Segir vinnubrögð hóps ólýðræðisleg 12. apríl 2005 00:01 Deilur þungavigtarmanna í Samfylkingunni vegna formannskjörsins virðast vera að kljúfa flokkinn. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður, segist hafa sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar vegna ólýðræðislegra vinnubragða hópsins sem starfar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ljóst er að mikil hiti er innan Samfylkingarinnar nú þegar aðeins um mánuður er í landsfund, en bæði Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður gefa kost á sér í formannssætið. Össur sagði í Silfri Egils um helgina að fátt nýtt virtist koma frá framtíðarhópi flokksins sem starfað hefur undir forystu Ingibjargar Sólrúnar, en hópurinn skilar tillögum að framtíðarstefnumörkun Samfylkingarinnar fyrir landsfundinn. Ingibjörg Sólrún telur ummæli Össurar bæði ósmekkleg og ótímabær enda hafi framtíðarhópurinn ekki enn skilað endanlegum tillögum. Einar Karl Haraldsson, stuðningsmaður Össurar, hefur lýst því yfir að starfshættir framtíðarhópsins minni á hugmyndafræðilega yfirtöku og falli ekki að fulltrúalýðræði flokksins. Guðmundur Árni Stefánsson, sem einnig styður Össur, hefur sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar, vegna óánægju með vinnubrögðin. Hann segist hafa séð fyrir sér að fræðimenn yrðu kallaðir til til ráðgjafar ásamt flokksmönnum og að spurningarlistar og lausar og fastar hugmyndir yrðu sendar í flokksfélögin þannig að unnið yrði með gagnvirkum hætti. Þegar það hafi legið fyrir að svo yrði ekki hafi honum fundist ástæða til að aðrir bæru ábyrgð á niðurstöðunum. Guðmundur Árni segir að starfið innan framtíðarhópsins hafi ekki verið eins og hann hafi hugsað sér það. Í þessu sambandi séu umræðustjórnmál lykilatriði ásamt lýðræði og að gagnvirkni sé í starfinu sem skili sér út í flokkinn. Honum skiljist að um hundrað mannst vinni í framtíðarhópnum. Það séu hins vegar 15 þúsund manns í flokknum og hann hafi viljað sjá einhvern hluta þeirra, þó ekki nema 10 prósent, koma að vinnunni með beinum hætti. Í stjórnmálum væri rætt um málefni, sem skiptu miklu máli, en jafnframt stíl og stjórnunarhætti og það skipti hann miklu máli líka. Aðspurður hvort honum finnist þá sem Ingibjörg Sólrún hafi ekki tryggt lýðræðislega vinnubrögð segir Guðmundur að hann hefði staðið öðruvísi að þessu og hafi trúað því að hugmyndin hafi verið sú. Ingibjörg Sólrún vísaði því á bug í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrir stundu að vinnubröðgin innan framtíðarhópsins hefðu verið ólýðræðisleg. Hún sagði að unnið hefði verið eftir þeim tímaramma sem hópnum hefði verið ætlaður og eftir samþykktum flokksstjórnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Deilur þungavigtarmanna í Samfylkingunni vegna formannskjörsins virðast vera að kljúfa flokkinn. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður, segist hafa sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar vegna ólýðræðislegra vinnubragða hópsins sem starfar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ljóst er að mikil hiti er innan Samfylkingarinnar nú þegar aðeins um mánuður er í landsfund, en bæði Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður gefa kost á sér í formannssætið. Össur sagði í Silfri Egils um helgina að fátt nýtt virtist koma frá framtíðarhópi flokksins sem starfað hefur undir forystu Ingibjargar Sólrúnar, en hópurinn skilar tillögum að framtíðarstefnumörkun Samfylkingarinnar fyrir landsfundinn. Ingibjörg Sólrún telur ummæli Össurar bæði ósmekkleg og ótímabær enda hafi framtíðarhópurinn ekki enn skilað endanlegum tillögum. Einar Karl Haraldsson, stuðningsmaður Össurar, hefur lýst því yfir að starfshættir framtíðarhópsins minni á hugmyndafræðilega yfirtöku og falli ekki að fulltrúalýðræði flokksins. Guðmundur Árni Stefánsson, sem einnig styður Össur, hefur sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar, vegna óánægju með vinnubrögðin. Hann segist hafa séð fyrir sér að fræðimenn yrðu kallaðir til til ráðgjafar ásamt flokksmönnum og að spurningarlistar og lausar og fastar hugmyndir yrðu sendar í flokksfélögin þannig að unnið yrði með gagnvirkum hætti. Þegar það hafi legið fyrir að svo yrði ekki hafi honum fundist ástæða til að aðrir bæru ábyrgð á niðurstöðunum. Guðmundur Árni segir að starfið innan framtíðarhópsins hafi ekki verið eins og hann hafi hugsað sér það. Í þessu sambandi séu umræðustjórnmál lykilatriði ásamt lýðræði og að gagnvirkni sé í starfinu sem skili sér út í flokkinn. Honum skiljist að um hundrað mannst vinni í framtíðarhópnum. Það séu hins vegar 15 þúsund manns í flokknum og hann hafi viljað sjá einhvern hluta þeirra, þó ekki nema 10 prósent, koma að vinnunni með beinum hætti. Í stjórnmálum væri rætt um málefni, sem skiptu miklu máli, en jafnframt stíl og stjórnunarhætti og það skipti hann miklu máli líka. Aðspurður hvort honum finnist þá sem Ingibjörg Sólrún hafi ekki tryggt lýðræðislega vinnubrögð segir Guðmundur að hann hefði staðið öðruvísi að þessu og hafi trúað því að hugmyndin hafi verið sú. Ingibjörg Sólrún vísaði því á bug í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrir stundu að vinnubröðgin innan framtíðarhópsins hefðu verið ólýðræðisleg. Hún sagði að unnið hefði verið eftir þeim tímaramma sem hópnum hefði verið ætlaður og eftir samþykktum flokksstjórnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira