Samstarf olíufélaganna leyfilegt 11. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin mega hafa samstarf um dreifingu ef það er almenningi til hagsbóta. Forstjóri samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar segir að hafa þurfi gott eftirlit með slíku samstarfi. Hann segir afsagnir stjórnarmanna á vegum Olíufélagsins skref í rétta átt en eftir eigi að leggja mat á hvort nógu langt sé gengið. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins hf., sagði í samtali við Stöð 2 að samstarf verði áfram á milli olíufélaganna á dreifingarhliðinni en athugasemdir Samkeppnisstofnunar hafi beinst að samstarfi á markaðshliðinni. Guðmundur Sigurðsson, forstjóri samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, sagði í samtali við Stöð 2 í dag að það væri ekki sjálfgefið að samstarf hvað dreifingu varðar væri bannað. Hægt væri að sækja um slíkt og það heimilað ef sýnt væri fram á að samstarfið skaðaði ekki samkeppni og að almenningur nyti góðs af slíku samstarfi. Guðmundur segir að Samkeppnisstofnun sé ekki farin að athuga rekstur Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli sem stóru olíufélögin reki á vellinum. Það félag var stofnað fyrir tveimur mánuðum en sækja þarf um leyfi fyrir því innan sex mánaða frá stofnun. Hann sagði að forstjóri EAK hefði haft samband við stofnunina og að erindi yrði sent inn eftir áramót. Sem kunnugt er hefur Olíufélagið ákveðið að taka sinn mann úr stjórn Olíudreifingar og fleira eftir að niðurstaða Samkeppnisstofnunar lá fyrir. Guðmundur segir það vissulega skref í rétta átt en ekki hafi verið lagt mat á hvort nógu langt sé gengið. Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hefur lýst því yfir að það veki athygli sína að Samkeppnisstofnun leggi blessun sína yfir áframhaldandi starfsemi Olíudreifingar, sem er í eigu Olís og Esso. Hann geri ráð fyrir að það sé vegna þess að þegar Esso lýsti sig reiðubúið að aðstoða Samkeppnisstofnun við rannsókn málsins, hafi það boð verið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Kristinn telur að meðal þeirra skilyrða hafi verið að Olíudreifing fengi að starfa áfram. Guðmundur sér ekki ástæðu til að svara þessu. Minna má á í þessu sambandi að bæði Essó og Olís fengu afslátt á sektargreiðslum fyrir sinn þátt í að upplýsa málið. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira
Olíufélögin mega hafa samstarf um dreifingu ef það er almenningi til hagsbóta. Forstjóri samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar segir að hafa þurfi gott eftirlit með slíku samstarfi. Hann segir afsagnir stjórnarmanna á vegum Olíufélagsins skref í rétta átt en eftir eigi að leggja mat á hvort nógu langt sé gengið. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins hf., sagði í samtali við Stöð 2 að samstarf verði áfram á milli olíufélaganna á dreifingarhliðinni en athugasemdir Samkeppnisstofnunar hafi beinst að samstarfi á markaðshliðinni. Guðmundur Sigurðsson, forstjóri samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, sagði í samtali við Stöð 2 í dag að það væri ekki sjálfgefið að samstarf hvað dreifingu varðar væri bannað. Hægt væri að sækja um slíkt og það heimilað ef sýnt væri fram á að samstarfið skaðaði ekki samkeppni og að almenningur nyti góðs af slíku samstarfi. Guðmundur segir að Samkeppnisstofnun sé ekki farin að athuga rekstur Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli sem stóru olíufélögin reki á vellinum. Það félag var stofnað fyrir tveimur mánuðum en sækja þarf um leyfi fyrir því innan sex mánaða frá stofnun. Hann sagði að forstjóri EAK hefði haft samband við stofnunina og að erindi yrði sent inn eftir áramót. Sem kunnugt er hefur Olíufélagið ákveðið að taka sinn mann úr stjórn Olíudreifingar og fleira eftir að niðurstaða Samkeppnisstofnunar lá fyrir. Guðmundur segir það vissulega skref í rétta átt en ekki hafi verið lagt mat á hvort nógu langt sé gengið. Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hefur lýst því yfir að það veki athygli sína að Samkeppnisstofnun leggi blessun sína yfir áframhaldandi starfsemi Olíudreifingar, sem er í eigu Olís og Esso. Hann geri ráð fyrir að það sé vegna þess að þegar Esso lýsti sig reiðubúið að aðstoða Samkeppnisstofnun við rannsókn málsins, hafi það boð verið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Kristinn telur að meðal þeirra skilyrða hafi verið að Olíudreifing fengi að starfa áfram. Guðmundur sér ekki ástæðu til að svara þessu. Minna má á í þessu sambandi að bæði Essó og Olís fengu afslátt á sektargreiðslum fyrir sinn þátt í að upplýsa málið.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira