Forstjórarnir njóta enn trausts 5. nóvember 2004 00:01 Forstjórar olíufélaganna virðast enn njóta trausts í viðskiptalífinu, ef miðað er við þau störf sem þeir gegna þar, og gildir áfellisdómur Samkeppnisstofnunar einu. Mikil reiði ríkir í samfélaginu í garð þeirra sem fóru með völdin í olíufélögunum þremur, Olís, Essó og Skeljungi, á þeim tíma sem Samkeppnisstofnun telur víðtækt samráð hafa hamlað eðlilegri samkeppni. Hvar eru þessir herramenn nú? Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, sem samkvæmt skýrslunni átti frumkvæði að nánu samráði olíufélaganna, er í dag stjórnarformaður Straums fjárfestingarbanka. Þar á hann sjálfur og fjölskylda hans stóran hlut. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður úr Eyjum, á ellefu prósent í Straumi. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann væri mjög sáttur við Kristinn sem væri öflugur og flottur maður. Kristinn var studdur til stjórnarformennsku í bankanum af öðrum hluthöfum, þar á meðal Burðarási sem er að stórum hluta í eigu Landsbankans. Þá erum við komin að öðrum forstjóra, Einari Benediktssyni. Hann er einn helsti eigandi Olís í dag en hann var starfsmaður á tíma samráðs. Hann er sá eini af samráðsforstjórunum sem enn starfar í geiranum. Einar situr í bankaráði Landsbankans. Ekki náðist í formann bankaráðsins í dag. Rétt er að staldra aðeins við hér því þeir Einar og Kristinn sitja báðir í stjórnum fjármálafyrirtækja. Í lögum um fjármálafyrirtæki segir um hæfisskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra: „Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar fjármálafyrirtækis [. . .] mega ekki hafa sýnt af sér háttsemi sem gefur tilefni til að ætla að þeir misnoti aðstöðu sína eða skaði fyrirtækið.“ Fjármálaeftirlitinu er falið að meta hvort menn uppfylli þessi skilyrði og sinni því hlutverki að eigin frumkvæði. Þá er eftir Geir Magnússon sem var forstjóri Essó þann tíma sem umfjöllun Samkeppnisstofnun nær til. Hann fékk ágætan starfslokasamning og er nú kominn á eftirlaun. Ekkert í samningnum firrir hann hins vegar ábyrgð. Olíufélögin hafa öll skipt um eigendur frá tímum samráðs. Nýir eigendur Skeljungs og Essó segja málið skelfilegt og slæmt að það bitni á þeim. Enn eru þó ýmsir starfsmenn enn hjá félögunum sem nefndir eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Þar á meðal er Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, sem var aðstoðarforstjóri. Stjórnarformaður Skeljungs ítrekaði í samtali við fréttastofu að hann bæri traust til Gunnars og sagði slæmt að forstjórarnir þrír, sem margnefndir hafa verið, komi ekki fram og standi fyrir máli sínu. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Forstjórar olíufélaganna virðast enn njóta trausts í viðskiptalífinu, ef miðað er við þau störf sem þeir gegna þar, og gildir áfellisdómur Samkeppnisstofnunar einu. Mikil reiði ríkir í samfélaginu í garð þeirra sem fóru með völdin í olíufélögunum þremur, Olís, Essó og Skeljungi, á þeim tíma sem Samkeppnisstofnun telur víðtækt samráð hafa hamlað eðlilegri samkeppni. Hvar eru þessir herramenn nú? Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, sem samkvæmt skýrslunni átti frumkvæði að nánu samráði olíufélaganna, er í dag stjórnarformaður Straums fjárfestingarbanka. Þar á hann sjálfur og fjölskylda hans stóran hlut. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður úr Eyjum, á ellefu prósent í Straumi. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann væri mjög sáttur við Kristinn sem væri öflugur og flottur maður. Kristinn var studdur til stjórnarformennsku í bankanum af öðrum hluthöfum, þar á meðal Burðarási sem er að stórum hluta í eigu Landsbankans. Þá erum við komin að öðrum forstjóra, Einari Benediktssyni. Hann er einn helsti eigandi Olís í dag en hann var starfsmaður á tíma samráðs. Hann er sá eini af samráðsforstjórunum sem enn starfar í geiranum. Einar situr í bankaráði Landsbankans. Ekki náðist í formann bankaráðsins í dag. Rétt er að staldra aðeins við hér því þeir Einar og Kristinn sitja báðir í stjórnum fjármálafyrirtækja. Í lögum um fjármálafyrirtæki segir um hæfisskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra: „Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar fjármálafyrirtækis [. . .] mega ekki hafa sýnt af sér háttsemi sem gefur tilefni til að ætla að þeir misnoti aðstöðu sína eða skaði fyrirtækið.“ Fjármálaeftirlitinu er falið að meta hvort menn uppfylli þessi skilyrði og sinni því hlutverki að eigin frumkvæði. Þá er eftir Geir Magnússon sem var forstjóri Essó þann tíma sem umfjöllun Samkeppnisstofnun nær til. Hann fékk ágætan starfslokasamning og er nú kominn á eftirlaun. Ekkert í samningnum firrir hann hins vegar ábyrgð. Olíufélögin hafa öll skipt um eigendur frá tímum samráðs. Nýir eigendur Skeljungs og Essó segja málið skelfilegt og slæmt að það bitni á þeim. Enn eru þó ýmsir starfsmenn enn hjá félögunum sem nefndir eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Þar á meðal er Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, sem var aðstoðarforstjóri. Stjórnarformaður Skeljungs ítrekaði í samtali við fréttastofu að hann bæri traust til Gunnars og sagði slæmt að forstjórarnir þrír, sem margnefndir hafa verið, komi ekki fram og standi fyrir máli sínu.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira