Skoða þarf fjármál flokkanna 20. apríl 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vill á ný koma á fót nefnd fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem hafi það verkefni að leggja mat á þörf fyrir lagaumbætur sem snerta fjármál stjórnmálaflokkana. Þetta kemur fram í skýrslu sem hann lagði fram á Alþingi í gær, en tilefni hennar er beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri þingmanna um skýrslu frá forsætisráðherra um fjárframlög til starfsemi stjórnmálaflokka, sem var lögð fram fyrr í vetur. Í skýrslunni segir að forsætisráðuneytið telji mikilvægt að samstaða sé milli stjórnmálaflokkana um meginreglur í þessum efnum og eðlilegt sé að stefnumörkun sé í höndum forsætisráðuneytisins. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að árið 2000 hafi opinberir styrkir til stjórnmálaflokka numið 136 milljónum króna en aukist í 200 milljónir króna árið 2004. Fyrirtæki og einstaklingar hafa samkvæmt lögum heimild til að draga frá tekjum sínum framlög til líknarstarfsemi, menningarmála og stjórnmálaflokka svo nokkuð sé nefnt. Samkvæmt skýrslu forsætisráðherra hefur fjöldi einstaklinga og fyrirtækja, sem nýtir sér þennan frádrátt, meira en tvöfaldast á undanförnum sjö árum. Sú upphæð, sem færð var til frádráttar á þessu tímabili, nam tæpum 200 milljónum króna árið 1998 en hafði hækkað í liðlega 680 milljónir króna árið 2004. Í ljósi skýrslunnar telur forsætisráðherra rétt að taka til endurskoðunar ýmis atriði í löggjöf um fjármál stjórnmálaflokkanna. Hann telur jafnframt að þótt ákvæði stjórnarskrár sem fjallar um félagafrelsi feli í sér sérstaka vernd fyrir stjórnmálaflokkana sé ekki hægt að líta svo á að sú staðreynd girði fyrir að settar verði almennar reglur um fjármál og fjárreiður stjórnmálaflokka, enda samrýmist þær þeim sjónarmiðum sem lögð séu til grundvallar á alþjóðavettvangi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vill á ný koma á fót nefnd fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem hafi það verkefni að leggja mat á þörf fyrir lagaumbætur sem snerta fjármál stjórnmálaflokkana. Þetta kemur fram í skýrslu sem hann lagði fram á Alþingi í gær, en tilefni hennar er beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri þingmanna um skýrslu frá forsætisráðherra um fjárframlög til starfsemi stjórnmálaflokka, sem var lögð fram fyrr í vetur. Í skýrslunni segir að forsætisráðuneytið telji mikilvægt að samstaða sé milli stjórnmálaflokkana um meginreglur í þessum efnum og eðlilegt sé að stefnumörkun sé í höndum forsætisráðuneytisins. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að árið 2000 hafi opinberir styrkir til stjórnmálaflokka numið 136 milljónum króna en aukist í 200 milljónir króna árið 2004. Fyrirtæki og einstaklingar hafa samkvæmt lögum heimild til að draga frá tekjum sínum framlög til líknarstarfsemi, menningarmála og stjórnmálaflokka svo nokkuð sé nefnt. Samkvæmt skýrslu forsætisráðherra hefur fjöldi einstaklinga og fyrirtækja, sem nýtir sér þennan frádrátt, meira en tvöfaldast á undanförnum sjö árum. Sú upphæð, sem færð var til frádráttar á þessu tímabili, nam tæpum 200 milljónum króna árið 1998 en hafði hækkað í liðlega 680 milljónir króna árið 2004. Í ljósi skýrslunnar telur forsætisráðherra rétt að taka til endurskoðunar ýmis atriði í löggjöf um fjármál stjórnmálaflokkanna. Hann telur jafnframt að þótt ákvæði stjórnarskrár sem fjallar um félagafrelsi feli í sér sérstaka vernd fyrir stjórnmálaflokkana sé ekki hægt að líta svo á að sú staðreynd girði fyrir að settar verði almennar reglur um fjármál og fjárreiður stjórnmálaflokka, enda samrýmist þær þeim sjónarmiðum sem lögð séu til grundvallar á alþjóðavettvangi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira