Sátt um skýrslu en rifist um RÚV 11. apríl 2005 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti skýrslu fjölmiðlanefndar á Alþingi í gær og mælti jafnframt fyrir frumvarpi sínu um Ríkisútvarpið sf. Mikil sátt var meðal þingmanna um skýrslu fjölmiðlanefndar og var margítrekuð hin þverpólitíska ánægja um sáttina sem þar náðist. Skiptar skoðanir voru hins vegar um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið. "Engin sátt er um frumvarp ríkisstjórnarinnar um Ríkisútvarpið," sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna. Hann gagnrýndi að stjórnarandstaðan hefði ekki fengið að koma að frumvarpinu og benti jafnframt á að allir stjórnarandstöðuflokkarnir þrír hefðu lagt fram þingmál, bæði tillögur og frumvörp, um Ríkisútvarpið án þess að tillit væri til þeirra tekið í frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti áhyggjum sínum yfir ákveðnu efnisatriði frumvarpsins, sem færir stjórn Ríkisútvarpsins heimild til að setja reglur um fréttaflutning. "Þetta gerir ekki einu sinni hið gamla útvarpsráð," sagði Mörður. Sú stjórn sem hér um ræðir og er skipuð ríkisstjórnarmeirihlutamönnum hverju sinni á að setja reglur um fréttaflutning og sjá til þess að þeim sé fylgt. "Ég vil vekja athygli á að þessi liður gerir ráð fyrir að útvarpsráð hafi meiri afskipti af fréttadeildum en nú, þar sem útvarpsráði er ekki skylt að gera slíkar reglur, hvað þá fylgja þeim eftir," sagði hann. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, svaraði gagnrýni Marðar á þann hátt að henni þætti ekkert óeðlilegt við það að stjórn Ríkisútvarpsins setti ramma um fréttaflutning fréttastofa RÚV. "Sú merking sem ég legg í þetta er að þetta sé almennur, hóflegur rammi. Verið er að setja siðareglur sem tíðkast í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Mér finnst ekkert óeðlilegt við það enda er ég ekki svona tortryggin eins og Mörður Árnason," sagði Dagný. Hún bætti því við að gagnrýni á þennan lið frumvarpsins hefði heyrst úr fleiri áttum og því sé eðlilegt að hann verði tekinn fyrir í menntamálanefnd. "Það er ekki illur vilji um þetta ákvæði í frumvarpinu," sagði Dagný. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti skýrslu fjölmiðlanefndar á Alþingi í gær og mælti jafnframt fyrir frumvarpi sínu um Ríkisútvarpið sf. Mikil sátt var meðal þingmanna um skýrslu fjölmiðlanefndar og var margítrekuð hin þverpólitíska ánægja um sáttina sem þar náðist. Skiptar skoðanir voru hins vegar um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið. "Engin sátt er um frumvarp ríkisstjórnarinnar um Ríkisútvarpið," sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna. Hann gagnrýndi að stjórnarandstaðan hefði ekki fengið að koma að frumvarpinu og benti jafnframt á að allir stjórnarandstöðuflokkarnir þrír hefðu lagt fram þingmál, bæði tillögur og frumvörp, um Ríkisútvarpið án þess að tillit væri til þeirra tekið í frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti áhyggjum sínum yfir ákveðnu efnisatriði frumvarpsins, sem færir stjórn Ríkisútvarpsins heimild til að setja reglur um fréttaflutning. "Þetta gerir ekki einu sinni hið gamla útvarpsráð," sagði Mörður. Sú stjórn sem hér um ræðir og er skipuð ríkisstjórnarmeirihlutamönnum hverju sinni á að setja reglur um fréttaflutning og sjá til þess að þeim sé fylgt. "Ég vil vekja athygli á að þessi liður gerir ráð fyrir að útvarpsráð hafi meiri afskipti af fréttadeildum en nú, þar sem útvarpsráði er ekki skylt að gera slíkar reglur, hvað þá fylgja þeim eftir," sagði hann. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, svaraði gagnrýni Marðar á þann hátt að henni þætti ekkert óeðlilegt við það að stjórn Ríkisútvarpsins setti ramma um fréttaflutning fréttastofa RÚV. "Sú merking sem ég legg í þetta er að þetta sé almennur, hóflegur rammi. Verið er að setja siðareglur sem tíðkast í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Mér finnst ekkert óeðlilegt við það enda er ég ekki svona tortryggin eins og Mörður Árnason," sagði Dagný. Hún bætti því við að gagnrýni á þennan lið frumvarpsins hefði heyrst úr fleiri áttum og því sé eðlilegt að hann verði tekinn fyrir í menntamálanefnd. "Það er ekki illur vilji um þetta ákvæði í frumvarpinu," sagði Dagný.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira