Lögheimili og menntun 25. nóvember 2005 06:00 Í tilefni nýlegrar reynslu minnar sé ég mig tilneydda til þess að rita nokkur orð um ágæti fyrrum sveitarfélags míns, Árborgar. Í haust fluttum ég og tvö börn mín, á leikskólaaldri, frá Selfossi. Ástæðan var sú að ég var að byrja nám við skóla úti á landi. Ég flutti aðeins aðsetur okkar þar sem ég hugðist búa í íbúð minni á Selfossi komandi sumar, vinna á Selfossi og nýta mér dagmæður eða leikskóla Árborgar fyrir börnin á meðan. Þar sem ég er námsmaður vissi ég að ég þurfti ekki að flytja lögheimili mitt, þar sem námsmenn eru undanskildir reglum um lögheimili. Engu að síður kom upp vandamál varðandi það vegna leikskóladvalar barnanna minna. Þar sem ég er einstæð og með fleiri en eitt barn á ég rétt á ákveðnu mótframlagi vegna leikskólagjalda frá sveitarfélagi mínu. Árborg er hinsvegar eitt af mjög fáum sveitarfélögum sem neita að taka þátt í mótframlagi til þeirra sem stunda nám annars staðar en í eigin sveitarfélagi. Flest öll sveitarfélög landsins eru hreinlega með gagnvirka samninga sín á milli um þessi mál en ekki Árborg. Hvers vegna? Það er stefna sveitarfélagsins. Einfalt virðist vera. En það flækir málin alveg heilmikið fyrir mig og aðra námsmenn með börn sem hyggjast mennta sig meira. Nám á háskólastigi er ekki í boði í Árborg þannig að þeir sem vilja mennta sig meira neyðast til að flytja í flestum tilfellum. Þessir einstaklingar hafa borgað þjónustugjöld til sveitarfélagsins til þess að njóta þeirrar þjónustu sem í boði er og hafa sennilega hugsað sér að nýta hana milli anna, samanber dagmömmur og leikskóla sem þarf að fara á biðlista til að geta nýtt auk þess að hafa heimilislækni á svæðinu og félagsþjónustu alls konar. Þessir einstaklingar eiga kannski líka fasteign á svæðinu, sem flækir gerð skattaskýrslu til muna þar sem þeir þurfa að flytja lögheimili fram og til baka á örfárra mánaða fresti. En það sem mér þótti einna verst við þessa aðstöðu var hversu illa gekk að fá almennileg svör frá félagsmáladeild og öðrum þeim sem ég hafði samband við. Það virtust vera einhver samantekin ráð um að svara sem minnstu til að gefa sem minnst tækifæri til rökræðna eða breytingar á svörum. Það var jafnvel oftar en einu sinni sem ég fékk ekki svar við tölvupósti sem ég hafði þó verið beðin um að senda fremur en að spyrja í gegnum síma. Að lokum fékk ég svör, en eins og áður sagði, einföld og óhnikandi. Þegar ég spurði hvort staðan væri þá sú að ég yrði annaðhvort að flytja lögheimili mitt á nokkurra mánaða fresti eða borga himinhá leikskólagjöld til að geta haldið lögheimili mínu í Árborg, var svarið: "Já, eða þú getur prufað að senda bréf til bæjarstjórnar til þess að þetta verði tekið upp einu sinni enn! Ég get hinsvegar ekki lofað jákvæðum viðbrögðum." Nú hef ég flutt lögheimili mitt og nýt ákveðinnar þjónustu í því sveitarfélagi. Viðbrögðin sem ég hef fengið þar eru til fyrirmyndar og hef ég jafnvel hugleitt að flytja alfarið meðan á námi stendur. Þangað til í haust hef ég verið mjög ánægð með að búa á Árborgarsvæðinu og var mjög sátt við þá ákvörðun mína að kaupa fasteign þar eftir að ég eignaðist börnin. Í dag er hinsvegar mjög fátt sem togar í mig aftur til Árborgar eftir þessi leiðinlegu viðbrögð sem ég átti alls ekki von á frá sveitarfélagi sem er í stöðugum vexti og virðist vera umhugað um að fá til sín fleiri íbúa. Mér finnst mikilvægt að þetta komi fram þar sem atriði eins og leikskólagjöld geta haft mikið vægi í ákvörðun um flutning á nýjan stað og einnig vegna þess að það er mikilvægt að fjölskyldufólk viti hverju það á von á ef það ætlar sér að búa í Árborg en vera í námi annars staðar. Þetta er málefni sem mér finnst að bæjarstjórn Árborgar eigi að taka til alvarlegrar endurskoðunar, sérstaklega ef hugmyndin er að laða að menntað fólk í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Samúel Karl Ólason,Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Samúel Karl Ólason,Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í tilefni nýlegrar reynslu minnar sé ég mig tilneydda til þess að rita nokkur orð um ágæti fyrrum sveitarfélags míns, Árborgar. Í haust fluttum ég og tvö börn mín, á leikskólaaldri, frá Selfossi. Ástæðan var sú að ég var að byrja nám við skóla úti á landi. Ég flutti aðeins aðsetur okkar þar sem ég hugðist búa í íbúð minni á Selfossi komandi sumar, vinna á Selfossi og nýta mér dagmæður eða leikskóla Árborgar fyrir börnin á meðan. Þar sem ég er námsmaður vissi ég að ég þurfti ekki að flytja lögheimili mitt, þar sem námsmenn eru undanskildir reglum um lögheimili. Engu að síður kom upp vandamál varðandi það vegna leikskóladvalar barnanna minna. Þar sem ég er einstæð og með fleiri en eitt barn á ég rétt á ákveðnu mótframlagi vegna leikskólagjalda frá sveitarfélagi mínu. Árborg er hinsvegar eitt af mjög fáum sveitarfélögum sem neita að taka þátt í mótframlagi til þeirra sem stunda nám annars staðar en í eigin sveitarfélagi. Flest öll sveitarfélög landsins eru hreinlega með gagnvirka samninga sín á milli um þessi mál en ekki Árborg. Hvers vegna? Það er stefna sveitarfélagsins. Einfalt virðist vera. En það flækir málin alveg heilmikið fyrir mig og aðra námsmenn með börn sem hyggjast mennta sig meira. Nám á háskólastigi er ekki í boði í Árborg þannig að þeir sem vilja mennta sig meira neyðast til að flytja í flestum tilfellum. Þessir einstaklingar hafa borgað þjónustugjöld til sveitarfélagsins til þess að njóta þeirrar þjónustu sem í boði er og hafa sennilega hugsað sér að nýta hana milli anna, samanber dagmömmur og leikskóla sem þarf að fara á biðlista til að geta nýtt auk þess að hafa heimilislækni á svæðinu og félagsþjónustu alls konar. Þessir einstaklingar eiga kannski líka fasteign á svæðinu, sem flækir gerð skattaskýrslu til muna þar sem þeir þurfa að flytja lögheimili fram og til baka á örfárra mánaða fresti. En það sem mér þótti einna verst við þessa aðstöðu var hversu illa gekk að fá almennileg svör frá félagsmáladeild og öðrum þeim sem ég hafði samband við. Það virtust vera einhver samantekin ráð um að svara sem minnstu til að gefa sem minnst tækifæri til rökræðna eða breytingar á svörum. Það var jafnvel oftar en einu sinni sem ég fékk ekki svar við tölvupósti sem ég hafði þó verið beðin um að senda fremur en að spyrja í gegnum síma. Að lokum fékk ég svör, en eins og áður sagði, einföld og óhnikandi. Þegar ég spurði hvort staðan væri þá sú að ég yrði annaðhvort að flytja lögheimili mitt á nokkurra mánaða fresti eða borga himinhá leikskólagjöld til að geta haldið lögheimili mínu í Árborg, var svarið: "Já, eða þú getur prufað að senda bréf til bæjarstjórnar til þess að þetta verði tekið upp einu sinni enn! Ég get hinsvegar ekki lofað jákvæðum viðbrögðum." Nú hef ég flutt lögheimili mitt og nýt ákveðinnar þjónustu í því sveitarfélagi. Viðbrögðin sem ég hef fengið þar eru til fyrirmyndar og hef ég jafnvel hugleitt að flytja alfarið meðan á námi stendur. Þangað til í haust hef ég verið mjög ánægð með að búa á Árborgarsvæðinu og var mjög sátt við þá ákvörðun mína að kaupa fasteign þar eftir að ég eignaðist börnin. Í dag er hinsvegar mjög fátt sem togar í mig aftur til Árborgar eftir þessi leiðinlegu viðbrögð sem ég átti alls ekki von á frá sveitarfélagi sem er í stöðugum vexti og virðist vera umhugað um að fá til sín fleiri íbúa. Mér finnst mikilvægt að þetta komi fram þar sem atriði eins og leikskólagjöld geta haft mikið vægi í ákvörðun um flutning á nýjan stað og einnig vegna þess að það er mikilvægt að fjölskyldufólk viti hverju það á von á ef það ætlar sér að búa í Árborg en vera í námi annars staðar. Þetta er málefni sem mér finnst að bæjarstjórn Árborgar eigi að taka til alvarlegrar endurskoðunar, sérstaklega ef hugmyndin er að laða að menntað fólk í framtíðinni.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun