Þriðjungur hersins heim 13. mars 2005 00:01 Sýrlendingar lofa að kalla þriðjung hersveita sinna í Líbanon heim fyrir lok þessa mánaðar og hafa samþykkt áætlun sem gerir ráð fyrir að hernaðarafskiptum Sýrlendinga í Líbanon ljúki. Engin tímamörk eru þó sett um endanlegt brotthvarf. Áætlunin sem Sýrlendingar samþykktu gerir ráð fyrir tveimur stigum og því fyrra á að ljúka fyrir lok marsmánaðar. Í því felst að þriðjungur hermanna Sýrlendinga haldi frá Líbanon og að allir hermenn sem og leyniþjónustumenn haldi einungis til í Bekaa-dalnum, skammt frá landamærum Sýrlands. Í seinna stiginu felst að hernaðarafskiptum Sýrlendinga í Líbanon ljúki endanlega en enn sem komið er hefur ekki verið gengið frá neinni dagsetningu fyrir það skref sem vakið hefur nokkrar efasemdir meðal Bandaríkjamanna. Það var þrýstingur frá þeim, sem og Evrópuþjóðum og arabaríkjum og mótmælendum í Líbanon, sem varð þess valdandi að stjórnvöld í Damaskus sáu sér þann kost vænstan að gefa eftir og samþykkja þær hugmyndir sem Terje Roed-Larsen, sendifulltrúi Kofis Annans, lagði fram á fundi með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í gær. Í byrjun aprílmánaðar eiga fulltrúar sýrlenskra og líbanskra hermálayfirvalda að hittast til að ræða endanlegt brotthvarf. Niðurstaða þess fundar verður í raun prófið sem Sýrlendingar verða að standast til að efasemdarmenn sannfærist, en ef Sýrlendingar beita áhrifum sínum í Líbanon, sem eru töluverð, og niðurstaða fundarins verður loðin, er hætt við að enn verði sótt að stjórn Assads forseta og þrýstingurinn aukist á ný. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin Sjá meira
Sýrlendingar lofa að kalla þriðjung hersveita sinna í Líbanon heim fyrir lok þessa mánaðar og hafa samþykkt áætlun sem gerir ráð fyrir að hernaðarafskiptum Sýrlendinga í Líbanon ljúki. Engin tímamörk eru þó sett um endanlegt brotthvarf. Áætlunin sem Sýrlendingar samþykktu gerir ráð fyrir tveimur stigum og því fyrra á að ljúka fyrir lok marsmánaðar. Í því felst að þriðjungur hermanna Sýrlendinga haldi frá Líbanon og að allir hermenn sem og leyniþjónustumenn haldi einungis til í Bekaa-dalnum, skammt frá landamærum Sýrlands. Í seinna stiginu felst að hernaðarafskiptum Sýrlendinga í Líbanon ljúki endanlega en enn sem komið er hefur ekki verið gengið frá neinni dagsetningu fyrir það skref sem vakið hefur nokkrar efasemdir meðal Bandaríkjamanna. Það var þrýstingur frá þeim, sem og Evrópuþjóðum og arabaríkjum og mótmælendum í Líbanon, sem varð þess valdandi að stjórnvöld í Damaskus sáu sér þann kost vænstan að gefa eftir og samþykkja þær hugmyndir sem Terje Roed-Larsen, sendifulltrúi Kofis Annans, lagði fram á fundi með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í gær. Í byrjun aprílmánaðar eiga fulltrúar sýrlenskra og líbanskra hermálayfirvalda að hittast til að ræða endanlegt brotthvarf. Niðurstaða þess fundar verður í raun prófið sem Sýrlendingar verða að standast til að efasemdarmenn sannfærist, en ef Sýrlendingar beita áhrifum sínum í Líbanon, sem eru töluverð, og niðurstaða fundarins verður loðin, er hætt við að enn verði sótt að stjórn Assads forseta og þrýstingurinn aukist á ný.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin Sjá meira