Er erfitt en á réttri leið 3. apríl 2005 00:01 Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst fyrir alvöru í dag þegar stuðningsmenn Össurar Skarphéðinssonar opna starfsstöð að Ármúla 40 klukkan þrjú. Sem kunnugt er hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir boðið sig fram gegn Össuri. Össur viðurkennir að á brattan sé að sækja en segist jafnframt vera á réttri leið. Kosning hefst um það bil þrjátíu dögum fyrir landsfund Samfylkingarinnar sem settur er 20. maí. Atkvæði skulu berast fyrir klukkan sex þann 19. maí og verða úrslitin tilkynnt þann 21. maí. Inntur eftir því hvers vegna kosið hafi verið að kalla höfuðstöðvar kosningabaráttu hans starfsstöð en ekki kosningaskrifstofu segir Össur að það sé vegna þess að hann og stuðningsmenn hans verði þar fyrst og fremst til að vinna þá grunnvinnu sem þurfi í kosningastarfi. Þau hafi þau minna umleikis en margir sem reki kosningar þannig ekki verði standandi kaffi í starfsstöðinni alla daga heldur verði fyrst og fremst tekið á móti fólki sem vilji leggja þeim lið í starfinu. Verið sé að leggja áherslu á það að nú sé kosningabaráttan formlega hafin og það verði mikil vinna. Aðspurður hvort hann eigi von á harðri baráttu segist hann gera það. Hann voni að hún verði málefnaleg og drengileg, en hún hafi verið það að mestu leyti og hann telji að hún geti orðið öflug fyrir flokkinn. Á brattan er að sækja fyrir Össur samkvæmt skoðanakönnunum. Aðspurður hvernig hann ætli að vinna kosningarnar segir Össur að hann muni gera það með því að leggja í dag fram stefnu sína um það hvernig hann vilji að flokkurinn vinni á næstunni og í þeirri ríkisstjórn sem Samfylkingin vilji mynda eftir næstu kosningar. Sömuleiðis muni hann lýsa þeim nýmælum sem hann telji að taka verði upp í starfi flokksins en fyrst og síðast leggi hann sín verk í dóm sinna kjósenda, þ.e. flokksmanna í Samfylkingunni. Flokknum hafi gengið ágætlega og verið í 32-35 prósentum í skoðanakönnunum, fjármál hans séu í góðu lagi, búið sé að stofna félög um allt land og flokkkurinn hafi verið í forystu í mjög sterkri og öflugri stjórnarandstöðu. Þetta sé það svið sem hann leggi fyrir fólk. Hann voni að menn kunni að meta verk hans og hann sé reyndar sannfærður um það. Hann hafi fundið að á brattan sé að sækja en jafnframt að hann og stuðningsmenn hans séu á réttri leið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst fyrir alvöru í dag þegar stuðningsmenn Össurar Skarphéðinssonar opna starfsstöð að Ármúla 40 klukkan þrjú. Sem kunnugt er hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir boðið sig fram gegn Össuri. Össur viðurkennir að á brattan sé að sækja en segist jafnframt vera á réttri leið. Kosning hefst um það bil þrjátíu dögum fyrir landsfund Samfylkingarinnar sem settur er 20. maí. Atkvæði skulu berast fyrir klukkan sex þann 19. maí og verða úrslitin tilkynnt þann 21. maí. Inntur eftir því hvers vegna kosið hafi verið að kalla höfuðstöðvar kosningabaráttu hans starfsstöð en ekki kosningaskrifstofu segir Össur að það sé vegna þess að hann og stuðningsmenn hans verði þar fyrst og fremst til að vinna þá grunnvinnu sem þurfi í kosningastarfi. Þau hafi þau minna umleikis en margir sem reki kosningar þannig ekki verði standandi kaffi í starfsstöðinni alla daga heldur verði fyrst og fremst tekið á móti fólki sem vilji leggja þeim lið í starfinu. Verið sé að leggja áherslu á það að nú sé kosningabaráttan formlega hafin og það verði mikil vinna. Aðspurður hvort hann eigi von á harðri baráttu segist hann gera það. Hann voni að hún verði málefnaleg og drengileg, en hún hafi verið það að mestu leyti og hann telji að hún geti orðið öflug fyrir flokkinn. Á brattan er að sækja fyrir Össur samkvæmt skoðanakönnunum. Aðspurður hvernig hann ætli að vinna kosningarnar segir Össur að hann muni gera það með því að leggja í dag fram stefnu sína um það hvernig hann vilji að flokkurinn vinni á næstunni og í þeirri ríkisstjórn sem Samfylkingin vilji mynda eftir næstu kosningar. Sömuleiðis muni hann lýsa þeim nýmælum sem hann telji að taka verði upp í starfi flokksins en fyrst og síðast leggi hann sín verk í dóm sinna kjósenda, þ.e. flokksmanna í Samfylkingunni. Flokknum hafi gengið ágætlega og verið í 32-35 prósentum í skoðanakönnunum, fjármál hans séu í góðu lagi, búið sé að stofna félög um allt land og flokkkurinn hafi verið í forystu í mjög sterkri og öflugri stjórnarandstöðu. Þetta sé það svið sem hann leggi fyrir fólk. Hann voni að menn kunni að meta verk hans og hann sé reyndar sannfærður um það. Hann hafi fundið að á brattan sé að sækja en jafnframt að hann og stuðningsmenn hans séu á réttri leið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira