Furða sig á RÚV-frumvarpinu 16. mars 2005 00:01 Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa furðu sinni á frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið sem þeir segja slæmt fyrir lýðræðið. Verið að stofna ríkisstjórnarútvarp, segir þingmaður Samfylkingarinnar. Samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra verður Ríkisútvarpinu breytt í sameignarfélag. Ráðherra fer með eignarhlutinn en fimm manna stjórn félagsins verður kjörin á Alþingi. Vinstri - grænir segja það furðulegt að tala um sameignarfélag þar sem ekki sé verið að fjölga eigendum. Þeir telja breytingarnar varasamar því verið sé að fjarlægja stofnunina frá raunverulegum eigendum sínum: íslensku þjóðinni. Ögmundur Jónasson þingflokksformaður segir þetta slæmt fyrir lýðræðið að öllu leyti. „Hvers vegna eru þessar miklu umræður um Ríkisútvarpið núna? Það er vegna þessara tengsla við eigendur Ríkisútvarpsins - mönnum finnst stofnunin koma sér við og hafa aðkomu að því,“ segir Ögmundur. Vinstri - grænir vilja að dregið sé úr pólitískum áhrifum á þann veg að hlutfallskosning á Alþingi ráði ekki um stjórn RÚV. „En í þessu frumvarpi er engin breyting á þessu,“ segir Ögmundur og bætir við að það sé óljóst og með lausa enda. Samfylkingin gagnrýnir að meirihluti Alþingis fái meirihluta í útvarpsstjórn og bendir á að hafi markmiðið með frumvarpinu verið að draga úr pólitískum áhrifum á daglegan rekstur Ríkisútvarpsins, þá gangi það ekki upp samkvæmt þeim breytingum sem lagðar séu til. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það þurfi að stefna að öflugu, sjálfstæðu almannaútvarpi, en ekki „ríkisstjórnarútvarpi“ eins og þetta frumvarp beri allt of mikinn keim af. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að með frumvarpinu sé verið að að nútímavæða RÚV til að stofnunin geti komið til móts við nýja tíma í fjölmiðlarekstri. „Það sem skiptir máli er að Ríkisútvarpið geti staðið stöndugt í þeirra samkeppni en náttúrlega fyrst og síðast staðið undir því almannaþjónustuhlutverki sem því ber skylda til að uppfylla,“ segir menntamálaráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa furðu sinni á frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið sem þeir segja slæmt fyrir lýðræðið. Verið að stofna ríkisstjórnarútvarp, segir þingmaður Samfylkingarinnar. Samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra verður Ríkisútvarpinu breytt í sameignarfélag. Ráðherra fer með eignarhlutinn en fimm manna stjórn félagsins verður kjörin á Alþingi. Vinstri - grænir segja það furðulegt að tala um sameignarfélag þar sem ekki sé verið að fjölga eigendum. Þeir telja breytingarnar varasamar því verið sé að fjarlægja stofnunina frá raunverulegum eigendum sínum: íslensku þjóðinni. Ögmundur Jónasson þingflokksformaður segir þetta slæmt fyrir lýðræðið að öllu leyti. „Hvers vegna eru þessar miklu umræður um Ríkisútvarpið núna? Það er vegna þessara tengsla við eigendur Ríkisútvarpsins - mönnum finnst stofnunin koma sér við og hafa aðkomu að því,“ segir Ögmundur. Vinstri - grænir vilja að dregið sé úr pólitískum áhrifum á þann veg að hlutfallskosning á Alþingi ráði ekki um stjórn RÚV. „En í þessu frumvarpi er engin breyting á þessu,“ segir Ögmundur og bætir við að það sé óljóst og með lausa enda. Samfylkingin gagnrýnir að meirihluti Alþingis fái meirihluta í útvarpsstjórn og bendir á að hafi markmiðið með frumvarpinu verið að draga úr pólitískum áhrifum á daglegan rekstur Ríkisútvarpsins, þá gangi það ekki upp samkvæmt þeim breytingum sem lagðar séu til. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það þurfi að stefna að öflugu, sjálfstæðu almannaútvarpi, en ekki „ríkisstjórnarútvarpi“ eins og þetta frumvarp beri allt of mikinn keim af. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að með frumvarpinu sé verið að að nútímavæða RÚV til að stofnunin geti komið til móts við nýja tíma í fjölmiðlarekstri. „Það sem skiptir máli er að Ríkisútvarpið geti staðið stöndugt í þeirra samkeppni en náttúrlega fyrst og síðast staðið undir því almannaþjónustuhlutverki sem því ber skylda til að uppfylla,“ segir menntamálaráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Sjá meira