Ríkið hækkar álögur á bensín 6. apríl 2005 00:01 "Það nær í raun ekki nokkurri átt að ætla sér að hækka bensíngjaldið á þessum tímapunkti," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda. Fram kemur í nýrri samgönguáætlun að gjald það sem ríkið leggur á hvern lítra bensíns mun hækka um 6 til 7 prósent þann fyrsta júlí. Innan við tvö ár eru síðan bensíngjaldið var hækkað síðast í nóvember 2003 og fer nú tæp 31 króna af verði hvers bensínlítra til ríkisins. Gjaldið mun hækka um tvær krónur og ennfremur er gert ráð fyrir að bensíngjaldið hækki í takt við verðlagsþróun allt fjögurra ára vegáætlunartímarbilið. Er ástæðan hækkunarinnar sú að vega þurfi upp á móti minni tekjum ríkisins þegar þungaskattskerfið verður afnumið í júlí en áætlanir gera ráð fyrir að olíugjald það sem í staðinn komi skili ekki sömu tekjum. Runólfur segist ekkert skilja í yfirvöldum með þessari aðgerð. "Það skýtur skökku við að þegar verið er að innleiða kerfi sem er þjóðhagslega jákvæðara eins og verið er að gera með olíugjaldinu í stað þungaskatts að þá rísi upp annar angi ríkisins sem telur sig verða fyrir tekjutapi og þurfi að fá það bætt. Vegaskatturinn er eyrnamerkt skatttekja en ríkið hefur í fortíðinni klipið af þeim tekjum til nota annars staðar og ekki má gleyma þessu svokallaða vörugjaldi sem eru 11 krónur í viðbót af hverjum lítra bensíns og rennur í alls óskyld verkefni." Þannig mun ríkið fá beint 44 krónur af verði hvers lítra í byrjun júlí og eru þá ekki talin önnur gjöld, tollar og virðisaukaskattur sem einnig leggst á eldsneyti en allar erlendar spár gera ráð fyrir áframhaldandi verðhækkunum á eldsneyti á heimsmörkuðum á komandi mánuðum og árum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
"Það nær í raun ekki nokkurri átt að ætla sér að hækka bensíngjaldið á þessum tímapunkti," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda. Fram kemur í nýrri samgönguáætlun að gjald það sem ríkið leggur á hvern lítra bensíns mun hækka um 6 til 7 prósent þann fyrsta júlí. Innan við tvö ár eru síðan bensíngjaldið var hækkað síðast í nóvember 2003 og fer nú tæp 31 króna af verði hvers bensínlítra til ríkisins. Gjaldið mun hækka um tvær krónur og ennfremur er gert ráð fyrir að bensíngjaldið hækki í takt við verðlagsþróun allt fjögurra ára vegáætlunartímarbilið. Er ástæðan hækkunarinnar sú að vega þurfi upp á móti minni tekjum ríkisins þegar þungaskattskerfið verður afnumið í júlí en áætlanir gera ráð fyrir að olíugjald það sem í staðinn komi skili ekki sömu tekjum. Runólfur segist ekkert skilja í yfirvöldum með þessari aðgerð. "Það skýtur skökku við að þegar verið er að innleiða kerfi sem er þjóðhagslega jákvæðara eins og verið er að gera með olíugjaldinu í stað þungaskatts að þá rísi upp annar angi ríkisins sem telur sig verða fyrir tekjutapi og þurfi að fá það bætt. Vegaskatturinn er eyrnamerkt skatttekja en ríkið hefur í fortíðinni klipið af þeim tekjum til nota annars staðar og ekki má gleyma þessu svokallaða vörugjaldi sem eru 11 krónur í viðbót af hverjum lítra bensíns og rennur í alls óskyld verkefni." Þannig mun ríkið fá beint 44 krónur af verði hvers lítra í byrjun júlí og eru þá ekki talin önnur gjöld, tollar og virðisaukaskattur sem einnig leggst á eldsneyti en allar erlendar spár gera ráð fyrir áframhaldandi verðhækkunum á eldsneyti á heimsmörkuðum á komandi mánuðum og árum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira