honum þyki nýja rannsóknin ekki nægilega sannfærandi. Hún sé sannarlega áhugaverð en dugi ekki til svo hægt sé að segja almennilega til um að ekki megi finna haf undir yfirborðinu. Vísindamenn telja einnig að finna megi neðanjarðarhöf undir yfirborði Evrópu, tungls Júpíters, og Enkeladusar, annars tungls Satúrnusar.
Geimurinn Satúrnus Vísindi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira