Ólafur Börkur skilaði séráliti 20. september 2004 00:01 Allir dómarar Hæstaréttar nema einn eru sammála um að lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson séu hæfastir umsækjenda um dómarastöðu við réttinn. Einn dómari, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði séráliti þar sem hann leggur áherslu á afburðaþekkingu Jóns Steinars Gunnlaugssonar á sviði lögfræði. Umsækjendurnir sjö um stöðu hæstaréttardómara fengu í dag umsögn Hæstaréttar um þá sem sóttu um stöðuna. Þar er farið ítarlega yfir störf umsækjendanna og lagt mat á hverjir standi fremstir að vígi á hverju því sviði sem vegið er í umsögninni. Þessi svið eru: Nám umsækjenda, dómarareynsla, reynsla af lögmannsstörfum, reynsla af lögfræðikennslu á háskólastigi, ritstörf á sviði lögfræði, seta í nefndum á vegum ríkis og stofnana, undirbúningur að lagasetningu, önnur störf á sviði stjórnsýslu og loks stjórnunarstörf. Í niðurlagi umsagnarinnar segir að að virtu öllu framangreindu sé það mat Hæstaréttar að Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson standi öðrum umsækjendum töluvert framar að hæfni til að hljóta embætti hæstaréttardómara. Næst þeim kemur Hjördís Björk Hákonardóttir en að baki henni eru ekki forsendur til að gera greinarmun á Allan Vagni Magnússyni, Eggerti Óskarssyni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Hæstiréttur skipar Leó Löve aftast í röð umsækjenda. Að þessari umsögn standa átta af níu dómurum Hæstaréttar. Sá eini sem ekki skrifar upp á hana er Ólafur Börkur Þorvaldsson en hann var sem kunnugt er skipaður dómari í Hæstarétti í fyrra og dró sú skipan dilk á eftir sér, meðal annars vegna frændsemi Ólafs við fyrrverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson. Ólafur Börkur segir í séráliti sínu að hann telji hæpið að raða umsækjendum eftir hæfni en þar sem hinir átta hafi tekið þann kost, gerir hann það líka, en með fyrirvara. Hann tilgreinir Jón Steinar Gunnlaugsson sérstaklega í umsögn sinni vegna kunnáttu hans og reynslu og segir hann vera afburðamann á sviði lögfræði. Því sé honum ómögulegt að raða Jóni jafn aftarlega og aðrir dómarar Hæstaréttar gera. Ólafur Börkur telur aðra umsækjendur ákaflega hæfa. Geir Haarde fjármálaráðherra skipar í stöðuna þar sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lýsti sig vanhæfan í málinu. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Allir dómarar Hæstaréttar nema einn eru sammála um að lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson séu hæfastir umsækjenda um dómarastöðu við réttinn. Einn dómari, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði séráliti þar sem hann leggur áherslu á afburðaþekkingu Jóns Steinars Gunnlaugssonar á sviði lögfræði. Umsækjendurnir sjö um stöðu hæstaréttardómara fengu í dag umsögn Hæstaréttar um þá sem sóttu um stöðuna. Þar er farið ítarlega yfir störf umsækjendanna og lagt mat á hverjir standi fremstir að vígi á hverju því sviði sem vegið er í umsögninni. Þessi svið eru: Nám umsækjenda, dómarareynsla, reynsla af lögmannsstörfum, reynsla af lögfræðikennslu á háskólastigi, ritstörf á sviði lögfræði, seta í nefndum á vegum ríkis og stofnana, undirbúningur að lagasetningu, önnur störf á sviði stjórnsýslu og loks stjórnunarstörf. Í niðurlagi umsagnarinnar segir að að virtu öllu framangreindu sé það mat Hæstaréttar að Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson standi öðrum umsækjendum töluvert framar að hæfni til að hljóta embætti hæstaréttardómara. Næst þeim kemur Hjördís Björk Hákonardóttir en að baki henni eru ekki forsendur til að gera greinarmun á Allan Vagni Magnússyni, Eggerti Óskarssyni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Hæstiréttur skipar Leó Löve aftast í röð umsækjenda. Að þessari umsögn standa átta af níu dómurum Hæstaréttar. Sá eini sem ekki skrifar upp á hana er Ólafur Börkur Þorvaldsson en hann var sem kunnugt er skipaður dómari í Hæstarétti í fyrra og dró sú skipan dilk á eftir sér, meðal annars vegna frændsemi Ólafs við fyrrverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson. Ólafur Börkur segir í séráliti sínu að hann telji hæpið að raða umsækjendum eftir hæfni en þar sem hinir átta hafi tekið þann kost, gerir hann það líka, en með fyrirvara. Hann tilgreinir Jón Steinar Gunnlaugsson sérstaklega í umsögn sinni vegna kunnáttu hans og reynslu og segir hann vera afburðamann á sviði lögfræði. Því sé honum ómögulegt að raða Jóni jafn aftarlega og aðrir dómarar Hæstaréttar gera. Ólafur Börkur telur aðra umsækjendur ákaflega hæfa. Geir Haarde fjármálaráðherra skipar í stöðuna þar sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lýsti sig vanhæfan í málinu.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira