Samráðssektir innheimtar strax 7. janúar 2005 00:01 Munnlegur málflutningur hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála vegna olíumálsins fer fram á Hótel Sögu á mánudagsmorgun klukkan 9. Bæði forsvarsmenn olíufélaganna og Samkeppnisstofnunar munu koma fyrir nefndina að sögn Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors og formanns áfrýjunarnefndarinnar. Þinghaldið verður lokað. Þann 28. október ákvarðaði samkeppnisráð að olíufélögunum Essó, Skeljungi og Olís bæri að greiða samanlagt 2,6 milljarða króna í sektir vegna langvarandi og skipulags samráðs um verðlagningu, gerð tilboða og skiptingu markaða. Olíufélögin kærðu öll ákvörðun samkeppnisráðs til áfrýjunarnefndar samkeppnismála þann 26. nóvember. Samkvæmt lögum hefur áfrýjunarnefndin sex vikur til að úrskurða í málinu en nú er ljóst að það mun dragast. Stefán Már segir að málið sé það umfangsmikið að nefndin þurfi lengri tíma til að fjalla um það. Hann segist samt vænta þess að úrskurðað verði í málinu í þessum mánuði. Úrskurðarnefndin getur fellt úr gildi eða staðfest ákvörðun samkeppnisráðs. Hún getur einnig breytt ákvörðun samkeppnisráðs eða vísað kærunni frá. Ef olíufélögin una ekki úrskurði áfrýjunarnefndarinnar geta þau höfðað mál til ógildingar hans fyrir dómstólum. Olíufélögin hafa þá sex mánaða frest til þess. Samkvæmt samkeppnislögum mun slík málshöfðun ekki fresta gildistöku úrskurðar nefndarinnar eða heimild Samkeppnisstofnunar til að byrja að innheimta sektirnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er víst að ef áfrýjunarnefndin staðfestir ákvörðun samkeppnisráðs mun Samkeppnisstofnun strax byrja að innheimta sektirnar. Það yrði gert þar sem líklegt er að málið gæti tekið mjög langan tíma fyrir dómstólum, til dæmis ef því yrði síðan áfrýjað til Hæstaréttar. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Munnlegur málflutningur hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála vegna olíumálsins fer fram á Hótel Sögu á mánudagsmorgun klukkan 9. Bæði forsvarsmenn olíufélaganna og Samkeppnisstofnunar munu koma fyrir nefndina að sögn Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors og formanns áfrýjunarnefndarinnar. Þinghaldið verður lokað. Þann 28. október ákvarðaði samkeppnisráð að olíufélögunum Essó, Skeljungi og Olís bæri að greiða samanlagt 2,6 milljarða króna í sektir vegna langvarandi og skipulags samráðs um verðlagningu, gerð tilboða og skiptingu markaða. Olíufélögin kærðu öll ákvörðun samkeppnisráðs til áfrýjunarnefndar samkeppnismála þann 26. nóvember. Samkvæmt lögum hefur áfrýjunarnefndin sex vikur til að úrskurða í málinu en nú er ljóst að það mun dragast. Stefán Már segir að málið sé það umfangsmikið að nefndin þurfi lengri tíma til að fjalla um það. Hann segist samt vænta þess að úrskurðað verði í málinu í þessum mánuði. Úrskurðarnefndin getur fellt úr gildi eða staðfest ákvörðun samkeppnisráðs. Hún getur einnig breytt ákvörðun samkeppnisráðs eða vísað kærunni frá. Ef olíufélögin una ekki úrskurði áfrýjunarnefndarinnar geta þau höfðað mál til ógildingar hans fyrir dómstólum. Olíufélögin hafa þá sex mánaða frest til þess. Samkvæmt samkeppnislögum mun slík málshöfðun ekki fresta gildistöku úrskurðar nefndarinnar eða heimild Samkeppnisstofnunar til að byrja að innheimta sektirnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er víst að ef áfrýjunarnefndin staðfestir ákvörðun samkeppnisráðs mun Samkeppnisstofnun strax byrja að innheimta sektirnar. Það yrði gert þar sem líklegt er að málið gæti tekið mjög langan tíma fyrir dómstólum, til dæmis ef því yrði síðan áfrýjað til Hæstaréttar.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira