Stríðið orsök eða afleiðing? 21. mars 2005 00:01 Markaði Íraksstríðið upphafið að bylgju frelsis og lýðræðis sem nú fer yfir Miðausturlönd? „Já,“ segja Bandaríkjastjórn og bandamenn hennar. „Nei, þetta er ekki alveg svona einfalt,“ segja fræðimenn. Ein af ástæðunum sem Bandaríkjastjórn gaf fyrir innrásinni í Írak, reyndar eftir á, var nauðsyn þess að breiða út lýðræði og frelsi í Miðausturlöndum. Nú, tveimur árum síðar, segist Bush Bandaríkjaforseti sjá þess merki að þetta takmark sé í augsýn. Konur hafi kosningarétt í Afganistan, Palestínumenn rjúfi hið gamla mynstur ofbeldis og hundruð þúsunda Líbana krefjist nú sjálfstæðis og lýðræðisréttinda. Þessar fullyrðingar vekja tvær spurningar. Í fyrsta lagi: Er það rétt að lýðræðisbylgja fari nú um Miðausturlönd? Og í öðru lagi: Ef svo er, er það Íraksstríðinu að þakka? Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í málefnum Miðausturlanda og helsti sérfræðingur Íslands um þessi málefni, segir að þetta sé ekki lýðræðisvæðing að hans mati. „Ef við lítum á þetta þannig að þetta sé orðin lítil Skandinavía þarna í Miðausturlöndum þá er það náttúrlega mjög sterkt til orða tekið. Það er angi af lýðræðisferlinu víðs vegar en hvergi er komið fullt lýðræði eins og við þekkjum það,“ segir Magnús. Magnús segir að innrásin í Írak og vera Bandaríkjamanna þar sé einn þeirra þátta sem hafi stuðlað að þessum skrefum sem þó hafa verið tekin í lýðræðisátt. En hann leggur áherslu á að þetta eigi sér mun lengri aðdraganda. Fall Berlínarmúrsins hafði mikil áhrif, uppgangur heittrúarhreyfinga sem fékk stjórnvöld til að hugsa sinn gang og síðast en ekki síst áhrif sjónvarpsstöðva eins og Al-Jazeera sem fjalla gagnrýnið um eigin stjórnvöld og ná til almennings í þessum löndum. „Það var ekki Íraksstríðið sjálft sem kom þessu öllu af stað heldur er það hluti af allsherjar ferli á þessu svæði,“ segir Magnús. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Markaði Íraksstríðið upphafið að bylgju frelsis og lýðræðis sem nú fer yfir Miðausturlönd? „Já,“ segja Bandaríkjastjórn og bandamenn hennar. „Nei, þetta er ekki alveg svona einfalt,“ segja fræðimenn. Ein af ástæðunum sem Bandaríkjastjórn gaf fyrir innrásinni í Írak, reyndar eftir á, var nauðsyn þess að breiða út lýðræði og frelsi í Miðausturlöndum. Nú, tveimur árum síðar, segist Bush Bandaríkjaforseti sjá þess merki að þetta takmark sé í augsýn. Konur hafi kosningarétt í Afganistan, Palestínumenn rjúfi hið gamla mynstur ofbeldis og hundruð þúsunda Líbana krefjist nú sjálfstæðis og lýðræðisréttinda. Þessar fullyrðingar vekja tvær spurningar. Í fyrsta lagi: Er það rétt að lýðræðisbylgja fari nú um Miðausturlönd? Og í öðru lagi: Ef svo er, er það Íraksstríðinu að þakka? Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í málefnum Miðausturlanda og helsti sérfræðingur Íslands um þessi málefni, segir að þetta sé ekki lýðræðisvæðing að hans mati. „Ef við lítum á þetta þannig að þetta sé orðin lítil Skandinavía þarna í Miðausturlöndum þá er það náttúrlega mjög sterkt til orða tekið. Það er angi af lýðræðisferlinu víðs vegar en hvergi er komið fullt lýðræði eins og við þekkjum það,“ segir Magnús. Magnús segir að innrásin í Írak og vera Bandaríkjamanna þar sé einn þeirra þátta sem hafi stuðlað að þessum skrefum sem þó hafa verið tekin í lýðræðisátt. En hann leggur áherslu á að þetta eigi sér mun lengri aðdraganda. Fall Berlínarmúrsins hafði mikil áhrif, uppgangur heittrúarhreyfinga sem fékk stjórnvöld til að hugsa sinn gang og síðast en ekki síst áhrif sjónvarpsstöðva eins og Al-Jazeera sem fjalla gagnrýnið um eigin stjórnvöld og ná til almennings í þessum löndum. „Það var ekki Íraksstríðið sjálft sem kom þessu öllu af stað heldur er það hluti af allsherjar ferli á þessu svæði,“ segir Magnús.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira