Mörg siðferðileg álitamál 9. nóvember 2004 00:01 Mörg siðferðileg álitamál skutu upp kollinum samtímis þegar maður fyllti tankinn af bensíni á sjálfsafgreiðslustöð í Reykjavík og ók brott án þess að fara fyrst inn og borga. Hann sagðist svo eftir á hafa verið að taka upp í það sem olíufélögin væru búin að stela af honum með ólöglegu samráði í gegnum tíðina. Athugull afgreiðslumaður sá hverju fram fór og náði niður númerinu á bílnum til að geta kært þjófnað til lögreglunnar, sem hann gerði strax. En minnugur þess að hann hafði heyrt úr skýrslu Samkeppnisstofnunar að vinnuveitandi hans hafi haft samráð við hin olíufélögin um að svindla á lögreglunni þegar hún bauð út bensínviðskipti, væru það þá einskonar öfugmæli að sá sem svindlað var á, eða lögreglan, ætti að fara að reka erindi svindlarans, eða olíufélagsins, gagnvart þriðja aðila, eða hins almenna neytenda, sem olíufélögin höfðu líka svindlað á með verðsamráði sínu. Loks minntist hann þess úr sömu skjölum að eitt árið hafi olíufélögin haft samráð um jólagjafir til starfsmanna sinna, og þar með hans sjálfs, væntanlega til að geta skorið þær við nögl hjá öllum félögunum, og í ljósi alls þessa sá hann eftir að hafa sigað lögreglunni á bensínþjófinn, enda væri ekki á hreinu hver hefði stolið af hverjum í þessu máli. Hann hafði því upp á eiganda bílsins, með aðstoð bílnúmersins, og fékk þá þau svör að hann hefði ekki verið að stela neinu heldur einungis að taka upp í það sem olíufélagið hefði stolið af honum. Samkomulag varð í mesta bróðerni á milli mannsins, afgreiðslumannsins og lögreglunnar um að maðurinn greiddi bensínið að svo stöddu þar sem annað gæti komið afgreiðslumanninum í vanda, og að ekkert yrði skráð formlega um málið í bækur lögreglunnar. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Mörg siðferðileg álitamál skutu upp kollinum samtímis þegar maður fyllti tankinn af bensíni á sjálfsafgreiðslustöð í Reykjavík og ók brott án þess að fara fyrst inn og borga. Hann sagðist svo eftir á hafa verið að taka upp í það sem olíufélögin væru búin að stela af honum með ólöglegu samráði í gegnum tíðina. Athugull afgreiðslumaður sá hverju fram fór og náði niður númerinu á bílnum til að geta kært þjófnað til lögreglunnar, sem hann gerði strax. En minnugur þess að hann hafði heyrt úr skýrslu Samkeppnisstofnunar að vinnuveitandi hans hafi haft samráð við hin olíufélögin um að svindla á lögreglunni þegar hún bauð út bensínviðskipti, væru það þá einskonar öfugmæli að sá sem svindlað var á, eða lögreglan, ætti að fara að reka erindi svindlarans, eða olíufélagsins, gagnvart þriðja aðila, eða hins almenna neytenda, sem olíufélögin höfðu líka svindlað á með verðsamráði sínu. Loks minntist hann þess úr sömu skjölum að eitt árið hafi olíufélögin haft samráð um jólagjafir til starfsmanna sinna, og þar með hans sjálfs, væntanlega til að geta skorið þær við nögl hjá öllum félögunum, og í ljósi alls þessa sá hann eftir að hafa sigað lögreglunni á bensínþjófinn, enda væri ekki á hreinu hver hefði stolið af hverjum í þessu máli. Hann hafði því upp á eiganda bílsins, með aðstoð bílnúmersins, og fékk þá þau svör að hann hefði ekki verið að stela neinu heldur einungis að taka upp í það sem olíufélagið hefði stolið af honum. Samkomulag varð í mesta bróðerni á milli mannsins, afgreiðslumannsins og lögreglunnar um að maðurinn greiddi bensínið að svo stöddu þar sem annað gæti komið afgreiðslumanninum í vanda, og að ekkert yrði skráð formlega um málið í bækur lögreglunnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira