Þrír endar hjá Verzlingum! 18. febrúar 2005 00:01 Það verður seint sagt um sýninguna Welcome to the Jungle að hún sé dæmigerð eða fyrirsjáanleg og oft er dansað á línunni hvað ýmsa hluti varðar, án þess þó að farið sé yfir hana. Eitt af því sem ekki samræmist almennum leikhúsvenjum er að á söngleiknum eru þrír endar, góður, slæmur og pólitískur endir. Fljótlega eftir hlé eru áhorfendur spurðir hvaða endi þeir vilja helst sjá og fer það eftir lófataki og fagnaðarópum hvaða endir er notaður hverju sinni. Áhorfendur hafa því sitt að segja um framvindu sýningarinnar og má segja að þeir ráði örlögum persónanna á sviðinu. Agnar Jón, leikstjóri og handritshöfundur sýningarinnar, er óhræddur við að feta ótroðnar slóðir og koma fólki í opna skjöldu og var hugmyndin um hina þrjá mismunandi enda ekki opinberuð fyrr en á frumsýningardag. Nokkrum klukkustundum fyrir sýningu var tveimur manneskjum úr lokaatriðinu sagt frá því að það ætti að nota annan endi en æfður hafði verið. Viðbrögð hinna 50 krakkanna á sviðinu við þessari óvæntu uppákomu voru því ósvikin og þegar það leit út fyrir að um leiksigur væri að ræða voru það einungis mannleg viðbrögð sem réðu ferðinni.Welcome to the jungle er á margan hátt bæði djörf og óhefluð sýning en þó hangir hún saman á traustum grunni og sögu sem lætur engan ósnortinn. Það er því um að gera fyrir þá sem vilja gera sér dagamun að tryggja sér sæti sem fyrst og kíkja á stykkið í Loftkastalanum. Leikhús Skóla - og menntamál Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Það verður seint sagt um sýninguna Welcome to the Jungle að hún sé dæmigerð eða fyrirsjáanleg og oft er dansað á línunni hvað ýmsa hluti varðar, án þess þó að farið sé yfir hana. Eitt af því sem ekki samræmist almennum leikhúsvenjum er að á söngleiknum eru þrír endar, góður, slæmur og pólitískur endir. Fljótlega eftir hlé eru áhorfendur spurðir hvaða endi þeir vilja helst sjá og fer það eftir lófataki og fagnaðarópum hvaða endir er notaður hverju sinni. Áhorfendur hafa því sitt að segja um framvindu sýningarinnar og má segja að þeir ráði örlögum persónanna á sviðinu. Agnar Jón, leikstjóri og handritshöfundur sýningarinnar, er óhræddur við að feta ótroðnar slóðir og koma fólki í opna skjöldu og var hugmyndin um hina þrjá mismunandi enda ekki opinberuð fyrr en á frumsýningardag. Nokkrum klukkustundum fyrir sýningu var tveimur manneskjum úr lokaatriðinu sagt frá því að það ætti að nota annan endi en æfður hafði verið. Viðbrögð hinna 50 krakkanna á sviðinu við þessari óvæntu uppákomu voru því ósvikin og þegar það leit út fyrir að um leiksigur væri að ræða voru það einungis mannleg viðbrögð sem réðu ferðinni.Welcome to the jungle er á margan hátt bæði djörf og óhefluð sýning en þó hangir hún saman á traustum grunni og sögu sem lætur engan ósnortinn. Það er því um að gera fyrir þá sem vilja gera sér dagamun að tryggja sér sæti sem fyrst og kíkja á stykkið í Loftkastalanum.
Leikhús Skóla - og menntamál Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira