Óvirk og máttlaus gagnrýni Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 8. nóvember 2004 00:01 Egill Helgason fjallaði í DV á laugardaginn um hlutskipti gagnrýnenda í lofflaumi samfélagsins um bókmenntir og listir, hvernig þeir fáu sem leggðu fyrir sig opinskáa og hreinskipta gagnrýni væru nánast ofsóttir. Sá sem hér slær lykla tók að gagnrýna opinberlega skömmu fyrir tvítugt og hefur birt gagnrýni um leiklist á sviði, í útvarpi og sjónvarpi , kvikmyndir, bókmenntir, tónleika og hljómplötur, öðru hvoru í rúmlega þrjá áratugi í miðla eins og Stöð 2 og Ríkisútvarpið , Tímann, Þjóðviljann, DV og Helgarpóstinn. Auðvitað vekur gagnrýni viðbrögð: í besta falli skilning og áhuga, jafnvel rökstutt andmæli og samtal. Í versta falli óvild, jafnvel hatur og félagslegt einelti - útskúfun, jafnvel líkamsárásir. Hún getur vakið meinsemi (gaman að sjá hvernig þú fórst með hann) eða samúð, viðurkenningu og andúð (hvernig þykist þú hafa vit á), andstöðu og samþykki (hjartanlega sammála þér en þú hefðir getað orðað það öðruvísi). Og þegar lof er borið á borð í einhvern tíma vaknar gamalkunnugt viðbragð: Þú ert nú farinn að slappast - orðinn sellát. Allt þetta hefur maður reynt í þessum sex lotum gagnrýni sem liðnar eru og þeirri sjöundu sem nú stendur. Og svo stendur maður vopnabræður sína að hugleysinu. Sér hvernig menn, karlar og konur, víkja sér undan því að tala umbúðalaust, tafsa á skoðun sinni, afsaka viðfangsefnið; hugleysið drýpur af íslenskri gagnrýni - nálægðin gerir mönnum erfitt fyrir - það er óbærilegt að segja eitthvað um einstaklinginn sem þú hittir seinna á götu, í bíó eða á bar. Það eru ekki allir sem þola að um verk þeirra sé fjallað nema hrósi. Lof vilja allir heyra.Dýpst sökkva þeir höfundar sem ásaka gagnrýnendur sína um að hafa ekki lesið bókina eða leikritið, einstaklingar sem eiga svo erfitt með að kyngja opinberri gagnrýni að þeir svara til baka með slíkum ásökunum: hafði bersýnilega ekki lesið bókina - segir einn HH - Hæstvirtur Höfundur - núna um helgina, annar HH svarar skrifum um verk sitt með hrósi um tvo gagnrýnendur sem hafi lesið leikrit sitt og séu þar af leiðandi "metnaðarfullir" en kúkar um leið á hin tvö sem löstuðu það - en hafa hugsanlega líka lesið það. Þannig getur gagnrýni kallað fram í prýðilega greindu fólki ótrúlega lágkúru og það smeygt henni inn á hinn opinbera vettvang.Óvirk og máttlaus gagnrýni er partur af samfélagslegu meini, þöggun sem teigir sig um samfélagið allt og er hluti af ófrelsi sem þegnarnir hafa sætt sig við. Sjálfstæð og skörp gagnrýni er mikilvægasti hluti af hinu borgaralega frelsi, höfundar sem sem leggjast gegn henni af því að hún særir stolt þeirra eru helsismenn og verða að læra að beina heift sinni annað eða hitt að vera menn til að taka henni.Páll Baldvin Baldvinsson -pbb@dv.is. Grein þessi birtist í DV á mánudaginn 8. nóvember. Hún er endurbirt með góðfúslegu leyfi höfundar og ritstjóra blaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Egill Helgason fjallaði í DV á laugardaginn um hlutskipti gagnrýnenda í lofflaumi samfélagsins um bókmenntir og listir, hvernig þeir fáu sem leggðu fyrir sig opinskáa og hreinskipta gagnrýni væru nánast ofsóttir. Sá sem hér slær lykla tók að gagnrýna opinberlega skömmu fyrir tvítugt og hefur birt gagnrýni um leiklist á sviði, í útvarpi og sjónvarpi , kvikmyndir, bókmenntir, tónleika og hljómplötur, öðru hvoru í rúmlega þrjá áratugi í miðla eins og Stöð 2 og Ríkisútvarpið , Tímann, Þjóðviljann, DV og Helgarpóstinn. Auðvitað vekur gagnrýni viðbrögð: í besta falli skilning og áhuga, jafnvel rökstutt andmæli og samtal. Í versta falli óvild, jafnvel hatur og félagslegt einelti - útskúfun, jafnvel líkamsárásir. Hún getur vakið meinsemi (gaman að sjá hvernig þú fórst með hann) eða samúð, viðurkenningu og andúð (hvernig þykist þú hafa vit á), andstöðu og samþykki (hjartanlega sammála þér en þú hefðir getað orðað það öðruvísi). Og þegar lof er borið á borð í einhvern tíma vaknar gamalkunnugt viðbragð: Þú ert nú farinn að slappast - orðinn sellát. Allt þetta hefur maður reynt í þessum sex lotum gagnrýni sem liðnar eru og þeirri sjöundu sem nú stendur. Og svo stendur maður vopnabræður sína að hugleysinu. Sér hvernig menn, karlar og konur, víkja sér undan því að tala umbúðalaust, tafsa á skoðun sinni, afsaka viðfangsefnið; hugleysið drýpur af íslenskri gagnrýni - nálægðin gerir mönnum erfitt fyrir - það er óbærilegt að segja eitthvað um einstaklinginn sem þú hittir seinna á götu, í bíó eða á bar. Það eru ekki allir sem þola að um verk þeirra sé fjallað nema hrósi. Lof vilja allir heyra.Dýpst sökkva þeir höfundar sem ásaka gagnrýnendur sína um að hafa ekki lesið bókina eða leikritið, einstaklingar sem eiga svo erfitt með að kyngja opinberri gagnrýni að þeir svara til baka með slíkum ásökunum: hafði bersýnilega ekki lesið bókina - segir einn HH - Hæstvirtur Höfundur - núna um helgina, annar HH svarar skrifum um verk sitt með hrósi um tvo gagnrýnendur sem hafi lesið leikrit sitt og séu þar af leiðandi "metnaðarfullir" en kúkar um leið á hin tvö sem löstuðu það - en hafa hugsanlega líka lesið það. Þannig getur gagnrýni kallað fram í prýðilega greindu fólki ótrúlega lágkúru og það smeygt henni inn á hinn opinbera vettvang.Óvirk og máttlaus gagnrýni er partur af samfélagslegu meini, þöggun sem teigir sig um samfélagið allt og er hluti af ófrelsi sem þegnarnir hafa sætt sig við. Sjálfstæð og skörp gagnrýni er mikilvægasti hluti af hinu borgaralega frelsi, höfundar sem sem leggjast gegn henni af því að hún særir stolt þeirra eru helsismenn og verða að læra að beina heift sinni annað eða hitt að vera menn til að taka henni.Páll Baldvin Baldvinsson -pbb@dv.is. Grein þessi birtist í DV á mánudaginn 8. nóvember. Hún er endurbirt með góðfúslegu leyfi höfundar og ritstjóra blaðsins.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun