Sátt um skýrslu en rifist um RÚV 11. apríl 2005 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti skýrslu fjölmiðlanefndar á Alþingi í gær og mælti jafnframt fyrir frumvarpi sínu um Ríkisútvarpið sf. Mikil sátt var meðal þingmanna um skýrslu fjölmiðlanefndar og var margítrekuð hin þverpólitíska ánægja um sáttina sem þar náðist. Skiptar skoðanir voru hins vegar um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið. "Engin sátt er um frumvarp ríkisstjórnarinnar um Ríkisútvarpið," sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna. Hann gagnrýndi að stjórnarandstaðan hefði ekki fengið að koma að frumvarpinu og benti jafnframt á að allir stjórnarandstöðuflokkarnir þrír hefðu lagt fram þingmál, bæði tillögur og frumvörp, um Ríkisútvarpið án þess að tillit væri til þeirra tekið í frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti áhyggjum sínum yfir ákveðnu efnisatriði frumvarpsins, sem færir stjórn Ríkisútvarpsins heimild til að setja reglur um fréttaflutning. "Þetta gerir ekki einu sinni hið gamla útvarpsráð," sagði Mörður. Sú stjórn sem hér um ræðir og er skipuð ríkisstjórnarmeirihlutamönnum hverju sinni á að setja reglur um fréttaflutning og sjá til þess að þeim sé fylgt. "Ég vil vekja athygli á að þessi liður gerir ráð fyrir að útvarpsráð hafi meiri afskipti af fréttadeildum en nú, þar sem útvarpsráði er ekki skylt að gera slíkar reglur, hvað þá fylgja þeim eftir," sagði hann. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, svaraði gagnrýni Marðar á þann hátt að henni þætti ekkert óeðlilegt við það að stjórn Ríkisútvarpsins setti ramma um fréttaflutning fréttastofa RÚV. "Sú merking sem ég legg í þetta er að þetta sé almennur, hóflegur rammi. Verið er að setja siðareglur sem tíðkast í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Mér finnst ekkert óeðlilegt við það enda er ég ekki svona tortryggin eins og Mörður Árnason," sagði Dagný. Hún bætti því við að gagnrýni á þennan lið frumvarpsins hefði heyrst úr fleiri áttum og því sé eðlilegt að hann verði tekinn fyrir í menntamálanefnd. "Það er ekki illur vilji um þetta ákvæði í frumvarpinu," sagði Dagný. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti skýrslu fjölmiðlanefndar á Alþingi í gær og mælti jafnframt fyrir frumvarpi sínu um Ríkisútvarpið sf. Mikil sátt var meðal þingmanna um skýrslu fjölmiðlanefndar og var margítrekuð hin þverpólitíska ánægja um sáttina sem þar náðist. Skiptar skoðanir voru hins vegar um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið. "Engin sátt er um frumvarp ríkisstjórnarinnar um Ríkisútvarpið," sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna. Hann gagnrýndi að stjórnarandstaðan hefði ekki fengið að koma að frumvarpinu og benti jafnframt á að allir stjórnarandstöðuflokkarnir þrír hefðu lagt fram þingmál, bæði tillögur og frumvörp, um Ríkisútvarpið án þess að tillit væri til þeirra tekið í frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti áhyggjum sínum yfir ákveðnu efnisatriði frumvarpsins, sem færir stjórn Ríkisútvarpsins heimild til að setja reglur um fréttaflutning. "Þetta gerir ekki einu sinni hið gamla útvarpsráð," sagði Mörður. Sú stjórn sem hér um ræðir og er skipuð ríkisstjórnarmeirihlutamönnum hverju sinni á að setja reglur um fréttaflutning og sjá til þess að þeim sé fylgt. "Ég vil vekja athygli á að þessi liður gerir ráð fyrir að útvarpsráð hafi meiri afskipti af fréttadeildum en nú, þar sem útvarpsráði er ekki skylt að gera slíkar reglur, hvað þá fylgja þeim eftir," sagði hann. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, svaraði gagnrýni Marðar á þann hátt að henni þætti ekkert óeðlilegt við það að stjórn Ríkisútvarpsins setti ramma um fréttaflutning fréttastofa RÚV. "Sú merking sem ég legg í þetta er að þetta sé almennur, hóflegur rammi. Verið er að setja siðareglur sem tíðkast í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Mér finnst ekkert óeðlilegt við það enda er ég ekki svona tortryggin eins og Mörður Árnason," sagði Dagný. Hún bætti því við að gagnrýni á þennan lið frumvarpsins hefði heyrst úr fleiri áttum og því sé eðlilegt að hann verði tekinn fyrir í menntamálanefnd. "Það er ekki illur vilji um þetta ákvæði í frumvarpinu," sagði Dagný.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira