Forstjórarnir njóta enn trausts 5. nóvember 2004 00:01 Forstjórar olíufélaganna virðast enn njóta trausts í viðskiptalífinu, ef miðað er við þau störf sem þeir gegna þar, og gildir áfellisdómur Samkeppnisstofnunar einu. Mikil reiði ríkir í samfélaginu í garð þeirra sem fóru með völdin í olíufélögunum þremur, Olís, Essó og Skeljungi, á þeim tíma sem Samkeppnisstofnun telur víðtækt samráð hafa hamlað eðlilegri samkeppni. Hvar eru þessir herramenn nú? Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, sem samkvæmt skýrslunni átti frumkvæði að nánu samráði olíufélaganna, er í dag stjórnarformaður Straums fjárfestingarbanka. Þar á hann sjálfur og fjölskylda hans stóran hlut. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður úr Eyjum, á ellefu prósent í Straumi. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann væri mjög sáttur við Kristinn sem væri öflugur og flottur maður. Kristinn var studdur til stjórnarformennsku í bankanum af öðrum hluthöfum, þar á meðal Burðarási sem er að stórum hluta í eigu Landsbankans. Þá erum við komin að öðrum forstjóra, Einari Benediktssyni. Hann er einn helsti eigandi Olís í dag en hann var starfsmaður á tíma samráðs. Hann er sá eini af samráðsforstjórunum sem enn starfar í geiranum. Einar situr í bankaráði Landsbankans. Ekki náðist í formann bankaráðsins í dag. Rétt er að staldra aðeins við hér því þeir Einar og Kristinn sitja báðir í stjórnum fjármálafyrirtækja. Í lögum um fjármálafyrirtæki segir um hæfisskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra: „Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar fjármálafyrirtækis [. . .] mega ekki hafa sýnt af sér háttsemi sem gefur tilefni til að ætla að þeir misnoti aðstöðu sína eða skaði fyrirtækið.“ Fjármálaeftirlitinu er falið að meta hvort menn uppfylli þessi skilyrði og sinni því hlutverki að eigin frumkvæði. Þá er eftir Geir Magnússon sem var forstjóri Essó þann tíma sem umfjöllun Samkeppnisstofnun nær til. Hann fékk ágætan starfslokasamning og er nú kominn á eftirlaun. Ekkert í samningnum firrir hann hins vegar ábyrgð. Olíufélögin hafa öll skipt um eigendur frá tímum samráðs. Nýir eigendur Skeljungs og Essó segja málið skelfilegt og slæmt að það bitni á þeim. Enn eru þó ýmsir starfsmenn enn hjá félögunum sem nefndir eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Þar á meðal er Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, sem var aðstoðarforstjóri. Stjórnarformaður Skeljungs ítrekaði í samtali við fréttastofu að hann bæri traust til Gunnars og sagði slæmt að forstjórarnir þrír, sem margnefndir hafa verið, komi ekki fram og standi fyrir máli sínu. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Forstjórar olíufélaganna virðast enn njóta trausts í viðskiptalífinu, ef miðað er við þau störf sem þeir gegna þar, og gildir áfellisdómur Samkeppnisstofnunar einu. Mikil reiði ríkir í samfélaginu í garð þeirra sem fóru með völdin í olíufélögunum þremur, Olís, Essó og Skeljungi, á þeim tíma sem Samkeppnisstofnun telur víðtækt samráð hafa hamlað eðlilegri samkeppni. Hvar eru þessir herramenn nú? Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, sem samkvæmt skýrslunni átti frumkvæði að nánu samráði olíufélaganna, er í dag stjórnarformaður Straums fjárfestingarbanka. Þar á hann sjálfur og fjölskylda hans stóran hlut. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður úr Eyjum, á ellefu prósent í Straumi. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann væri mjög sáttur við Kristinn sem væri öflugur og flottur maður. Kristinn var studdur til stjórnarformennsku í bankanum af öðrum hluthöfum, þar á meðal Burðarási sem er að stórum hluta í eigu Landsbankans. Þá erum við komin að öðrum forstjóra, Einari Benediktssyni. Hann er einn helsti eigandi Olís í dag en hann var starfsmaður á tíma samráðs. Hann er sá eini af samráðsforstjórunum sem enn starfar í geiranum. Einar situr í bankaráði Landsbankans. Ekki náðist í formann bankaráðsins í dag. Rétt er að staldra aðeins við hér því þeir Einar og Kristinn sitja báðir í stjórnum fjármálafyrirtækja. Í lögum um fjármálafyrirtæki segir um hæfisskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra: „Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar fjármálafyrirtækis [. . .] mega ekki hafa sýnt af sér háttsemi sem gefur tilefni til að ætla að þeir misnoti aðstöðu sína eða skaði fyrirtækið.“ Fjármálaeftirlitinu er falið að meta hvort menn uppfylli þessi skilyrði og sinni því hlutverki að eigin frumkvæði. Þá er eftir Geir Magnússon sem var forstjóri Essó þann tíma sem umfjöllun Samkeppnisstofnun nær til. Hann fékk ágætan starfslokasamning og er nú kominn á eftirlaun. Ekkert í samningnum firrir hann hins vegar ábyrgð. Olíufélögin hafa öll skipt um eigendur frá tímum samráðs. Nýir eigendur Skeljungs og Essó segja málið skelfilegt og slæmt að það bitni á þeim. Enn eru þó ýmsir starfsmenn enn hjá félögunum sem nefndir eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Þar á meðal er Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, sem var aðstoðarforstjóri. Stjórnarformaður Skeljungs ítrekaði í samtali við fréttastofu að hann bæri traust til Gunnars og sagði slæmt að forstjórarnir þrír, sem margnefndir hafa verið, komi ekki fram og standi fyrir máli sínu.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira