Olíustjórnendur enn að störfum 18. nóvember 2004 00:01 Þrátt fyrir að olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís hafi skipt um eigendur frá því að verðsamráði þeirra lauk í kjölfar húsleitar Samkeppnisstofnunar þá starfa margir stjórnenda enn hjá félögunum sem taldir eru eiga aðild að samráðinu. Einar Benediktsson, forstjóri Olís, er eini forstjóri olíufélaganna þriggja sem hætti ekki störfum í kjölfar rannsóknar Samkeppnisstofnunar. Hann er annar tveggja eigenda félagsins. Hjá Olís starfa líka Jón Halldórsson hjá markaðssviði stórnotenda og Samúel Guðmundsson í fjárfestingum og áhættustýringu, en þeirra beggja er víða getið í niðurstöðu samkeppnisráðs um verðsamráðið. Gunnar Karl Guðmundsson, núverandi forstjóri Skeljungs, starfaði hjá félaginu meðan á samráðinu stóð. Margrét Guðmundsdóttir starfar á neytendasviði félagsins og Friðrik Þ. Stefánsson hjá fyrirtækjasviði. Bæði koma þau við sögu í niðurstöðu samkeppnisráðs. Starfsmenn Essó sem eru taldir tengjast samráðinu og starfa enn hjá Essó eru Magnús Ásgeirsson í eldsneytiskaupum og umhverfismálum og Heimir Sigurðsson, framkvæmdastjóri neytendasviðs. Þá er í niðurstöðu samkeppnisráðs getið um aðild Gunnars Skaptasonar, framkvæmdastjóra Orkunnar, að samráðinu. Orkan er nú í eigu Skeljungs. Pálmi Haraldsson, stjórnarformaður Skeljungs, vildi ekki svara því hvort staða starfsmanna félagsins sem taldir eru tengjast verðsamráðinu sé til athugunar. Ekki náðist í stjórnarformenn Olís og Essó. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í umræðum á Alþingi fyrir skömmu að fyrirtæki sem tengjast verðsamráðinu verði að reyna að öðlast traust almennings á nýjan leik. Almennt tíðkist það í þróuðum samfélögum að þegar svona komi upp hreinsi menn til hjá sér til að ná því markmiði. Alþingi Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Þrátt fyrir að olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís hafi skipt um eigendur frá því að verðsamráði þeirra lauk í kjölfar húsleitar Samkeppnisstofnunar þá starfa margir stjórnenda enn hjá félögunum sem taldir eru eiga aðild að samráðinu. Einar Benediktsson, forstjóri Olís, er eini forstjóri olíufélaganna þriggja sem hætti ekki störfum í kjölfar rannsóknar Samkeppnisstofnunar. Hann er annar tveggja eigenda félagsins. Hjá Olís starfa líka Jón Halldórsson hjá markaðssviði stórnotenda og Samúel Guðmundsson í fjárfestingum og áhættustýringu, en þeirra beggja er víða getið í niðurstöðu samkeppnisráðs um verðsamráðið. Gunnar Karl Guðmundsson, núverandi forstjóri Skeljungs, starfaði hjá félaginu meðan á samráðinu stóð. Margrét Guðmundsdóttir starfar á neytendasviði félagsins og Friðrik Þ. Stefánsson hjá fyrirtækjasviði. Bæði koma þau við sögu í niðurstöðu samkeppnisráðs. Starfsmenn Essó sem eru taldir tengjast samráðinu og starfa enn hjá Essó eru Magnús Ásgeirsson í eldsneytiskaupum og umhverfismálum og Heimir Sigurðsson, framkvæmdastjóri neytendasviðs. Þá er í niðurstöðu samkeppnisráðs getið um aðild Gunnars Skaptasonar, framkvæmdastjóra Orkunnar, að samráðinu. Orkan er nú í eigu Skeljungs. Pálmi Haraldsson, stjórnarformaður Skeljungs, vildi ekki svara því hvort staða starfsmanna félagsins sem taldir eru tengjast verðsamráðinu sé til athugunar. Ekki náðist í stjórnarformenn Olís og Essó. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í umræðum á Alþingi fyrir skömmu að fyrirtæki sem tengjast verðsamráðinu verði að reyna að öðlast traust almennings á nýjan leik. Almennt tíðkist það í þróuðum samfélögum að þegar svona komi upp hreinsi menn til hjá sér til að ná því markmiði.
Alþingi Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira