Kærkomin búbót fyrir Háskólann 6. október 2004 00:01 Fyrirtæki og stofnanir leggja talsverða fjármuni til Háskóla Íslands, ýmist með beinum framlögum eða með kostun einstakra kennslugreina. Þótt ekki sé vitað um heildarfjárhæð slíkra styrkveitinga er ljóst að um talsverðar upphæðir er að ræða. Prófessor við viðskipta- og hagfræðideild vill að fyrirtæki sem styrkja skólastarf fái sérstakar skattaívilnanir. Nýlega gerðu Bakkavör Group og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands með sér samstarfssamning þar sem fyrirtækið styrkir rannsóknir og kennslu í frumkvöðlafræðum við deildina. Samningurinn gildir í þrjú ár og á þeim tíma leggur Bakkavör deildinni til 15 milljónir króna. Að sögn Ágústar Einarssonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild, er um tímamótasamning að ræða en deildin hefur algerlega frjálsar hendur um ráðstöfun fjárins. Til viðbótar beinum fjárframlögum þekkist að fyrirtæki greiði laun kennara sem kenna fög sem viðkomandi fyrirtæki hefur sérstakan áhuga á. Ágúst hafnar því að slíkir samningar geti mögulega skaðað sjálfstæði skólans. "Um slíka styrki eru gerðir sérstakir samningar þar sem er algjörlega tryggt að fyrirtæki hafi engin áhrif hvað verið er að gera í einstökum atriðum með þessa peninga. Fyrirtækin gera þetta af hugsjón," segir Ágúst en bætir þó við að þau geti jafnframt haft af þessu hag þar sem rannsóknir af ýmsu tagi geta nýst þeim. Ekki er vitað hversu mikið fé kemur inn í Háskóla Íslands eftir þessum leiðum en Ágúst telur að þar geti verið um 100 milljónir króna að ræða á ári. Erlendis er löng hefð fyrir því að háskólar og atvinnulíf hafi með sér samstarf en aðeins á síðustu árum hafa íslenskir háskólar tekið við sér í þessum efnum. Ágúst telur að stjórnvöld ættu að huga að því að veita fyrirtækjum og stofnunun sem leggja fé til háskóla einhver konar skattaívilnanir en slíkt hefur víða gefið góða raun. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Fyrirtæki og stofnanir leggja talsverða fjármuni til Háskóla Íslands, ýmist með beinum framlögum eða með kostun einstakra kennslugreina. Þótt ekki sé vitað um heildarfjárhæð slíkra styrkveitinga er ljóst að um talsverðar upphæðir er að ræða. Prófessor við viðskipta- og hagfræðideild vill að fyrirtæki sem styrkja skólastarf fái sérstakar skattaívilnanir. Nýlega gerðu Bakkavör Group og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands með sér samstarfssamning þar sem fyrirtækið styrkir rannsóknir og kennslu í frumkvöðlafræðum við deildina. Samningurinn gildir í þrjú ár og á þeim tíma leggur Bakkavör deildinni til 15 milljónir króna. Að sögn Ágústar Einarssonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild, er um tímamótasamning að ræða en deildin hefur algerlega frjálsar hendur um ráðstöfun fjárins. Til viðbótar beinum fjárframlögum þekkist að fyrirtæki greiði laun kennara sem kenna fög sem viðkomandi fyrirtæki hefur sérstakan áhuga á. Ágúst hafnar því að slíkir samningar geti mögulega skaðað sjálfstæði skólans. "Um slíka styrki eru gerðir sérstakir samningar þar sem er algjörlega tryggt að fyrirtæki hafi engin áhrif hvað verið er að gera í einstökum atriðum með þessa peninga. Fyrirtækin gera þetta af hugsjón," segir Ágúst en bætir þó við að þau geti jafnframt haft af þessu hag þar sem rannsóknir af ýmsu tagi geta nýst þeim. Ekki er vitað hversu mikið fé kemur inn í Háskóla Íslands eftir þessum leiðum en Ágúst telur að þar geti verið um 100 milljónir króna að ræða á ári. Erlendis er löng hefð fyrir því að háskólar og atvinnulíf hafi með sér samstarf en aðeins á síðustu árum hafa íslenskir háskólar tekið við sér í þessum efnum. Ágúst telur að stjórnvöld ættu að huga að því að veita fyrirtækjum og stofnunun sem leggja fé til háskóla einhver konar skattaívilnanir en slíkt hefur víða gefið góða raun.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira