Samfylkingin: Félögum fjölgar ört 15. apríl 2005 00:01 Félögum í Samfylkingunni hefur að líkindum fjölgað um tæpan þriðjung í aðdraganda formannskosninganna, en kjörskrá var lokað klukkan sex. Formaður kjörstjórnar óttast ekki að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig í stórum stíl til að hafa áhrif á kosningarnar. Síminn hringdi látlaust á starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar enda síðustu forvöð að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í formannskosningunum. Þeir sem voru skráðir fyrir klukkan sex í dag mega kjósa formann í Samfylkingunni, en atkvæðin verða talin á landsfundi og úrslit tilkynnt 21. maí. Árni Björn Ómarsson, starfsstöðvarstjóri hjá Össsuri Skarphéðinssyni, segir að rífandi gangur hafi verið á stöðinni síðustu daga og fjölmargir hafi komið og skráð sig í flokkinn. Aðspurður hversu margir það hafi verið segir Árni erfitt að segja til um það en það bætist líklega við einhverjar þúsundir í flokkinn. Ólafía Rafnsdóttir, kosningastjóri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir, rakaði í dag saman síðasta bunkanum með nýskráningum sem hún þaut með upp á flokksskrifstofur og afhenti með formlegum hætti. Á skrifstofunni fást engar upplýsingar um fjölda nýskráninga aðrar en að starfsmenn standi á haus við að taka á móti félögum í flokkinn. Ólafía segist telja að nýir flokksfélagar skipti þúsundum. Fólk hafi sýnt formannskjörinu mikinn áhuga og sérstaklega sé gaman að sjá fólk sem aldrei hafi verið skráð í flokk áður en sjái nú ástæðu til að ganga í Samfylkinguna og taka þátt í kosningunum. Árni segir að þegar kjörseðlarnir fari út hefjist hin eiginlega kosningabarátta. Þá komi í ljós hver kjörskrárstofninn sé og þá verði farið að vinna í félögunum í flokknum. Félagarnir voru tæplega 14.000 um áramótin. Innvígðir giska á að nýir félagar í aðdraganda kosninganna séu á bilinu fjögur til fimm þúsund. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, sagði í dag að allir sem gengju í flokkinn fyrir klukkan sex í dag fengju að kjósa formann Samfylkingarinnar. Ekki eru aðrar girðingar og þess eru dæmi að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig til að mega kjósa formann Samfylkingarinnar. Flosi óttast samt ekki að það hafi áhrif. Hann hafi trú á því að allir sem hafi gengið í flokkinn ætli að vera í honum til langframa. Þeir séu að styðja einhvern mann og vilji styðja flokkinn en það sé þó ekki bannað að ganga úr honum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Félögum í Samfylkingunni hefur að líkindum fjölgað um tæpan þriðjung í aðdraganda formannskosninganna, en kjörskrá var lokað klukkan sex. Formaður kjörstjórnar óttast ekki að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig í stórum stíl til að hafa áhrif á kosningarnar. Síminn hringdi látlaust á starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar enda síðustu forvöð að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í formannskosningunum. Þeir sem voru skráðir fyrir klukkan sex í dag mega kjósa formann í Samfylkingunni, en atkvæðin verða talin á landsfundi og úrslit tilkynnt 21. maí. Árni Björn Ómarsson, starfsstöðvarstjóri hjá Össsuri Skarphéðinssyni, segir að rífandi gangur hafi verið á stöðinni síðustu daga og fjölmargir hafi komið og skráð sig í flokkinn. Aðspurður hversu margir það hafi verið segir Árni erfitt að segja til um það en það bætist líklega við einhverjar þúsundir í flokkinn. Ólafía Rafnsdóttir, kosningastjóri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir, rakaði í dag saman síðasta bunkanum með nýskráningum sem hún þaut með upp á flokksskrifstofur og afhenti með formlegum hætti. Á skrifstofunni fást engar upplýsingar um fjölda nýskráninga aðrar en að starfsmenn standi á haus við að taka á móti félögum í flokkinn. Ólafía segist telja að nýir flokksfélagar skipti þúsundum. Fólk hafi sýnt formannskjörinu mikinn áhuga og sérstaklega sé gaman að sjá fólk sem aldrei hafi verið skráð í flokk áður en sjái nú ástæðu til að ganga í Samfylkinguna og taka þátt í kosningunum. Árni segir að þegar kjörseðlarnir fari út hefjist hin eiginlega kosningabarátta. Þá komi í ljós hver kjörskrárstofninn sé og þá verði farið að vinna í félögunum í flokknum. Félagarnir voru tæplega 14.000 um áramótin. Innvígðir giska á að nýir félagar í aðdraganda kosninganna séu á bilinu fjögur til fimm þúsund. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, sagði í dag að allir sem gengju í flokkinn fyrir klukkan sex í dag fengju að kjósa formann Samfylkingarinnar. Ekki eru aðrar girðingar og þess eru dæmi að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig til að mega kjósa formann Samfylkingarinnar. Flosi óttast samt ekki að það hafi áhrif. Hann hafi trú á því að allir sem hafi gengið í flokkinn ætli að vera í honum til langframa. Þeir séu að styðja einhvern mann og vilji styðja flokkinn en það sé þó ekki bannað að ganga úr honum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira