Búið að ákveða kaupendur? 5. apríl 2005 00:01 Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þrálátan orðróm í viðskiptalífinu um að búið sé að ákveða fyrirfram hverjir kaupi Landssímann og að fráleit skilyrði til kaupenda virðist heimatilbúin til að koma verðmætum til vildarvina. Hann rifjaði upp sölu Búnaðarbankans á Alþingi í gær og spurði hvort menn myndu nú aftur sjá sambærilega fréttamynd að aflokinni sölu Símans: af fyrrverandi varaformanni Framsóknarflokksins keyra burt með Landssímann í skottinu. Lúðvík tæpti á einkavæðingasögu Búnaðarbankans og sagði ekki að undra þótt það væru grunsemdir og tortryggni í garð ríkisstjórnarinnar í málinu. Hesteyri, fyrirtæki í eigu Skinneyjar-Þinganess og Kaupfélags Skagfirðinga, keypti rúmlega 22 prósenta hlut í Keri 16. ágúst 2002 af Straumi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á rúmlega 2,3 prósenta hlut í Skinney-Þinganes. Ker keypti síðan tæpan 35 prósenta hlut í VÍS af Landsbankanum þann 28. ágúst. Hesteyri er þá leiðandi aðili í Keri. S-hópurinn sýndi síðan áhuga á að kaupa Búnaðarbankannn 10. september. Einkavæðinganefnd hóf viðræður við S-hópinn 4. nóvember. 6. nóvember kemur VÍS inn í S-hópinn en Samskip fara út. 15. nóvember selur Ker Norvik hlut sinn í VÍS og hafði þá hagnast um rúman einn milljarð frá því hluturinn var keyptur af ríkinu. Heysteyri selur svo rúman 22 prósenta hlut sinn í Keri og fær greitt með fjórðungshlut í VÍS. Ætla má að hluturinn hafi verið seldur á 700 milljóna króna yfirverði, miðað við upplýsingar sem Lúðvík Bergvinsson vitnaði til úr Frjálsri verslun í desember árið 2002. Þar kemur fram að félag í eigu Fiskiðjunnar Skagfirðings og Skinneyjar-Þinganess hafi haft frumkvæði og völd í S-hópnum á þessum tíma vegna stöðu sinnar í Keri á meðan viðræður voru í gangi um kaup hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. 16. nóvember náðist samkomulag við S-hópinn. Hann samanstendur þá af VÍS, Samvinnulífeyrissjóðnum, Eglu, Keri, Samvinnutryggingum - eignarhaldsfélagi og erlendri fjármálastofnun. Lúðvík sagði engar lagareglur gilda um störf einkavæðingarnefndar og samkvæmt opinberum upplýsingum virtist að undarlegir hlutir hafi átt sér stað í tengslum við einkavæðingu Búnaðarbankans. Hann sagði þrálátan orðróm í viðskiptalífinu um að búið sé að ákveða fyrirfram hverjir kaupi Landssímann og að fráleit skilyrði til kaupenda virðist heimatilbúin til að koma verðmætum til vildarvina. Lúðvík spurði því hvort menn myndu nú aftur sjá sambærilega fréttamynd og áður er getið. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þrálátan orðróm í viðskiptalífinu um að búið sé að ákveða fyrirfram hverjir kaupi Landssímann og að fráleit skilyrði til kaupenda virðist heimatilbúin til að koma verðmætum til vildarvina. Hann rifjaði upp sölu Búnaðarbankans á Alþingi í gær og spurði hvort menn myndu nú aftur sjá sambærilega fréttamynd að aflokinni sölu Símans: af fyrrverandi varaformanni Framsóknarflokksins keyra burt með Landssímann í skottinu. Lúðvík tæpti á einkavæðingasögu Búnaðarbankans og sagði ekki að undra þótt það væru grunsemdir og tortryggni í garð ríkisstjórnarinnar í málinu. Hesteyri, fyrirtæki í eigu Skinneyjar-Þinganess og Kaupfélags Skagfirðinga, keypti rúmlega 22 prósenta hlut í Keri 16. ágúst 2002 af Straumi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á rúmlega 2,3 prósenta hlut í Skinney-Þinganes. Ker keypti síðan tæpan 35 prósenta hlut í VÍS af Landsbankanum þann 28. ágúst. Hesteyri er þá leiðandi aðili í Keri. S-hópurinn sýndi síðan áhuga á að kaupa Búnaðarbankannn 10. september. Einkavæðinganefnd hóf viðræður við S-hópinn 4. nóvember. 6. nóvember kemur VÍS inn í S-hópinn en Samskip fara út. 15. nóvember selur Ker Norvik hlut sinn í VÍS og hafði þá hagnast um rúman einn milljarð frá því hluturinn var keyptur af ríkinu. Heysteyri selur svo rúman 22 prósenta hlut sinn í Keri og fær greitt með fjórðungshlut í VÍS. Ætla má að hluturinn hafi verið seldur á 700 milljóna króna yfirverði, miðað við upplýsingar sem Lúðvík Bergvinsson vitnaði til úr Frjálsri verslun í desember árið 2002. Þar kemur fram að félag í eigu Fiskiðjunnar Skagfirðings og Skinneyjar-Þinganess hafi haft frumkvæði og völd í S-hópnum á þessum tíma vegna stöðu sinnar í Keri á meðan viðræður voru í gangi um kaup hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. 16. nóvember náðist samkomulag við S-hópinn. Hann samanstendur þá af VÍS, Samvinnulífeyrissjóðnum, Eglu, Keri, Samvinnutryggingum - eignarhaldsfélagi og erlendri fjármálastofnun. Lúðvík sagði engar lagareglur gilda um störf einkavæðingarnefndar og samkvæmt opinberum upplýsingum virtist að undarlegir hlutir hafi átt sér stað í tengslum við einkavæðingu Búnaðarbankans. Hann sagði þrálátan orðróm í viðskiptalífinu um að búið sé að ákveða fyrirfram hverjir kaupi Landssímann og að fráleit skilyrði til kaupenda virðist heimatilbúin til að koma verðmætum til vildarvina. Lúðvík spurði því hvort menn myndu nú aftur sjá sambærilega fréttamynd og áður er getið.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira