Þingmenn tala af vanþekkingu 21. febrúar 2005 00:01 Fyrrverandi framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar segir þingmenn tjá sig af mikilli vanþekkingu um hugsanlegt bann við reykingum á veitinga- og kaffihúsum. Hann bendir á að samkvæmt rammasamningi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar geti Ísland ekki skorast undan því að vernda fólk gegn tóbaksreyk á öllum opinberum stöðum. Í kjölfar frumvarps Sivjar Friðleifsdóttur Framsóknarflokki um bann við reykingum á kaffihúsum og veitnga- og skemmtistöðum, hafa þingmenn tjáð sig fjálglega um málið og af mikilli vanþekkingu, að mati Þorgríms Þráinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Tóbaksvarnarnefndar. Honum finnst með ólíkindum að þingmenn skuli ekki hafa lesið rammasamning sem utanríkisráðuneytið gerði við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina sl. vor þar ríkisstjórn Íslands skuldbindur sig til að vernda fólk gegn reykingum á öllum opinberum stöðum. „Mér finnst ég ekki geta orða bundist þegar maður sér fólk í þjóðfélaginu, og ekki bara þingmenn, vaða uppi með rangindi og vitleysu þegar staðreyndirnar liggja fyrir og við höfum skuldbundið okkur til að taka ákveðið skref í tóbaksvörnum,“ segir Þorgrímur. Hann segir þjóðir eins og Ítali, Svía og Kúbverja búnar að skrifa undir sama samning og séu núna að stíga skrefið til fulls. Samkvæmt rammasamningi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar viðurkenna aðildarríkin meðal annars að tóbaksneysla sé faraldur sem breiðist út og geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir lýðheilsu í samfélaginu. Þorgrímur segir það miður að það sé feimnismál að fjalla um dauðsföll af völdum reykinga og bendir á að hér á landi látist 30 til 40 manns árlega af völdum óbeinna reykinga sem sé algerlega óásættanlegt. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Fyrrverandi framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar segir þingmenn tjá sig af mikilli vanþekkingu um hugsanlegt bann við reykingum á veitinga- og kaffihúsum. Hann bendir á að samkvæmt rammasamningi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar geti Ísland ekki skorast undan því að vernda fólk gegn tóbaksreyk á öllum opinberum stöðum. Í kjölfar frumvarps Sivjar Friðleifsdóttur Framsóknarflokki um bann við reykingum á kaffihúsum og veitnga- og skemmtistöðum, hafa þingmenn tjáð sig fjálglega um málið og af mikilli vanþekkingu, að mati Þorgríms Þráinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Tóbaksvarnarnefndar. Honum finnst með ólíkindum að þingmenn skuli ekki hafa lesið rammasamning sem utanríkisráðuneytið gerði við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina sl. vor þar ríkisstjórn Íslands skuldbindur sig til að vernda fólk gegn reykingum á öllum opinberum stöðum. „Mér finnst ég ekki geta orða bundist þegar maður sér fólk í þjóðfélaginu, og ekki bara þingmenn, vaða uppi með rangindi og vitleysu þegar staðreyndirnar liggja fyrir og við höfum skuldbundið okkur til að taka ákveðið skref í tóbaksvörnum,“ segir Þorgrímur. Hann segir þjóðir eins og Ítali, Svía og Kúbverja búnar að skrifa undir sama samning og séu núna að stíga skrefið til fulls. Samkvæmt rammasamningi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar viðurkenna aðildarríkin meðal annars að tóbaksneysla sé faraldur sem breiðist út og geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir lýðheilsu í samfélaginu. Þorgrímur segir það miður að það sé feimnismál að fjalla um dauðsföll af völdum reykinga og bendir á að hér á landi látist 30 til 40 manns árlega af völdum óbeinna reykinga sem sé algerlega óásættanlegt.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira