Forsætisráðherra olíufélaganna 8. nóvember 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson krafðist þess í umræðum á Alþingi í dag að Össur Skarphéðinsson bæði afsökunar á því að hafa kallað hann sérstakan forsætisráðherra olíufélaganna. Snörp orðaskipti um olíumálið voru á þinginu. Þegar einhver stelur er ætlast til þess í siðuðu samfélagi að sá skaði sé bættur að fullu, sagði Össur Skarphéðinsson í upphafi fyrirspurnar til forsætisráðherra á Alþingi í dag. Hann sagði Samkeppnisstofnun hafa metið þann skaða, sem olíufélögin hefðu valdið samfélaginu með áralöngu ólögmætu samráði, vera um sex milljarða króna. Því dugi ekki til að sekta félögin um tæpa þrjá milljarða. Í framhaldi af afsökunarbeiðni olíufélaganna sagðist Össur vilja láta reyna á það hvort þau séu reiðubúin að endurgreiða samfélaginu upphæðina sem Samkeppnisstofun nefnir og sagði hann eðlilegt að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefði forgöngu um slíkar viðræður. Forsætisráðherra benti á að málinu væri ekki lokið á öllum stigum réttarkerfisins. Hann spurði Össur hvort hannn hefði ekki heyrt talað um aðskilnað dómsvalds, framkvæmdavalds og löggjafarvalds, og, hvort hann væri að leggja til breytingu á stjórnarskránni. Össur spurði þá á móti hvort Halldór væri forsætisráðherra olíufélaganna. Halldór sagði úrskurðarnefnd samkeppnismála hafa verið setta á stofn til að fjalla um þetta mál og lög sett sem kveða á um hvernig skuli taka á málum sem þessum fyrir dómstólum. Össur sagði það þá vera til skammar hvernig forsætisráðherra verji olíufélögin. Ráðherra svaraði því til að það væru núna fleiri en olíufélögin sem þyrftu að biðjast afsökunar. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira
Halldór Ásgrímsson krafðist þess í umræðum á Alþingi í dag að Össur Skarphéðinsson bæði afsökunar á því að hafa kallað hann sérstakan forsætisráðherra olíufélaganna. Snörp orðaskipti um olíumálið voru á þinginu. Þegar einhver stelur er ætlast til þess í siðuðu samfélagi að sá skaði sé bættur að fullu, sagði Össur Skarphéðinsson í upphafi fyrirspurnar til forsætisráðherra á Alþingi í dag. Hann sagði Samkeppnisstofnun hafa metið þann skaða, sem olíufélögin hefðu valdið samfélaginu með áralöngu ólögmætu samráði, vera um sex milljarða króna. Því dugi ekki til að sekta félögin um tæpa þrjá milljarða. Í framhaldi af afsökunarbeiðni olíufélaganna sagðist Össur vilja láta reyna á það hvort þau séu reiðubúin að endurgreiða samfélaginu upphæðina sem Samkeppnisstofun nefnir og sagði hann eðlilegt að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefði forgöngu um slíkar viðræður. Forsætisráðherra benti á að málinu væri ekki lokið á öllum stigum réttarkerfisins. Hann spurði Össur hvort hannn hefði ekki heyrt talað um aðskilnað dómsvalds, framkvæmdavalds og löggjafarvalds, og, hvort hann væri að leggja til breytingu á stjórnarskránni. Össur spurði þá á móti hvort Halldór væri forsætisráðherra olíufélaganna. Halldór sagði úrskurðarnefnd samkeppnismála hafa verið setta á stofn til að fjalla um þetta mál og lög sett sem kveða á um hvernig skuli taka á málum sem þessum fyrir dómstólum. Össur sagði það þá vera til skammar hvernig forsætisráðherra verji olíufélögin. Ráðherra svaraði því til að það væru núna fleiri en olíufélögin sem þyrftu að biðjast afsökunar.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira