Mikil aukning í meðgöngusykursýki 7. apríl 2005 00:01 Konum sem greinast hafa með meðgöngusykursýki hefur fjölgað gífurlega hér á landi á undanförnum árum, að sögn Örnu Guðmundsdóttur læknis á göngudeild sykursjúkra á Landspítala háskólasjúkrahúsi. "Samtals voru 17 konur í eftirliti hjá okkur, vegna meðgöngusykursýki árið 1998," sagði Arna. "Sú tala var komin yfir 140 árið 2003. Ástæðan fyrir þessari aukningu felst meðal annars í aukinni leit að þessum fylgikvilla meðgöngunnar. Þá er offita vaxandi og það hefur komið í ljós að aðeins lítill hluti þessara kvenna er í kjörþyngd. Þessar konur eru yfir meðalaldri kvenna sem fæða börn á Íslandi og oftar en ekki eru þær fjölbyrjur. Meðgöngusykursýkin greinist oftast á síðari hluta meðgöngu, eða að meðaltali þegar konan er gengin 29 vikur með." Arna sagði, að nú færu allar barnshafandi konur sem hefðu einhvern áhættuþátt í svokallað sykurþolpróf. Ef það staðfesti sykursýki væri hafin meðferðin sem fælist í kolvetnasnauðu mataræði. Ef hún dygði ekki væri gripið til þess að gefa viðkomandi insúlin undir húð. Um 40 prósent þeirra sem fengju meðgöngusykursýki þyrftu slíka insúlínmeðferð. "Menn greinir enn á um hvort rétt er að kembileita hjá öllum barnshafandi konum," sagði Arna. "En enn sem komið er höfum við haldið okkur við prófun hjá konum með áhættuþætti svo sem þyngd móður, sykursýki í ættarsögu, sykur í þvag, fyrri ungburafæðingu, andvana fæðingu eða fósturgalla. Við höfum nýlega lokið við að skoða frekar hópinn sem greindist með meðgöngusykursýki 2002 - 2003 Þar kemur í ljós að meðalþyngd barnanna er 3693 grömm (14,7 merkur) sem er svipað og þyngd íslenskra nýbura almennt. Við sáum einnig að konur sem hafa greinst með meðgöngusykursýki eru mun oftar gangsettar en aðrar og eru oftar skornar keisaraskurði. Nú erum við að athuga fylgikvilla meðal nýburanna og ætlum að bera það saman við það sem gerist hjá nýburum almennt." Arna sagði, að meðgöngusykursýki gengi yfirleitt til baka hjá konum þegar þær væru búnar að fæða og fylgjan væri komin. Þó væru þær sem hana fengju í töluverðri hættu að fá sykursýki af tegund 2 innan fárra ára. Það væri eitt af því sem væri til athugunar nú. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Konum sem greinast hafa með meðgöngusykursýki hefur fjölgað gífurlega hér á landi á undanförnum árum, að sögn Örnu Guðmundsdóttur læknis á göngudeild sykursjúkra á Landspítala háskólasjúkrahúsi. "Samtals voru 17 konur í eftirliti hjá okkur, vegna meðgöngusykursýki árið 1998," sagði Arna. "Sú tala var komin yfir 140 árið 2003. Ástæðan fyrir þessari aukningu felst meðal annars í aukinni leit að þessum fylgikvilla meðgöngunnar. Þá er offita vaxandi og það hefur komið í ljós að aðeins lítill hluti þessara kvenna er í kjörþyngd. Þessar konur eru yfir meðalaldri kvenna sem fæða börn á Íslandi og oftar en ekki eru þær fjölbyrjur. Meðgöngusykursýkin greinist oftast á síðari hluta meðgöngu, eða að meðaltali þegar konan er gengin 29 vikur með." Arna sagði, að nú færu allar barnshafandi konur sem hefðu einhvern áhættuþátt í svokallað sykurþolpróf. Ef það staðfesti sykursýki væri hafin meðferðin sem fælist í kolvetnasnauðu mataræði. Ef hún dygði ekki væri gripið til þess að gefa viðkomandi insúlin undir húð. Um 40 prósent þeirra sem fengju meðgöngusykursýki þyrftu slíka insúlínmeðferð. "Menn greinir enn á um hvort rétt er að kembileita hjá öllum barnshafandi konum," sagði Arna. "En enn sem komið er höfum við haldið okkur við prófun hjá konum með áhættuþætti svo sem þyngd móður, sykursýki í ættarsögu, sykur í þvag, fyrri ungburafæðingu, andvana fæðingu eða fósturgalla. Við höfum nýlega lokið við að skoða frekar hópinn sem greindist með meðgöngusykursýki 2002 - 2003 Þar kemur í ljós að meðalþyngd barnanna er 3693 grömm (14,7 merkur) sem er svipað og þyngd íslenskra nýbura almennt. Við sáum einnig að konur sem hafa greinst með meðgöngusykursýki eru mun oftar gangsettar en aðrar og eru oftar skornar keisaraskurði. Nú erum við að athuga fylgikvilla meðal nýburanna og ætlum að bera það saman við það sem gerist hjá nýburum almennt." Arna sagði, að meðgöngusykursýki gengi yfirleitt til baka hjá konum þegar þær væru búnar að fæða og fylgjan væri komin. Þó væru þær sem hana fengju í töluverðri hættu að fá sykursýki af tegund 2 innan fárra ára. Það væri eitt af því sem væri til athugunar nú.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira