Eftirlaunalögum ekki breytt í vor 26. apríl 2005 00:01 Engar breytingar verða gerðar á eftirlaunalögum æðstu embættismanna á þessu þingi. Vart verður hægt að afnema rétt fyrrverandi ráðherra til að þiggja eftirlaun ofan á laun í opinberu starfi og langan aðlögunartíma þarf ef takmarka á rétt þeirra sem eftir koma, segir forsætisráðherra, og vísar í nýtt lögfræðiálit. Formenn stjórnarflokkanna ræddu þetta mál í morgun. Formenn stjórnarflokkanna áttu langan fund að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem eftirlaunalögin komu meðal annars til umræðu. Davíð Oddsson hafði lýst því yfir að hann teldi ekki ástæðu til að breyta lögunum en unnið hafði verið að því um hríð í forsætisráðuneytinu að kanna lagalegan grundvöll slíkra breytinga. Davíð Oddsson sagði aftur í morgun að ekki þyrfti að breyta nýju eftirlaunalögunum, ákvæði sem gæfi mönnum kost á að þiggja full laun ásamt eftirlaunum hefði verið í lögum miklu lengur. Hann sagði þó aðspurður hvort til greina kæmi að breyta lögunum að öllum lögum mætti breyta. Aðspurður hvort ágreiningur væri á milli hans og Halldórs neitaði Davíð því. Halldór Ágrímsson forsætisráðherra sendi forsætisnefnd Alþingis nýtt lögræðiálit í dag þar sem kemur fram að varla sé stætt á því að afnema þennan rétt hjá þeim fyrrverandi ráðherrum sem nú þegar þiggja eftirlaun jafnhliða launum fyrir starf forstjóra eða forstöðumanns hjá opinberum stofnunum. Halldór segir að í álitinu komi fram að vart sé hægt að hreyfa við virkum réttindum, þ.e. réttindum þeirra sem þegar hafi hafið töku lífeyris, og það verði jafnframt að gefa sanngjarnan aðlögunartíma, allt að tvö ár. Halldór segist telja eðlilegt að flokkarnir fái málið til athugunar þannig að hann sjái ekki að brýnt sé að afgreiða málið næstu daga því það yrði hvort eð er ekki hreyft við virkum réttindum. Menn hafi því sumarið til að fara yfir málið. Halldór segir að þar sem frumvarpið hafi verið lagt fram með samkomulagi allra flokka, þótt það hafi breyst síðar meir, verði ekki gerðar neinar breytingar á lögunum nema um þær sé einnig full samstaða í forsætisnefnd Alþingis. Hann telji eðlilegt að flokkarnir hafi einhvern tíma til að fara yfir það og það verði rætt aftur þegar þing komi saman í haust. Aðspurður hvort hann eigi von á samstöðu miðað við viðbrögð Davíðs Oddssonar nú segir Halldór að hann vilji ekkert um það segja. Davíð sé nýbúinn að fá lögfræðiálitið í hendur eins og aðrir, en það sé nokkuð skýrt og vel unnið. Davíð og Halldór áttu langan fund eftir ríkisstjórnarfund. Spurður hvort eftirlaunamálið hafi verið rætt segir Halldór að þeir hafi rætt það ásamt ýmsum öðrum málum. Inntur eftir því hvort ágreiningur hafi verið um málið segist Halldór ekki geta sagt meira um það. Þeir hafi farið vel yfir málið eins og önnur mál þannig að hann geti ekki sagt að það sé einhvern ágreiningur milli manna í málinu. Það liggi þó fyrir að það séu mismunandi sjónarmið í þessu máli. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Engar breytingar verða gerðar á eftirlaunalögum æðstu embættismanna á þessu þingi. Vart verður hægt að afnema rétt fyrrverandi ráðherra til að þiggja eftirlaun ofan á laun í opinberu starfi og langan aðlögunartíma þarf ef takmarka á rétt þeirra sem eftir koma, segir forsætisráðherra, og vísar í nýtt lögfræðiálit. Formenn stjórnarflokkanna ræddu þetta mál í morgun. Formenn stjórnarflokkanna áttu langan fund að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem eftirlaunalögin komu meðal annars til umræðu. Davíð Oddsson hafði lýst því yfir að hann teldi ekki ástæðu til að breyta lögunum en unnið hafði verið að því um hríð í forsætisráðuneytinu að kanna lagalegan grundvöll slíkra breytinga. Davíð Oddsson sagði aftur í morgun að ekki þyrfti að breyta nýju eftirlaunalögunum, ákvæði sem gæfi mönnum kost á að þiggja full laun ásamt eftirlaunum hefði verið í lögum miklu lengur. Hann sagði þó aðspurður hvort til greina kæmi að breyta lögunum að öllum lögum mætti breyta. Aðspurður hvort ágreiningur væri á milli hans og Halldórs neitaði Davíð því. Halldór Ágrímsson forsætisráðherra sendi forsætisnefnd Alþingis nýtt lögræðiálit í dag þar sem kemur fram að varla sé stætt á því að afnema þennan rétt hjá þeim fyrrverandi ráðherrum sem nú þegar þiggja eftirlaun jafnhliða launum fyrir starf forstjóra eða forstöðumanns hjá opinberum stofnunum. Halldór segir að í álitinu komi fram að vart sé hægt að hreyfa við virkum réttindum, þ.e. réttindum þeirra sem þegar hafi hafið töku lífeyris, og það verði jafnframt að gefa sanngjarnan aðlögunartíma, allt að tvö ár. Halldór segist telja eðlilegt að flokkarnir fái málið til athugunar þannig að hann sjái ekki að brýnt sé að afgreiða málið næstu daga því það yrði hvort eð er ekki hreyft við virkum réttindum. Menn hafi því sumarið til að fara yfir málið. Halldór segir að þar sem frumvarpið hafi verið lagt fram með samkomulagi allra flokka, þótt það hafi breyst síðar meir, verði ekki gerðar neinar breytingar á lögunum nema um þær sé einnig full samstaða í forsætisnefnd Alþingis. Hann telji eðlilegt að flokkarnir hafi einhvern tíma til að fara yfir það og það verði rætt aftur þegar þing komi saman í haust. Aðspurður hvort hann eigi von á samstöðu miðað við viðbrögð Davíðs Oddssonar nú segir Halldór að hann vilji ekkert um það segja. Davíð sé nýbúinn að fá lögfræðiálitið í hendur eins og aðrir, en það sé nokkuð skýrt og vel unnið. Davíð og Halldór áttu langan fund eftir ríkisstjórnarfund. Spurður hvort eftirlaunamálið hafi verið rætt segir Halldór að þeir hafi rætt það ásamt ýmsum öðrum málum. Inntur eftir því hvort ágreiningur hafi verið um málið segist Halldór ekki geta sagt meira um það. Þeir hafi farið vel yfir málið eins og önnur mál þannig að hann geti ekki sagt að það sé einhvern ágreiningur milli manna í málinu. Það liggi þó fyrir að það séu mismunandi sjónarmið í þessu máli.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira