Staðfestir sakir olíufélaganna 1. febrúar 2005 00:01 Samkvæmt úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála lækka sektir olíufélaganna um rúmlega einn milljarð. Sektir Skeljungs lækka mest eða um 650 milljónir króna. Sektirnar þarf að greiða eigi síðar en þremur mánuðum frá uppkvaðningu úrskurðarins sem kveðinn var upp í gær. Guðmundur Sigurðsson, lögfræðingur hjá Samkeppnisstofnun, segist að mestu vera mjög sáttur við úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. "Nefndin staðfestir raunverulega í megin atriðum hið ólögmæta samráð og segir þarna hafa verið um að ræða skipulagt, umfangsmikið, ólöglegt samráð í níu ár. Við erum ánægðir með að áfrýjunarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að ekkert hafi verið við vinnubrögð Samkeppnisráðs að athuga þannig að það gæfi ástæðu til að fella úr gildi eða breyta ákvörðun ráðsins. "Skeljungur er ekki lengur sett í þá stöðu að vera aðalgerandi í málinu. Ég er ánægður með lækkun sektarinnar um 650 milljónir króna en tel ákvörðunina um þá sekt sem eftir stendur mjög alvarlega," segir Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs, um úrskurðinn. Hann segir ekki hafa verið ákveðið hvort málið verði lagt fyrir héraðsdóm eins og félagið hafi kost á. Guðmundur Sigurðsson segir skilja á milli Samkeppnisráðs og áfrýjunarnefndarinnar við mat á sektunum. "Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu að sannarlegur ávinningur félaganna á þessu brotatímabili hafi verið 6,5 milljarðar króna og áfrýjunarnefndin staðfestir þá tölu í raun og veru. Samkeppnisráð ákvarðaði jafna sekt á öll félögin en nefndin telur ávinning þeirra mismikinn," segir Guðmundur. Hann segir ávinning Skeljungs hafa verið sínu minnstan eða 1.650 milljónir á móti 2.750 milljónum Kers sem rekur Essó. Eins segir hann áfrýjunarnefndina taka meira tillit til breytinga í hagkerfinu seinni hluta samráðstímabilsins sem Samkeppnisráð taldi ekki ástæðu til að gera. Samkvæmt úrskurðinum er sekt Kers, sem rekur Essó, 900 milljónir og sekt Olíuverslun Íslands 700 milljónir fyrir afslátt, sem félögin fá fyrir samvinnu við rannsókn málsins. Skeljungur fær engan afslátt. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Samkvæmt úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála lækka sektir olíufélaganna um rúmlega einn milljarð. Sektir Skeljungs lækka mest eða um 650 milljónir króna. Sektirnar þarf að greiða eigi síðar en þremur mánuðum frá uppkvaðningu úrskurðarins sem kveðinn var upp í gær. Guðmundur Sigurðsson, lögfræðingur hjá Samkeppnisstofnun, segist að mestu vera mjög sáttur við úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. "Nefndin staðfestir raunverulega í megin atriðum hið ólögmæta samráð og segir þarna hafa verið um að ræða skipulagt, umfangsmikið, ólöglegt samráð í níu ár. Við erum ánægðir með að áfrýjunarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að ekkert hafi verið við vinnubrögð Samkeppnisráðs að athuga þannig að það gæfi ástæðu til að fella úr gildi eða breyta ákvörðun ráðsins. "Skeljungur er ekki lengur sett í þá stöðu að vera aðalgerandi í málinu. Ég er ánægður með lækkun sektarinnar um 650 milljónir króna en tel ákvörðunina um þá sekt sem eftir stendur mjög alvarlega," segir Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs, um úrskurðinn. Hann segir ekki hafa verið ákveðið hvort málið verði lagt fyrir héraðsdóm eins og félagið hafi kost á. Guðmundur Sigurðsson segir skilja á milli Samkeppnisráðs og áfrýjunarnefndarinnar við mat á sektunum. "Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu að sannarlegur ávinningur félaganna á þessu brotatímabili hafi verið 6,5 milljarðar króna og áfrýjunarnefndin staðfestir þá tölu í raun og veru. Samkeppnisráð ákvarðaði jafna sekt á öll félögin en nefndin telur ávinning þeirra mismikinn," segir Guðmundur. Hann segir ávinning Skeljungs hafa verið sínu minnstan eða 1.650 milljónir á móti 2.750 milljónum Kers sem rekur Essó. Eins segir hann áfrýjunarnefndina taka meira tillit til breytinga í hagkerfinu seinni hluta samráðstímabilsins sem Samkeppnisráð taldi ekki ástæðu til að gera. Samkvæmt úrskurðinum er sekt Kers, sem rekur Essó, 900 milljónir og sekt Olíuverslun Íslands 700 milljónir fyrir afslátt, sem félögin fá fyrir samvinnu við rannsókn málsins. Skeljungur fær engan afslátt.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira