Fjölmiðlanefnd: Sögulegar sættir 16. mars 2005 00:01 Sögulegar sættir gætu náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu um áhersluatriði laga um eignarhald á fjölmiðlum. Fjölmiðlanefndin svokallaða er að ljúka störfum og útlit er fyrir samstöðu um að einstaklingar og fyrirtæki megi eiga stærri eignarhlut en gert var ráð fyrir í öllum útgáfum fjölmiðlafrumvarpsins. Vinna fjölmiðlanefndarinnar er á viðkvæmu stigi og lokaniðurstaða liggur ekki fyrir. Nefndarmenn eru að kanna sitt bakland í flokkunum þessa dagana. Enn er deilt um eignarhald á fjölmiðlum, sjálfstæði ritstjórna og stöðu Ríkisútvarpsins á markaði. Útlit er þó fyrir að sögulegar sættir geti náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu samkvæmt heimildum Stöðvar 2. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að ræða stærri eignarhlut, sem fyrirtæki og einstaklingar megi eiga í fjölmiðlafyrirtækjum, en var uppi á teningnum í síðustu útgáfu fjölmiðlafrumvarpsins. Ekki er lengur inni í myndinni að eigendur prentmiðla megi ekki eiga í ljósvakamiðlum, og öfugt, enda þykja tækniframfarir gera það ógerlegt. Þá er sérstakur kafli í skýrslu nefndarinnar um Ríkisútvarpið þótt nefndinni hafi ekki verið falið að gera beinar tillögur um það.. Þá hefur nefndin skoðað sérstaklega stafrænt sjónvarp og gagnvirkt og aðrar tækniframfarir sem hafa orðið í fjölmiðlum. Þar er bylting handan við hornið. Samkvæmt heimildum fréttastofu telja flestir nefndarmenn að það geti verið óhagkvæmt fyrir neytendur að fyrirtæki séu að reka mörg dreifikerfi. Það sé þó ekkert val í þeim efnum þar sem sú þróun sé þegar hafin. Tryggja þurfi hins vegar jafnan aðgang að dreifikerfum með sem minnstum tilkostnaði. Menntamálaráðherra frestaði, að beiðni nefndarmanna sem sitja á þingi, umræðu um Ríkisútvarpið sem vera átti á morgun, þar til fjölmiðlanefndin hefur lokið störfum. Forseti Alþingis hafði áður hafnað þesssari beiðni en nefndarmenn sem sitja á þingi vildu komast hjá því að ræða efnisatriði frumvarpsins meðan tillögur nefndarinnar lægju ekki fyrir. Vonast er til að skýrslan í heild geti legið fyrir eftir páska. Ekki verður tekin sértstök afstaða til eignarhalds símafyrirtækjanna í fjölmiðlum þar sem Samkeppnisstofnun hefur enn ekki kveðið upp úrskurð um þau mál. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira
Sögulegar sættir gætu náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu um áhersluatriði laga um eignarhald á fjölmiðlum. Fjölmiðlanefndin svokallaða er að ljúka störfum og útlit er fyrir samstöðu um að einstaklingar og fyrirtæki megi eiga stærri eignarhlut en gert var ráð fyrir í öllum útgáfum fjölmiðlafrumvarpsins. Vinna fjölmiðlanefndarinnar er á viðkvæmu stigi og lokaniðurstaða liggur ekki fyrir. Nefndarmenn eru að kanna sitt bakland í flokkunum þessa dagana. Enn er deilt um eignarhald á fjölmiðlum, sjálfstæði ritstjórna og stöðu Ríkisútvarpsins á markaði. Útlit er þó fyrir að sögulegar sættir geti náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu samkvæmt heimildum Stöðvar 2. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að ræða stærri eignarhlut, sem fyrirtæki og einstaklingar megi eiga í fjölmiðlafyrirtækjum, en var uppi á teningnum í síðustu útgáfu fjölmiðlafrumvarpsins. Ekki er lengur inni í myndinni að eigendur prentmiðla megi ekki eiga í ljósvakamiðlum, og öfugt, enda þykja tækniframfarir gera það ógerlegt. Þá er sérstakur kafli í skýrslu nefndarinnar um Ríkisútvarpið þótt nefndinni hafi ekki verið falið að gera beinar tillögur um það.. Þá hefur nefndin skoðað sérstaklega stafrænt sjónvarp og gagnvirkt og aðrar tækniframfarir sem hafa orðið í fjölmiðlum. Þar er bylting handan við hornið. Samkvæmt heimildum fréttastofu telja flestir nefndarmenn að það geti verið óhagkvæmt fyrir neytendur að fyrirtæki séu að reka mörg dreifikerfi. Það sé þó ekkert val í þeim efnum þar sem sú þróun sé þegar hafin. Tryggja þurfi hins vegar jafnan aðgang að dreifikerfum með sem minnstum tilkostnaði. Menntamálaráðherra frestaði, að beiðni nefndarmanna sem sitja á þingi, umræðu um Ríkisútvarpið sem vera átti á morgun, þar til fjölmiðlanefndin hefur lokið störfum. Forseti Alþingis hafði áður hafnað þesssari beiðni en nefndarmenn sem sitja á þingi vildu komast hjá því að ræða efnisatriði frumvarpsins meðan tillögur nefndarinnar lægju ekki fyrir. Vonast er til að skýrslan í heild geti legið fyrir eftir páska. Ekki verður tekin sértstök afstaða til eignarhalds símafyrirtækjanna í fjölmiðlum þar sem Samkeppnisstofnun hefur enn ekki kveðið upp úrskurð um þau mál.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira