Túnfiskur spari og hversdags 30. september 2004 00:01 Túnfiskur hefur ekki verið algengur réttur á borðum Íslendinga hingað til nema maukaður í majónessalötum. Túnfiskur er hins vegar annað og meira og auðvelt að búa til úr honum alls kyns eðalrétti. Lárusi Gunnari Jónassyni, matreiðslumnni í Sjávarkjallaranum, finnst allt of lítið um að fólk eldi túnfisk heima hjá sér en Sjávarkjallarinn hefur verið með túnfisk á matseðlinum frá upphafi og hann hefur notið mikilla vinsælda. "Nú er hægt að fá túnfiskinn frosinn í flestum verslunum í 180-200 gramma pakkningum," segir Lárus. "Það er alls ekkert erfitt að matreiða fiskinn, aðalatriði er að meðhöndla hann rétt, passa að elda hann sama dag og hann er þíddur, steikja lítið og krydda mikið. Mér finnst til dæmis gott að nota kóríander og ávextir passa mjög vel með til að gefa honum suðrænan blæ." Lárus segir af og frá að sjóða túnfiskinn, heldur beri að steikja hann eða grilla. "Hann er líka ofboðslega ljúffengur hrár, og hentar sérlega vel í sushi og sashimi. Ég nota hann mikið þegar ég held matarboð heima og þá ýmist sem forrétt eða aðalrétt. En hann er líka alveg tilvalinn hversdags." Lárus gefur sér tíma til að elda fyrir okkur túnfisk og uppskriftin fylgir hér á eftir. Annars er Lárus, sem ber titilinn matreiðslumaður ársins, á leið til Þýskalands á Ólympíuleika matreiðslumeistara með íslenska landsliðinu. "Við förum eftir mánuð og erum á fullu að undirbúa okkur. Við verðum að sjálfsögðu landi og þjóð til sóma og stefnum á að toppa níunda sætið sem vð hlutum síðast," segir Lárus. Matur Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Túnfiskur hefur ekki verið algengur réttur á borðum Íslendinga hingað til nema maukaður í majónessalötum. Túnfiskur er hins vegar annað og meira og auðvelt að búa til úr honum alls kyns eðalrétti. Lárusi Gunnari Jónassyni, matreiðslumnni í Sjávarkjallaranum, finnst allt of lítið um að fólk eldi túnfisk heima hjá sér en Sjávarkjallarinn hefur verið með túnfisk á matseðlinum frá upphafi og hann hefur notið mikilla vinsælda. "Nú er hægt að fá túnfiskinn frosinn í flestum verslunum í 180-200 gramma pakkningum," segir Lárus. "Það er alls ekkert erfitt að matreiða fiskinn, aðalatriði er að meðhöndla hann rétt, passa að elda hann sama dag og hann er þíddur, steikja lítið og krydda mikið. Mér finnst til dæmis gott að nota kóríander og ávextir passa mjög vel með til að gefa honum suðrænan blæ." Lárus segir af og frá að sjóða túnfiskinn, heldur beri að steikja hann eða grilla. "Hann er líka ofboðslega ljúffengur hrár, og hentar sérlega vel í sushi og sashimi. Ég nota hann mikið þegar ég held matarboð heima og þá ýmist sem forrétt eða aðalrétt. En hann er líka alveg tilvalinn hversdags." Lárus gefur sér tíma til að elda fyrir okkur túnfisk og uppskriftin fylgir hér á eftir. Annars er Lárus, sem ber titilinn matreiðslumaður ársins, á leið til Þýskalands á Ólympíuleika matreiðslumeistara með íslenska landsliðinu. "Við förum eftir mánuð og erum á fullu að undirbúa okkur. Við verðum að sjálfsögðu landi og þjóð til sóma og stefnum á að toppa níunda sætið sem vð hlutum síðast," segir Lárus.
Matur Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira