Misjafnar sættir í fjölmiðlamálum 11. apríl 2005 00:01 Sigur fyrir lýðræðið í landinu og sigur fyrir þingræðið! Þessi orð féllu á Alþingi í dag þegar þingmenn allra flokka lýstu sögulegri sáttargjörð með fjölmiðlaskýrslunni. Sáttartónninn stóð hins vegar ekki lengi því átök blossuðu upp síðdegis þegar umræður hófust í kjölfarið um stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið. Það var í raun undarlegt að verða vitni að þeirri miklu eindrægni og samstöðu sem ríkti í sölum Alþingis í dag um hvernig fjölmiðlafrumvarp eigi að líta út svo skömmu eftir að Alþingi og raunar þjóðfélagið allt lék á reiðiskjálfi út af sama máli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra gerði grein fyrir skýrslu fjölmiðlanefndar og tillögum hennar sem hún lýsti sem pólitískri sátt. Hún sagði að sú státtagjörð sem nú lægi fyrir væri söguleg, ekki einungis í ljósi átaka síðasta árs heldur einnig vegna þess hversu mikla framsýni nefndarmenn hefðu sýnt á mörgum sviðum. Þingmenn stigu hver af öðrum í pontu til að fagna sáttinni. Mörður Árnason, Samfylkingunni, sagði að samfylkingarmenn teldu að í aðalatriðum hefði verið vel að verki staðið. Skýrslan væri þó lagafrumvarp og það þyrfti að fara vel yfir niðurstöður nefndarinnar, einkum um eignarhaldið, og skynsamlegast væri að komast af án slíkra takmarkana umfram samkeppnislög. „Við lýsum okkur hins vegar reiðubúin að ganga til samstarfs um löggjöf á fjölmiðlasviði á grundvelli þessarar skýrslu,“ sagði Mörður enn fremur. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði skýrsluna sögulegt plagg sem markaði tímamót. „Þessi skýrsla er að mínu mati sigur fyrir lýðræðið í landinu. Hún er líka sigur fyrir þingræðið, fyrir vilja Alþingis.“ Stjórnarþingmenn sem harðast börðust fyrir fjölmiðlalögum í fyrra virtust einnig sáttir. Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að óhætt væri að segja að um merkileg tímamót væri að ræða, að tekist hefði þverpólitísk sátt um þær megináherslur sem leggja ætti til grundvallar þegar reglur væru mótaðar um þetta efni, sérstaklega þegar haft væri í huga hve deilt hefði verið um málið á síðasta ári. Ekk væri annað hægt en að fagna því að þær öldur hefði nú lægt. Einn skugga bar þó á samstöðuna. Stjónarandstaðan gerir kröfu um að leitað verði sams konar sátta um málefni Ríkisútvarpsins. Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylkingunni, benti á að þróun þess og staða hefði áhrif á allt fjölmiðlaumhverfið og því væri það óskynsamlegt og óásættanlegt að halda því fyrir utan heildarmyndina. Með því móti vantaði burðarbitann í mannvirkið og það kynni ekki góðri lukku að stýra. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði um sama málefni að ríkisstjórnin ætlaði að nema brott lagagrundvöll Ríkisútvarpsins, ráðast á starfsfólkið, draga úr gagnsæi og geirnegla flokkspólitíska stjórn yfir stofnuninni. „Það er hneyksli ef það á að reyna að knýja hér í gegn lagafrumvarp sem hefur þessar alvarlegu afleiðingar fyrir Ríkisútvarpið,“ sagði Ögmundur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Sigur fyrir lýðræðið í landinu og sigur fyrir þingræðið! Þessi orð féllu á Alþingi í dag þegar þingmenn allra flokka lýstu sögulegri sáttargjörð með fjölmiðlaskýrslunni. Sáttartónninn stóð hins vegar ekki lengi því átök blossuðu upp síðdegis þegar umræður hófust í kjölfarið um stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið. Það var í raun undarlegt að verða vitni að þeirri miklu eindrægni og samstöðu sem ríkti í sölum Alþingis í dag um hvernig fjölmiðlafrumvarp eigi að líta út svo skömmu eftir að Alþingi og raunar þjóðfélagið allt lék á reiðiskjálfi út af sama máli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra gerði grein fyrir skýrslu fjölmiðlanefndar og tillögum hennar sem hún lýsti sem pólitískri sátt. Hún sagði að sú státtagjörð sem nú lægi fyrir væri söguleg, ekki einungis í ljósi átaka síðasta árs heldur einnig vegna þess hversu mikla framsýni nefndarmenn hefðu sýnt á mörgum sviðum. Þingmenn stigu hver af öðrum í pontu til að fagna sáttinni. Mörður Árnason, Samfylkingunni, sagði að samfylkingarmenn teldu að í aðalatriðum hefði verið vel að verki staðið. Skýrslan væri þó lagafrumvarp og það þyrfti að fara vel yfir niðurstöður nefndarinnar, einkum um eignarhaldið, og skynsamlegast væri að komast af án slíkra takmarkana umfram samkeppnislög. „Við lýsum okkur hins vegar reiðubúin að ganga til samstarfs um löggjöf á fjölmiðlasviði á grundvelli þessarar skýrslu,“ sagði Mörður enn fremur. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði skýrsluna sögulegt plagg sem markaði tímamót. „Þessi skýrsla er að mínu mati sigur fyrir lýðræðið í landinu. Hún er líka sigur fyrir þingræðið, fyrir vilja Alþingis.“ Stjórnarþingmenn sem harðast börðust fyrir fjölmiðlalögum í fyrra virtust einnig sáttir. Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að óhætt væri að segja að um merkileg tímamót væri að ræða, að tekist hefði þverpólitísk sátt um þær megináherslur sem leggja ætti til grundvallar þegar reglur væru mótaðar um þetta efni, sérstaklega þegar haft væri í huga hve deilt hefði verið um málið á síðasta ári. Ekk væri annað hægt en að fagna því að þær öldur hefði nú lægt. Einn skugga bar þó á samstöðuna. Stjónarandstaðan gerir kröfu um að leitað verði sams konar sátta um málefni Ríkisútvarpsins. Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylkingunni, benti á að þróun þess og staða hefði áhrif á allt fjölmiðlaumhverfið og því væri það óskynsamlegt og óásættanlegt að halda því fyrir utan heildarmyndina. Með því móti vantaði burðarbitann í mannvirkið og það kynni ekki góðri lukku að stýra. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði um sama málefni að ríkisstjórnin ætlaði að nema brott lagagrundvöll Ríkisútvarpsins, ráðast á starfsfólkið, draga úr gagnsæi og geirnegla flokkspólitíska stjórn yfir stofnuninni. „Það er hneyksli ef það á að reyna að knýja hér í gegn lagafrumvarp sem hefur þessar alvarlegu afleiðingar fyrir Ríkisútvarpið,“ sagði Ögmundur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira