Tékknesk fyrirmynd að Atómstöðinni 22. október 2004 00:01 Halldór Kiljan Laxness notaði bók eftir tékkneskan skoðanabróður sinn, kommúnistann Ivan Olbricht, sem fyrirmynd þegar hann skrifaði Atómstöðina. Þetta er meðal þess sem fram kemur í öðru bindi ævisögu Halldórs eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Hannes segir að Atómstöðin sé sláandi lík sögu sem heitir Anna öreigastúlka og er eftir Olbricht. Meðal þess sem sé sammerkt með bókunum sé að ung, saklaus sveitastúlka kemur í bæinn og verður vinnukona á ríkismannaheimili, stúlkan öðlast smám saman stéttarvitund, hún lendir í ástarævintýri, verður þunguð, fer á annan stað að ala barnið, elsta stúlkan á heimilinu verður líka þunguð, það er óupplýst morð í báðum bókum og þeim lýkur báðum á stéttarsvikum af hálfu fágaðra heimsmanna. Það var ritgerð sem Einar Olgeirsson birti í Rétti árið 1932 sem kom Hannesi á sporið. Þar bendir Einar Halldóri á að skrifa bækur í sama anda og kommúnistinn Ivan Olbracht og nefnir sérstaklega bókina um Önnu öreigastúlku. Hannes telur einnig að margar af sögupersónunum í Atómstöðinni eigi sér fyrirmyndir í íslenskum veruleika. Ugla sé til að mynda töluvert byggð á Arnheiði Sigurðardóttur, konu sem Halldór þekkti. Í öðru lagi álítur Hannes að organistinn sé settur saman úr tveimur vinum Lanxess: Þórði Sigtryggssyni og Erlendi í Unuhúsi. Forsætisráðherrann er að sjálfsögðu Ólafur Thors að sögn Hannesar og að lokum setur hann fram þá kenningu að Landaljómi sé Thor Vilhjálmsson. Bókmenntir Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Halldór Kiljan Laxness notaði bók eftir tékkneskan skoðanabróður sinn, kommúnistann Ivan Olbricht, sem fyrirmynd þegar hann skrifaði Atómstöðina. Þetta er meðal þess sem fram kemur í öðru bindi ævisögu Halldórs eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Hannes segir að Atómstöðin sé sláandi lík sögu sem heitir Anna öreigastúlka og er eftir Olbricht. Meðal þess sem sé sammerkt með bókunum sé að ung, saklaus sveitastúlka kemur í bæinn og verður vinnukona á ríkismannaheimili, stúlkan öðlast smám saman stéttarvitund, hún lendir í ástarævintýri, verður þunguð, fer á annan stað að ala barnið, elsta stúlkan á heimilinu verður líka þunguð, það er óupplýst morð í báðum bókum og þeim lýkur báðum á stéttarsvikum af hálfu fágaðra heimsmanna. Það var ritgerð sem Einar Olgeirsson birti í Rétti árið 1932 sem kom Hannesi á sporið. Þar bendir Einar Halldóri á að skrifa bækur í sama anda og kommúnistinn Ivan Olbracht og nefnir sérstaklega bókina um Önnu öreigastúlku. Hannes telur einnig að margar af sögupersónunum í Atómstöðinni eigi sér fyrirmyndir í íslenskum veruleika. Ugla sé til að mynda töluvert byggð á Arnheiði Sigurðardóttur, konu sem Halldór þekkti. Í öðru lagi álítur Hannes að organistinn sé settur saman úr tveimur vinum Lanxess: Þórði Sigtryggssyni og Erlendi í Unuhúsi. Forsætisráðherrann er að sjálfsögðu Ólafur Thors að sögn Hannesar og að lokum setur hann fram þá kenningu að Landaljómi sé Thor Vilhjálmsson.
Bókmenntir Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira