Varð hált á svellinu 10. nóvember 2004 00:01 Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, segir að skýrsla Samkeppnisstofnunar sé enginn Stóridómur í málinu gegn olíufélögunum. Niðurstöðum hennar hafi verið kröftuglega mótmælt. Hann vísar því á bug að forstjórar olíufélaganna hefðu reynt að fela slóðina en viðurkennir að honum hefði orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum, án þess að hann vilji ræða þau sérstaklega. Hvað varðar sinn þátt í því „meinta“ samráði sem skýrslan fjalli um segir Kristinn það algjörlega úr lausu lofti gripið að hann hafi átt einhvern sérstakan þátt í samráðinu umfram aðra. Hann segir dæmið sem sé nefnt í skýrslunni, og eigi að sýna fram á frumkvæði sitt, hafa gerst liðlega mánuði eftir að hann hóf störf hjá Skeljungi og þremur árum áður en samkeppnislögin tóku gildi. „Ég bara skil ekki svona málatilbúnað,“ segir Kristinn. Spurður hver sé ábyrgð hans að eigin áliti segir Kristinn að komi í ljós, og verði það endanleg niðurstaða, að Skeljungur hafi brotið samkeppnislög á þeim tíma sem hann hafi verið forstjóri, þá sé ábyrgðin alfarið hans. „Ég lít ábyrgð mína mjög alvarlegum augum og ég hef alltaf tekið ábyrgð mína, í öllum störfum sem ég hef sinnt, mjög alvarlega,“ segir Kristinn. Kristinn vísar því alfarið á bug að menn hafi reynt að leyna einhverri slóð eins og talað er um í skýrslunni. „Ég hef sagt það, bæði hjá Samkeppnisstofnun og í yfirheyrslum á öðrum stöðum þar sem málið er til umfjöllunar, að mér hafi orðið hált á svellinu í nokkrum tilvikum og greint frá því. Öðrum tilvikum, og eiginlega langflestum sem nefnd eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar og úrskurði Samkeppnisráðs, hef ég vísað á bug, og félagið [Skeljungur] allt og félögin öll að ég tel,“ segir Kristinn. Kristinn segist skilja reiði fólks út í olíufélögin. Hann segir umræðuna hafa verið einsleita og stuðst eingöngu við skýrslu Samkeppnisstofnunar. Það sé ekkert við því að segja en nú fari fleiri að tjá sig. Spurður hver sé ábyrgð einstakra stjórnarmanna í olíufélögunum segir Kristinn að ábyrgðin í þessu máli sé alfarið forstjórans. „Það er undir minni stjórn sem atvik áttu sér stað sem betur hefðu ekki átt sér stað þannig að stjórnarmenn í Skeljungi, sem ég hef átt óaðfinnanlegt samband við og samvinnu með allan þann tíma sem ég sat í stjórninni, hverjir sem sátu í stjórninni á hverjum tíma, þeir gátu með engu móti vitað um þesi tilvik,“ segir Kristinn. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kristin með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, segir að skýrsla Samkeppnisstofnunar sé enginn Stóridómur í málinu gegn olíufélögunum. Niðurstöðum hennar hafi verið kröftuglega mótmælt. Hann vísar því á bug að forstjórar olíufélaganna hefðu reynt að fela slóðina en viðurkennir að honum hefði orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum, án þess að hann vilji ræða þau sérstaklega. Hvað varðar sinn þátt í því „meinta“ samráði sem skýrslan fjalli um segir Kristinn það algjörlega úr lausu lofti gripið að hann hafi átt einhvern sérstakan þátt í samráðinu umfram aðra. Hann segir dæmið sem sé nefnt í skýrslunni, og eigi að sýna fram á frumkvæði sitt, hafa gerst liðlega mánuði eftir að hann hóf störf hjá Skeljungi og þremur árum áður en samkeppnislögin tóku gildi. „Ég bara skil ekki svona málatilbúnað,“ segir Kristinn. Spurður hver sé ábyrgð hans að eigin áliti segir Kristinn að komi í ljós, og verði það endanleg niðurstaða, að Skeljungur hafi brotið samkeppnislög á þeim tíma sem hann hafi verið forstjóri, þá sé ábyrgðin alfarið hans. „Ég lít ábyrgð mína mjög alvarlegum augum og ég hef alltaf tekið ábyrgð mína, í öllum störfum sem ég hef sinnt, mjög alvarlega,“ segir Kristinn. Kristinn vísar því alfarið á bug að menn hafi reynt að leyna einhverri slóð eins og talað er um í skýrslunni. „Ég hef sagt það, bæði hjá Samkeppnisstofnun og í yfirheyrslum á öðrum stöðum þar sem málið er til umfjöllunar, að mér hafi orðið hált á svellinu í nokkrum tilvikum og greint frá því. Öðrum tilvikum, og eiginlega langflestum sem nefnd eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar og úrskurði Samkeppnisráðs, hef ég vísað á bug, og félagið [Skeljungur] allt og félögin öll að ég tel,“ segir Kristinn. Kristinn segist skilja reiði fólks út í olíufélögin. Hann segir umræðuna hafa verið einsleita og stuðst eingöngu við skýrslu Samkeppnisstofnunar. Það sé ekkert við því að segja en nú fari fleiri að tjá sig. Spurður hver sé ábyrgð einstakra stjórnarmanna í olíufélögunum segir Kristinn að ábyrgðin í þessu máli sé alfarið forstjórans. „Það er undir minni stjórn sem atvik áttu sér stað sem betur hefðu ekki átt sér stað þannig að stjórnarmenn í Skeljungi, sem ég hef átt óaðfinnanlegt samband við og samvinnu með allan þann tíma sem ég sat í stjórninni, hverjir sem sátu í stjórninni á hverjum tíma, þeir gátu með engu móti vitað um þesi tilvik,“ segir Kristinn. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kristin með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira