Ráðherra vill breyta samningi 13. mars 2005 00:01 "Ég mun skoða í vikunni hvort hægt sé að endurskoða eða breyta þessum samningi sem Ríkiskaup hafa gert vegna varðskipanna," segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún er afar vonsvikin með að horft sé framhjá íslenskum skipasmíðastöðvum eins og gerðist í síðustu viku þegar Ríkiskaup tók tilboði pólskra aðila um breytingar og endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý. Valgerður segist vilja fylgja fordæmi annarra þjóða sem vernda sinn skipasmíðaiðnað og hækka endurgreiðslur aðstöðugjalda enda sýni þetta ákveðna mál hversu samkeppnishæfar íslenskar skipasmíðastöðvar séu í raun og veru. "Þarna munar aðeins nokkrum milljónum króna og í mínum huga sannar það að við eigum sóknarfæri á þessum vettvangi. Við eigum tækifæri til að lagfæra samkeppnisstöðu þessara fyrirtækja án þess að brjóta lög eða reglur og því vil ég beita mér fyrir." Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að hvað stofnunina varðaði væri engin spurning um hagræðið af því að láta endurbætur á varðskipunum fara fram hérlendis. "Að sjálfsögðu er betra á allan máta að láta endurbyggja skipin hér en við komum ekki að þessari ákvörðun að neinu leyti. Þótt ekki hafi munað meira en 13 til 14 milljónum á tilboði erlendu aðilanna og þeirra íslensku voru fleiri þættir mikilvægari við þessa ákvörðun, til að mynda þessi ISO gæðavottun sem Pólverjarnir hafa en Íslendingarnir ekki og þar utan er reynsla Pólverjanna mun meiri við slík verk og það vegur þungt." Georg vildi ekki meta kostnað Gæslunnar við að sigla skipunum tveimur til Póllands og fljúga áhöfninni heim aftur eins og þörf verður á en þar að auki verður að greiða kostnað tveggja starfsmanna allan tímann sem skipin eru í slipp en þeirra hlutverk er að hafa eftirlit með verkinu og gæta þess að farið sé í einu og öllu eftir útboðsgögnum. "Það segir sig sjálft að kostnaður yrði umtalsvert minni ef skipin þyrftu aðeins að fara til Akureyrar og mikið hagræði að því fyrir okkur." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
"Ég mun skoða í vikunni hvort hægt sé að endurskoða eða breyta þessum samningi sem Ríkiskaup hafa gert vegna varðskipanna," segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún er afar vonsvikin með að horft sé framhjá íslenskum skipasmíðastöðvum eins og gerðist í síðustu viku þegar Ríkiskaup tók tilboði pólskra aðila um breytingar og endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý. Valgerður segist vilja fylgja fordæmi annarra þjóða sem vernda sinn skipasmíðaiðnað og hækka endurgreiðslur aðstöðugjalda enda sýni þetta ákveðna mál hversu samkeppnishæfar íslenskar skipasmíðastöðvar séu í raun og veru. "Þarna munar aðeins nokkrum milljónum króna og í mínum huga sannar það að við eigum sóknarfæri á þessum vettvangi. Við eigum tækifæri til að lagfæra samkeppnisstöðu þessara fyrirtækja án þess að brjóta lög eða reglur og því vil ég beita mér fyrir." Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að hvað stofnunina varðaði væri engin spurning um hagræðið af því að láta endurbætur á varðskipunum fara fram hérlendis. "Að sjálfsögðu er betra á allan máta að láta endurbyggja skipin hér en við komum ekki að þessari ákvörðun að neinu leyti. Þótt ekki hafi munað meira en 13 til 14 milljónum á tilboði erlendu aðilanna og þeirra íslensku voru fleiri þættir mikilvægari við þessa ákvörðun, til að mynda þessi ISO gæðavottun sem Pólverjarnir hafa en Íslendingarnir ekki og þar utan er reynsla Pólverjanna mun meiri við slík verk og það vegur þungt." Georg vildi ekki meta kostnað Gæslunnar við að sigla skipunum tveimur til Póllands og fljúga áhöfninni heim aftur eins og þörf verður á en þar að auki verður að greiða kostnað tveggja starfsmanna allan tímann sem skipin eru í slipp en þeirra hlutverk er að hafa eftirlit með verkinu og gæta þess að farið sé í einu og öllu eftir útboðsgögnum. "Það segir sig sjálft að kostnaður yrði umtalsvert minni ef skipin þyrftu aðeins að fara til Akureyrar og mikið hagræði að því fyrir okkur."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira