Þrýst hart á íslensk stjórnvöld 9. febrúar 2005 00:01 Bandaríkjastjórn sótti hart að íslenskum stjórnvöldum að fara á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu og það er þess vegna sem nafn Íslands lendir þar þann 18. mars 2003. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra viðurkennir í viðtali að ákvörðunin um að fara á þennan lista hafi tengst hagsmunum Íslands í varnarsamningunum við Bandaríkin. Það vakti mikla athygli á sínum tíma og hefur valdið miklum deilum æ síðan að nafn Íslands birtist á lista innrásarþjóðanna í Írak. Fram að því hafði Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, ítrekað lýst því yfir að hann væri fylgjandi friðsamlegri lausn. Nákvæmlega á þessum tímapunkti, 18. mars, varð ekki séð að eitthvað hefði gerst í Íraksmálinu sjálfu sem kallaði á þessa vendingu íslenskra stjórnvalda. Í ítarlegu viðtali sem tekið var við Halldór seint í gær skýrir hann í fyrsta sinn frá því hvað nákvæmlega varð til þess að Ísland lenti á þessum lista. Halldór segir að Bandaríkjamenn hafi haft samband við íslensk stjórnvöld og beðið um pólistískan stuðning í málinu eins og gert hafi verið í mörgum öðrum málum. Ef Íslendingar hefðu neitað hefði það verið veruleg stefnubreyting af hálfu Íslands í öryggis- og varnarmálum. Bandaríkjastjórn beitti miklum diplómatískum þrýstingi til að fá fram þessa niðurstöðu en Halldór segir eðlilegt að íslensk stjórnvöld standi með sínum helstu vinaþjóðum. Hann viðurkennir líta megi á Íraksmálið í samhengi við varnarhagsmuni Íslands og að óbeint tengist þetta varnarsamningunum. Það hafi hins vegar ekki verið nein bein tengsl á milli málanna. Ekki hafi verið nein loforð af hálfu Bandaríkjanna eða skilyrði af hálfu Íslendinga eins og komið hafi ljós rétt fyrir Alþingiskosningar 2003. Þarna er Halldór að vísa í ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að draga orrustuþoturnar einhliða frá Keflavíkurflugvelli. Það kom íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu, sérstaklega í ljósi þess að Ísland var nýbúið að veita Bandaríkjastjórn stuðning í Íraksmálinu. Viðtalið í heild sinni má sjá í Íslandi í dag á Veftíví. Þar lýsir Halldór meðal annars í fyrsta sinn þeirri athyglisverðu atburðarás sem leiddi að ákvörðuninni 18. mars, bregst við gagnrýni Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, útskýrir samskiptin við Davíð, talar um það af hverju hann var ósáttur við lista Bandaríkjamanna og hvað hann hefði getað gert öðruvísi í þessu máli. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Bandaríkjastjórn sótti hart að íslenskum stjórnvöldum að fara á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu og það er þess vegna sem nafn Íslands lendir þar þann 18. mars 2003. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra viðurkennir í viðtali að ákvörðunin um að fara á þennan lista hafi tengst hagsmunum Íslands í varnarsamningunum við Bandaríkin. Það vakti mikla athygli á sínum tíma og hefur valdið miklum deilum æ síðan að nafn Íslands birtist á lista innrásarþjóðanna í Írak. Fram að því hafði Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, ítrekað lýst því yfir að hann væri fylgjandi friðsamlegri lausn. Nákvæmlega á þessum tímapunkti, 18. mars, varð ekki séð að eitthvað hefði gerst í Íraksmálinu sjálfu sem kallaði á þessa vendingu íslenskra stjórnvalda. Í ítarlegu viðtali sem tekið var við Halldór seint í gær skýrir hann í fyrsta sinn frá því hvað nákvæmlega varð til þess að Ísland lenti á þessum lista. Halldór segir að Bandaríkjamenn hafi haft samband við íslensk stjórnvöld og beðið um pólistískan stuðning í málinu eins og gert hafi verið í mörgum öðrum málum. Ef Íslendingar hefðu neitað hefði það verið veruleg stefnubreyting af hálfu Íslands í öryggis- og varnarmálum. Bandaríkjastjórn beitti miklum diplómatískum þrýstingi til að fá fram þessa niðurstöðu en Halldór segir eðlilegt að íslensk stjórnvöld standi með sínum helstu vinaþjóðum. Hann viðurkennir líta megi á Íraksmálið í samhengi við varnarhagsmuni Íslands og að óbeint tengist þetta varnarsamningunum. Það hafi hins vegar ekki verið nein bein tengsl á milli málanna. Ekki hafi verið nein loforð af hálfu Bandaríkjanna eða skilyrði af hálfu Íslendinga eins og komið hafi ljós rétt fyrir Alþingiskosningar 2003. Þarna er Halldór að vísa í ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að draga orrustuþoturnar einhliða frá Keflavíkurflugvelli. Það kom íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu, sérstaklega í ljósi þess að Ísland var nýbúið að veita Bandaríkjastjórn stuðning í Íraksmálinu. Viðtalið í heild sinni má sjá í Íslandi í dag á Veftíví. Þar lýsir Halldór meðal annars í fyrsta sinn þeirri athyglisverðu atburðarás sem leiddi að ákvörðuninni 18. mars, bregst við gagnrýni Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, útskýrir samskiptin við Davíð, talar um það af hverju hann var ósáttur við lista Bandaríkjamanna og hvað hann hefði getað gert öðruvísi í þessu máli.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira